Geta vinstrimenn eitthvað lært Svavar Gestsson skrifar 8. nóvember 2010 06:00 Fyrsta vinstristjórnin var felld á vísitölubótum; 1958. Það gerðist á ASÍ þingi þannig að greidd voru atkvæði um það hvort fresta mætti vísitölubótum. Því var hafnað. Í staðinn fékk launafólk 12 ára ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins. Næsta ríkisstjórn fór líka á vísitölubótum; það var 1974. Þá fóru Samtök frjálslyndra og vinstri manna, sem voru einn stjórnarflokkanna, á taugum. Það var efnt til kosninga og útkoman varð ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins. Næsta vinstristjórn varð til 1978; hún liðaðist í sundur 1979 af því að einn stjórnarflokkanna þoldi ekki kaupgjaldsvísitöluna. Sjálfstæðisflokkurinn komst þó ekki til valda og enn var mynduð stjórn sem má gjarnan kalla vinstristjórn. Hún gafst ekki upp þrátt fyrir erfiðleika í efnahagsmálum. Álmálið átti að nota til að koma henni frá með því að stjórnarliðar Framsóknarflokksins stóðu að tillögu um að setja iðnaðarráðherrann af af því að hann væri ekki nógu stóriðjufús. Það tókst ekki, en eftir kosningarnar 1983 tók við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins undir forystu Framsóknarflokksins. Hún sat í heil fjögur ár og bjó til misvægi launa og lána, gaf vexti frjálsa og innleiddi kvótakerfið. Hún var svo endurnýjuð 1987 en hrundi 1988. Þá tók við ríkisstjórn sem kom á þjóðarsátt og hjó á vítahring verðbólgunnar. Hún fékk meirihluta í kosningum til að starfa áfram en Alþýðuflokkurinn kaus að koma Sjálfstæðisflokknum til valda á ný. Þau völd hafði hann í 18 ár. Nú hefur vinstristjórn setið í 18 mánuði. Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn langþreyttur á því að ráða engu, hvorki hjá ríkinu né borg. Hann er að tryllast af valdaleysi. Og hann lemur tunnur úti um allt þjóðfélagið. Hann reynir að gera bandalög inn í stjórnarflokkana eins og hann gerði líka 1958 og 1974. Hann notar andstöðuna við ESB einn daginn, annan er það Icesave sem Sjálfstæðisflokkurinn bjó til og er á móti því að leysa. Í þessum málum tekst honum að stíga í takt við einstaklinga í Vg. Og svo eru það stóriðjumálin. Þar stígur hann taktinn við tunnusláttinn með Samfylkingunni. Tilgangurinn er ekki sá að stöðva aðildarumsókn að ESB, ekki sá að koma í veg fyrir að samið verði um Icesave og ekki sá að tryggja byggingu álvera. Það síðastnefnda er ekki hægt af því að orkan er ekki til. Nei, tilgangurinn er sá einn að koma íhaldinu til valda á ný. Og það mun Sjálfstæðisflokknum takast ef honum auðnast áfram að heyra bergmál inni í stjórnarflokkum þegar hann lemur tunnurnar. En af langri sögu hafa vinstrimenn kannski lært að láta ekki rugla sig í ríminu; eða hvað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsta vinstristjórnin var felld á vísitölubótum; 1958. Það gerðist á ASÍ þingi þannig að greidd voru atkvæði um það hvort fresta mætti vísitölubótum. Því var hafnað. Í staðinn fékk launafólk 12 ára ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins. Næsta ríkisstjórn fór líka á vísitölubótum; það var 1974. Þá fóru Samtök frjálslyndra og vinstri manna, sem voru einn stjórnarflokkanna, á taugum. Það var efnt til kosninga og útkoman varð ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins. Næsta vinstristjórn varð til 1978; hún liðaðist í sundur 1979 af því að einn stjórnarflokkanna þoldi ekki kaupgjaldsvísitöluna. Sjálfstæðisflokkurinn komst þó ekki til valda og enn var mynduð stjórn sem má gjarnan kalla vinstristjórn. Hún gafst ekki upp þrátt fyrir erfiðleika í efnahagsmálum. Álmálið átti að nota til að koma henni frá með því að stjórnarliðar Framsóknarflokksins stóðu að tillögu um að setja iðnaðarráðherrann af af því að hann væri ekki nógu stóriðjufús. Það tókst ekki, en eftir kosningarnar 1983 tók við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins undir forystu Framsóknarflokksins. Hún sat í heil fjögur ár og bjó til misvægi launa og lána, gaf vexti frjálsa og innleiddi kvótakerfið. Hún var svo endurnýjuð 1987 en hrundi 1988. Þá tók við ríkisstjórn sem kom á þjóðarsátt og hjó á vítahring verðbólgunnar. Hún fékk meirihluta í kosningum til að starfa áfram en Alþýðuflokkurinn kaus að koma Sjálfstæðisflokknum til valda á ný. Þau völd hafði hann í 18 ár. Nú hefur vinstristjórn setið í 18 mánuði. Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn langþreyttur á því að ráða engu, hvorki hjá ríkinu né borg. Hann er að tryllast af valdaleysi. Og hann lemur tunnur úti um allt þjóðfélagið. Hann reynir að gera bandalög inn í stjórnarflokkana eins og hann gerði líka 1958 og 1974. Hann notar andstöðuna við ESB einn daginn, annan er það Icesave sem Sjálfstæðisflokkurinn bjó til og er á móti því að leysa. Í þessum málum tekst honum að stíga í takt við einstaklinga í Vg. Og svo eru það stóriðjumálin. Þar stígur hann taktinn við tunnusláttinn með Samfylkingunni. Tilgangurinn er ekki sá að stöðva aðildarumsókn að ESB, ekki sá að koma í veg fyrir að samið verði um Icesave og ekki sá að tryggja byggingu álvera. Það síðastnefnda er ekki hægt af því að orkan er ekki til. Nei, tilgangurinn er sá einn að koma íhaldinu til valda á ný. Og það mun Sjálfstæðisflokknum takast ef honum auðnast áfram að heyra bergmál inni í stjórnarflokkum þegar hann lemur tunnurnar. En af langri sögu hafa vinstrimenn kannski lært að láta ekki rugla sig í ríminu; eða hvað?
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun