Guðmundur Franklín Jónsson:Fitch, Moody‘s ogStandard & Poors 13. apríl 2010 06:00 Þessi ofangreindu matsfyrirtæki gefa skuldabréfum, fjármálaafurðum, fyrirtækjum, bönkum ,ríkjum o.s.frv. matseinkunnir. Öll þessi matsfyrirtæki eiga sameiginlegt að vera rekinn fyrir hámarksávöxtun hluthafa sinna og eru hlutafélög á almennum hlutabréfamarkaði. Moody"s Corp er skráð á New York Stock Exchange (NYSE). Standard & Poors er partur af McGraw Hill Companies, útgáfurisans sem gefur m.a. út BusinessWeek. McGraw Hill er einnig skráð á New York Stock Exchange (NYSE). Fitch Ratings er í meirihluta eigu Fimalacs, sem er skráð á kauphöllina í París. Hvernig vinna þessi matsfyrirtæki og fyrir hverja? Matsfyrirtækin vinna eftir pöntunum, þ.a.l. fyrir alla sem vilja kaupa sér mat eða eikunn á einhverju. Þessi matsfyrirtæki leggja einkunnir á þjóðir og sjálfstæð ríki. Hver borgar fyrir það? Bankarnir okkar þrír sem fóru rúllandi á hausinn í október 2008 voru með öll þessi fyrirtæki í vinnu og borguðu matsfyrirtækjunum þremur hundruð milljóna á ári undanfarin ár, fyrir góðar einkunnir. Af hverju vöruðu ekki þessi fyrirtæki heimsbyggðina við þessum íslensku bönkum í tæka tíð? Gaman væri að fá að sjá sundurliðaðan reikning frá þeim fyrir íslensku bankana undanfarin 5 ár. Þessi þrjú matsfyrirtæki vinna fyrir OECD, ESB og öll lönd innan ESB. Einnig vinna öll matsfyrirtækin fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þannig að nú getur hverjum sýnst hvað í samskiptum okkar við þessi fyrirtæki. Einnig verð ég að benda á, að þessi sömu fyrirtæki eru ráðin til þess að gefa einkunnir og eða mat á lánshæfni á nýjum útgáfum hjá bönkum og verðbréfafyrirtækjum á skuldabréfum og öðrum verðbréfum sem bankar fara með í sölu. Þegar það er gert er, þá er kostnaðurinn iðulega settur inn í verðið og kúnninn situr uppi með kostnaðinn, án þess þó að vita af því. Ef bönkum var bent á af matsfyrirtækjunum að viðkomandi útgáfa væri hugsanlega of áhættusöm geta bankarnir keypt sér tryggingu hjá hinum ýmsu tryggingarfyrirtækjum sem selja slíka tryggingu og áhættan er minnkuð. Einnig er bönkum boðið að kaupa alls konar aukadót eins og rannsóknarvinnu, gagnabankaþjónustu, tölvuforrit og aðrar upplýsingar á uppsprengdu verði. þetta er kallað í bankaheiminum „soft money" sem útleggst á góðri íslensku mútur. Í dag er lánshæfismat þjóðarinnar lágt og þá eigum við að nota tækifærið og kaupa upp skuldir okkar erlendis á djúpum afslætti. Ef að stjórnvöld aftur á móti hafa miklar áhyggjur af lánshæfismati íslensku þjóðarinnar, vil ég benda þeim á að panta fund hjá þessum matsfyrirtækjum og byrja að borga fyrir góðar einkunnir ef þeir kæra sig um. Moody"s, S&P og Fitch Ratings myndu koma með fyrstu flugvél, því þeir hafa jú misst eitthvað úr aski sínum. Meginreglan er sú, að sá sem hefur bestu glærugerðarmennina og stærsta efnahagsreikninginn fær hæstu einkunn eins og gamla Kaupþing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þessi ofangreindu matsfyrirtæki gefa skuldabréfum, fjármálaafurðum, fyrirtækjum, bönkum ,ríkjum o.s.frv. matseinkunnir. Öll þessi matsfyrirtæki eiga sameiginlegt að vera rekinn fyrir hámarksávöxtun hluthafa sinna og eru hlutafélög á almennum hlutabréfamarkaði. Moody"s Corp er skráð á New York Stock Exchange (NYSE). Standard & Poors er partur af McGraw Hill Companies, útgáfurisans sem gefur m.a. út BusinessWeek. McGraw Hill er einnig skráð á New York Stock Exchange (NYSE). Fitch Ratings er í meirihluta eigu Fimalacs, sem er skráð á kauphöllina í París. Hvernig vinna þessi matsfyrirtæki og fyrir hverja? Matsfyrirtækin vinna eftir pöntunum, þ.a.l. fyrir alla sem vilja kaupa sér mat eða eikunn á einhverju. Þessi matsfyrirtæki leggja einkunnir á þjóðir og sjálfstæð ríki. Hver borgar fyrir það? Bankarnir okkar þrír sem fóru rúllandi á hausinn í október 2008 voru með öll þessi fyrirtæki í vinnu og borguðu matsfyrirtækjunum þremur hundruð milljóna á ári undanfarin ár, fyrir góðar einkunnir. Af hverju vöruðu ekki þessi fyrirtæki heimsbyggðina við þessum íslensku bönkum í tæka tíð? Gaman væri að fá að sjá sundurliðaðan reikning frá þeim fyrir íslensku bankana undanfarin 5 ár. Þessi þrjú matsfyrirtæki vinna fyrir OECD, ESB og öll lönd innan ESB. Einnig vinna öll matsfyrirtækin fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þannig að nú getur hverjum sýnst hvað í samskiptum okkar við þessi fyrirtæki. Einnig verð ég að benda á, að þessi sömu fyrirtæki eru ráðin til þess að gefa einkunnir og eða mat á lánshæfni á nýjum útgáfum hjá bönkum og verðbréfafyrirtækjum á skuldabréfum og öðrum verðbréfum sem bankar fara með í sölu. Þegar það er gert er, þá er kostnaðurinn iðulega settur inn í verðið og kúnninn situr uppi með kostnaðinn, án þess þó að vita af því. Ef bönkum var bent á af matsfyrirtækjunum að viðkomandi útgáfa væri hugsanlega of áhættusöm geta bankarnir keypt sér tryggingu hjá hinum ýmsu tryggingarfyrirtækjum sem selja slíka tryggingu og áhættan er minnkuð. Einnig er bönkum boðið að kaupa alls konar aukadót eins og rannsóknarvinnu, gagnabankaþjónustu, tölvuforrit og aðrar upplýsingar á uppsprengdu verði. þetta er kallað í bankaheiminum „soft money" sem útleggst á góðri íslensku mútur. Í dag er lánshæfismat þjóðarinnar lágt og þá eigum við að nota tækifærið og kaupa upp skuldir okkar erlendis á djúpum afslætti. Ef að stjórnvöld aftur á móti hafa miklar áhyggjur af lánshæfismati íslensku þjóðarinnar, vil ég benda þeim á að panta fund hjá þessum matsfyrirtækjum og byrja að borga fyrir góðar einkunnir ef þeir kæra sig um. Moody"s, S&P og Fitch Ratings myndu koma með fyrstu flugvél, því þeir hafa jú misst eitthvað úr aski sínum. Meginreglan er sú, að sá sem hefur bestu glærugerðarmennina og stærsta efnahagsreikninginn fær hæstu einkunn eins og gamla Kaupþing.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar