Guðlagur G. Sverrisson: Orkuveitan og kosningabaráttan 30. apríl 2010 09:15 Umræða um málefni Orkuveitu Reykjavíkur er farin að bera keim af kosningunum framundan. Upplýsingum, sem frambjóðendur telja sér til framdráttar, er haldið á lofti án samhengis við nokkuð annað í rekstri fyrirtækisins eða rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja almennt. Af þeim toga eru vígorð um aukningu skulda Orkuveitunnar. Þær eru vitaskuld viðfangsefni sem reglulega er á borði stjórnar fyrirtækisins og hjá OR sem og hjá Reykjavíkurborg stendur yfir fagleg vinna við að meta stöðuna og áhættuna í okkar síkvika rekstrarumhverfi.Hér er í stuttu máli farið yfir máefni OR í samhengi við fleiri lykilstærðir rekstursins, s.s. aukningu eigna, verðmæti langtímasamninga og afgjald til eigenda í gegnum tíðina.Ástæða þess að OR hefur tekið langtímalán í erlendum gjaldmiðlum er einfaldlega sú að vextir af þeim eru brot af þeim vöxtum sem lagðir eru á íslenskar krónur. Nærri lætur að erlendur fjármagnskostnaður OR sé jafn og ef íslensk lán hefðu verið tekin, þrátt fyrir gengishrunið. Öll styrking krónunnar frá því sem nú er gerir því erlendu lánin hagstæðari að öðru óbreyttu. Almenningur getur fylgst býsna vel með þróun skuldastöðu OR. Ársreikningur liggur fyrir og gengi íslensku krónunnar má lesa t.d. á vef Seðlabanka Íslands.Eignir OR hafa aukist mikið enda hafa lánin verið tekin til fjárfestinga í traustum tekjuskapandi eignum. Sé sama mælikvarða beitt á eignir og í upphrópunum um skuldir, þ.e. íslenskar krónur á verðlagi hvers árs, hafa þær meira en fimmfaldast frá stofnun OR; farið úr 42 milljarða verðmati í 282 milljarða króna. Í þessari tölu eru langtímasamningar um orku í erlendri mynt ekki taldir nema að óverulegu leyti. Þeir eru metnir á um 180 milljarða króna. Á sama mælikvarða hefur framlegð Orkuveitu Reykjavíkur aukist úr 2,1 milljarði króna 1999 í 13 milljarða 2009, þ.e. meira en sexfaldast.Í þessum tölum gætir vitaskuld verðbólguáhrifa en á sama tíma og eignir og framlegð hafa vaxið með þessum hraða, hefur verð á orku ekki haldið í við verðbólgu og skiptir tugum prósenta hvað almenningur greiðir lægra raunverð en fyrir áratug.Loks er rétt að halda því til haga að meðan á uppbyggingu fyrirtækisins hefur staðið, hefur það greitt verulega fjármuni til sveitarfélaganna sem eiga fyrirtækið og axla með eignarhaldi sínu ábyrgð á rekstri og þjónustu við viðskiptavini langt út fyrir mörk þeirra. Afgjald til eigenda hefur ekki verið tengt afkomu hvers árs. Þannig jafnast sveiflur góðæra og hallæra út í greiðslum til eigenda. Það dæmalausa ástand sem nú er uppi hefur þó leitt til helmings niðurskurðar á afgjaldinu árin 2009 og 2010. Ef reiknað er til núvirðis greiðir Orkuveita Reykjavíkur til eigenda sinna samtals 33 milljarða króna á árunum 1999 til 2010. Það eru um 2,6 milljarðar á ári að jafnaði og hefur margt gott verkefnið verið unnið fyrir það fé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Umræða um málefni Orkuveitu Reykjavíkur er farin að bera keim af kosningunum framundan. Upplýsingum, sem frambjóðendur telja sér til framdráttar, er haldið á lofti án samhengis við nokkuð annað í rekstri fyrirtækisins eða rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja almennt. Af þeim toga eru vígorð um aukningu skulda Orkuveitunnar. Þær eru vitaskuld viðfangsefni sem reglulega er á borði stjórnar fyrirtækisins og hjá OR sem og hjá Reykjavíkurborg stendur yfir fagleg vinna við að meta stöðuna og áhættuna í okkar síkvika rekstrarumhverfi.Hér er í stuttu máli farið yfir máefni OR í samhengi við fleiri lykilstærðir rekstursins, s.s. aukningu eigna, verðmæti langtímasamninga og afgjald til eigenda í gegnum tíðina.Ástæða þess að OR hefur tekið langtímalán í erlendum gjaldmiðlum er einfaldlega sú að vextir af þeim eru brot af þeim vöxtum sem lagðir eru á íslenskar krónur. Nærri lætur að erlendur fjármagnskostnaður OR sé jafn og ef íslensk lán hefðu verið tekin, þrátt fyrir gengishrunið. Öll styrking krónunnar frá því sem nú er gerir því erlendu lánin hagstæðari að öðru óbreyttu. Almenningur getur fylgst býsna vel með þróun skuldastöðu OR. Ársreikningur liggur fyrir og gengi íslensku krónunnar má lesa t.d. á vef Seðlabanka Íslands.Eignir OR hafa aukist mikið enda hafa lánin verið tekin til fjárfestinga í traustum tekjuskapandi eignum. Sé sama mælikvarða beitt á eignir og í upphrópunum um skuldir, þ.e. íslenskar krónur á verðlagi hvers árs, hafa þær meira en fimmfaldast frá stofnun OR; farið úr 42 milljarða verðmati í 282 milljarða króna. Í þessari tölu eru langtímasamningar um orku í erlendri mynt ekki taldir nema að óverulegu leyti. Þeir eru metnir á um 180 milljarða króna. Á sama mælikvarða hefur framlegð Orkuveitu Reykjavíkur aukist úr 2,1 milljarði króna 1999 í 13 milljarða 2009, þ.e. meira en sexfaldast.Í þessum tölum gætir vitaskuld verðbólguáhrifa en á sama tíma og eignir og framlegð hafa vaxið með þessum hraða, hefur verð á orku ekki haldið í við verðbólgu og skiptir tugum prósenta hvað almenningur greiðir lægra raunverð en fyrir áratug.Loks er rétt að halda því til haga að meðan á uppbyggingu fyrirtækisins hefur staðið, hefur það greitt verulega fjármuni til sveitarfélaganna sem eiga fyrirtækið og axla með eignarhaldi sínu ábyrgð á rekstri og þjónustu við viðskiptavini langt út fyrir mörk þeirra. Afgjald til eigenda hefur ekki verið tengt afkomu hvers árs. Þannig jafnast sveiflur góðæra og hallæra út í greiðslum til eigenda. Það dæmalausa ástand sem nú er uppi hefur þó leitt til helmings niðurskurðar á afgjaldinu árin 2009 og 2010. Ef reiknað er til núvirðis greiðir Orkuveita Reykjavíkur til eigenda sinna samtals 33 milljarða króna á árunum 1999 til 2010. Það eru um 2,6 milljarðar á ári að jafnaði og hefur margt gott verkefnið verið unnið fyrir það fé.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun