Er fækkun þingmanna raunhæf? Haukur Arnþórsson skrifar 22. nóvember 2010 11:59 Í grein í www.visir.is þann 17. nóv. s.l. fjallaði prófessor dr Þorvaldur Gylfason um fækkun alþingismanna og er það í framhaldi af fyrri ábendingum hans í sömu átt. Hann nefnir til sögunnar skoðanir Gylfa Þ. Gíslasonar og Ólafs Jóhannessonar frá 1946 um að fjöldi þingmanna geti verið 33 (Gylfi) eða 40 (Ólafur). Þorvaldur virðist telja að mæta megi áhrifum af fækkun þingmanna nú með auknum kröfum til þeirra sem sitji á Alþingi. Þorvaldur bendir á að með fækkun þingmanna megi „spara fé og lyfta Alþingi". Því oftar sem þessi mótsagnakennda skoðun Þorvaldar er birt í Fréttablaðinu eða á www.visir.is, því meira undrast maður að jafn virtur skólamaður og hann er skuli ekki hirða um að gera lesendum grein fyrir áhrifsmódelinu sem að baki skrifum hans býr og þeim skólakenningum sem skýra staðhæfingar hans. Eða hvernig má það vera að fækkun alþingismanna um allt að helming geti lyft Alþingi? Slík fullyrðing þarfnast greinargóðra skýringa. Ábendingar Gylfa Þ. Gíslasonar og Ólafs Jóhannessonar eru frá tíma þegar starfsemi Alþingis var með allt öðru sniði en nú er og umfang verkefna þess ósambærilegt. Af þessum ástæðum og fleirum verður ekki fjallað um þær, einungis bent á að einar og sér eru þær ekki mikið leiðarljós fyrir Alþingi í dag. Sú mynd af störfum Alþingis sem blasir við þjóðinni í sjónvarpi er á margan hátt villandi. Ýmislegt sem fram fer getur kastað rýrð á virðingu Alþingis og hvatt til laklegra vinnubragða. Starfsemi þingdeildarinnar er frjálsleg og ekki er tímasetning á viðburðum. Andsvör orka oft tvímælis, þau geta kippt fótunum undan góðum og vönduðum ræðum alþingismanna með einni hnitmiðaðri og ósanngjarnri athugasemd. Því er rétt að minna á að starfsemi Alþingis er að litlu leyti sýnileg almenningi. Mikið af hinum eiginlegu störfum Alþingis fer fram í nefndum þess. Þær eru 12 og nefndasæti eru 119, þannig að margir alþingismenn sitja í mörgum nefndum og eru það einkum stjórnarliðar. Þetta kerfi getur tæpast verið minna en það er. Í því efni gildir ekki endilega að lítil þjóð þurfi minna nefndastarf en stærri. Vissulega getur reglusetning í Danmörk verið eitthvað flóknari en á Íslandi, en samkvæmt vefjum þjóðþinga þessara ríkja er unninn tímafjöldi í nefndakerfi Alþingis innan við helmingur miðað við Folketinget. Og þá hlýtur maður að spyrja sig hvort íslenskir þingmenn hugsi tvöfalt hraðar en danskir. Ef taka á alvarlega hugmyndir um fækkun þingmanna verður að gera grein fyrir því hvaða áhrif það gæti haft á gæði starfa á Alþingi og afköst þess og hvernig það rækir hlutverk sitt í samfélaginu. Í þessu efni þarf að tilgreina leiðir, því máli skiptir hvort nefndum er einfaldlega fækkað, sem minnkar afköst hlutfallslega eða hvort nefndarmönnum er fækkað, sem minnkar afköst eftir flóknara módeli. Þá skiptir fundalengd og fundatíðni máli. Til greina kemur að rannsaka hvernig má ná sem mestri nýtingu út úr óvenjulega fámennu nefndakerfi og er bent á rannsóknaraðferðir leikjafræðinnar. Það að ráðherrar sitji ekki á þingi mun styrkja nefndakerfið, því þá fjölgar stjórnarliðum á Alþingi, það myndi einkum draga úr tíðni þess að einstakir þingmenn sitji í þremur nefndum. Alþingi hefur sjaldan verið óvinsælla en nú og það kann að vera auðsótt mál hjá almenningi að lækka kostnað við þinghaldið, hvort sem það er raunhæft eða æskilegt. Fækkun alþingismanna um allt að helming er stórmál og virðist ganga gegn útbreiddum sjónarmiðum um að styrkja þurfi störf löggjafarvaldsins. Því verður Þorvaldur Gylfason að gera grein fyrir því hvaða áhrif fækkunin getur haft á störf þingsins og ekki síst hvernig nefndastarfi þess verður háttað þegar fækkunartillögur hans hafa verið framkvæmdar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein í www.visir.is þann 17. nóv. s.l. fjallaði prófessor dr Þorvaldur Gylfason um fækkun alþingismanna og er það í framhaldi af fyrri ábendingum hans í sömu átt. Hann nefnir til sögunnar skoðanir Gylfa Þ. Gíslasonar og Ólafs Jóhannessonar frá 1946 um að fjöldi þingmanna geti verið 33 (Gylfi) eða 40 (Ólafur). Þorvaldur virðist telja að mæta megi áhrifum af fækkun þingmanna nú með auknum kröfum til þeirra sem sitji á Alþingi. Þorvaldur bendir á að með fækkun þingmanna megi „spara fé og lyfta Alþingi". Því oftar sem þessi mótsagnakennda skoðun Þorvaldar er birt í Fréttablaðinu eða á www.visir.is, því meira undrast maður að jafn virtur skólamaður og hann er skuli ekki hirða um að gera lesendum grein fyrir áhrifsmódelinu sem að baki skrifum hans býr og þeim skólakenningum sem skýra staðhæfingar hans. Eða hvernig má það vera að fækkun alþingismanna um allt að helming geti lyft Alþingi? Slík fullyrðing þarfnast greinargóðra skýringa. Ábendingar Gylfa Þ. Gíslasonar og Ólafs Jóhannessonar eru frá tíma þegar starfsemi Alþingis var með allt öðru sniði en nú er og umfang verkefna þess ósambærilegt. Af þessum ástæðum og fleirum verður ekki fjallað um þær, einungis bent á að einar og sér eru þær ekki mikið leiðarljós fyrir Alþingi í dag. Sú mynd af störfum Alþingis sem blasir við þjóðinni í sjónvarpi er á margan hátt villandi. Ýmislegt sem fram fer getur kastað rýrð á virðingu Alþingis og hvatt til laklegra vinnubragða. Starfsemi þingdeildarinnar er frjálsleg og ekki er tímasetning á viðburðum. Andsvör orka oft tvímælis, þau geta kippt fótunum undan góðum og vönduðum ræðum alþingismanna með einni hnitmiðaðri og ósanngjarnri athugasemd. Því er rétt að minna á að starfsemi Alþingis er að litlu leyti sýnileg almenningi. Mikið af hinum eiginlegu störfum Alþingis fer fram í nefndum þess. Þær eru 12 og nefndasæti eru 119, þannig að margir alþingismenn sitja í mörgum nefndum og eru það einkum stjórnarliðar. Þetta kerfi getur tæpast verið minna en það er. Í því efni gildir ekki endilega að lítil þjóð þurfi minna nefndastarf en stærri. Vissulega getur reglusetning í Danmörk verið eitthvað flóknari en á Íslandi, en samkvæmt vefjum þjóðþinga þessara ríkja er unninn tímafjöldi í nefndakerfi Alþingis innan við helmingur miðað við Folketinget. Og þá hlýtur maður að spyrja sig hvort íslenskir þingmenn hugsi tvöfalt hraðar en danskir. Ef taka á alvarlega hugmyndir um fækkun þingmanna verður að gera grein fyrir því hvaða áhrif það gæti haft á gæði starfa á Alþingi og afköst þess og hvernig það rækir hlutverk sitt í samfélaginu. Í þessu efni þarf að tilgreina leiðir, því máli skiptir hvort nefndum er einfaldlega fækkað, sem minnkar afköst hlutfallslega eða hvort nefndarmönnum er fækkað, sem minnkar afköst eftir flóknara módeli. Þá skiptir fundalengd og fundatíðni máli. Til greina kemur að rannsaka hvernig má ná sem mestri nýtingu út úr óvenjulega fámennu nefndakerfi og er bent á rannsóknaraðferðir leikjafræðinnar. Það að ráðherrar sitji ekki á þingi mun styrkja nefndakerfið, því þá fjölgar stjórnarliðum á Alþingi, það myndi einkum draga úr tíðni þess að einstakir þingmenn sitji í þremur nefndum. Alþingi hefur sjaldan verið óvinsælla en nú og það kann að vera auðsótt mál hjá almenningi að lækka kostnað við þinghaldið, hvort sem það er raunhæft eða æskilegt. Fækkun alþingismanna um allt að helming er stórmál og virðist ganga gegn útbreiddum sjónarmiðum um að styrkja þurfi störf löggjafarvaldsins. Því verður Þorvaldur Gylfason að gera grein fyrir því hvaða áhrif fækkunin getur haft á störf þingsins og ekki síst hvernig nefndastarfi þess verður háttað þegar fækkunartillögur hans hafa verið framkvæmdar.
Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar