Kirkjan er ekki að skorast úr leik! 9. ágúst 2010 00:01 Ríkið innheimtir sóknargjöld fyrir trúfélög í landinu. Þau hafa lækkað töluvert undanfarin ár og eðlilegt að kirkjan fari fram á það að það lækki ekki frekar. Sóknargjöldin standa undir starfi safnaðanna, barnastarfi, öldrunarstarfi, kórastarfi og velferðarstarfi í kreppu. Víða, einkum úti um land, standa þau vart undir grunnstarfinu lengur. Þess vegna er eðlilegt að kirkjan móist við þegar hætta er á að þau lækki enn frekar. Nær öll önnur framlög til kirkjunnar eru samningsbundin og er þar langstærsti liðurinn laun prestanna og starfsmanna biskupsstofu, en starfsmenn þar útbúa barnaefni og annast ýmis sameiginleg verkefni fyrir kirkjuna. Kirkjan seldi jarðeignir sínar í hendur ríkisins gegn því að ríkið greiddi þessi laun. Er talið að upphæðin jafngildi 2-3% rentu af eignasafninu. Þessi samningur er lögvarinn og er talið fullvíst að standi ríkið ekki við hann myndi eignasafnið renna aftur til kirkjunnar. Í Svíþjóð er það t.d. þannig að kirkjan þar afsalaði sér aldrei eignasafni sínu og byggir starf sitt af rentu á því. Það væri alveg hægt hér. Nú kunna menn sem alast upp við sterkt ríkisvald og veikt kirkjuval að efast um að kirkjan hafi átt tilkall til eigna sinna hér áður fyrr. En svona var það nú bara. Kirkjan eignaðist þetta og á með réttu og notar til að halda uppi kerfi um allt land sem giftir, grefur og skírir og hjálpar fátækum og boðar guðs náðina sem allir hafa heyrt um og allir sækjast eftir með einhverjum hætti. Og kirkjan, undirritaður sat kirkjuþing, vill axla byrðar eins og allir. Starfsmönnum verður fækkað og laun verða lækkuð. En það var skoðun allra þeirra sem sóttu þingið að niðurskurður til kirkjunnar ætti að haldast í hendur við niðurskurð til velferðarmála og sú velferðarstjórn sem nú situr reynir að halda niðurskurði til slíkra mála við fimm prósent markið. Kirkjan er því ekki að skorast úr leik heldur vill standa vörð um velferðina. Það á hún sameiginlegt með ríkisstjórninni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ríkið innheimtir sóknargjöld fyrir trúfélög í landinu. Þau hafa lækkað töluvert undanfarin ár og eðlilegt að kirkjan fari fram á það að það lækki ekki frekar. Sóknargjöldin standa undir starfi safnaðanna, barnastarfi, öldrunarstarfi, kórastarfi og velferðarstarfi í kreppu. Víða, einkum úti um land, standa þau vart undir grunnstarfinu lengur. Þess vegna er eðlilegt að kirkjan móist við þegar hætta er á að þau lækki enn frekar. Nær öll önnur framlög til kirkjunnar eru samningsbundin og er þar langstærsti liðurinn laun prestanna og starfsmanna biskupsstofu, en starfsmenn þar útbúa barnaefni og annast ýmis sameiginleg verkefni fyrir kirkjuna. Kirkjan seldi jarðeignir sínar í hendur ríkisins gegn því að ríkið greiddi þessi laun. Er talið að upphæðin jafngildi 2-3% rentu af eignasafninu. Þessi samningur er lögvarinn og er talið fullvíst að standi ríkið ekki við hann myndi eignasafnið renna aftur til kirkjunnar. Í Svíþjóð er það t.d. þannig að kirkjan þar afsalaði sér aldrei eignasafni sínu og byggir starf sitt af rentu á því. Það væri alveg hægt hér. Nú kunna menn sem alast upp við sterkt ríkisvald og veikt kirkjuval að efast um að kirkjan hafi átt tilkall til eigna sinna hér áður fyrr. En svona var það nú bara. Kirkjan eignaðist þetta og á með réttu og notar til að halda uppi kerfi um allt land sem giftir, grefur og skírir og hjálpar fátækum og boðar guðs náðina sem allir hafa heyrt um og allir sækjast eftir með einhverjum hætti. Og kirkjan, undirritaður sat kirkjuþing, vill axla byrðar eins og allir. Starfsmönnum verður fækkað og laun verða lækkuð. En það var skoðun allra þeirra sem sóttu þingið að niðurskurður til kirkjunnar ætti að haldast í hendur við niðurskurð til velferðarmála og sú velferðarstjórn sem nú situr reynir að halda niðurskurði til slíkra mála við fimm prósent markið. Kirkjan er því ekki að skorast úr leik heldur vill standa vörð um velferðina. Það á hún sameiginlegt með ríkisstjórninni.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar