Helgi Áss Grétarsson: Norræna ofveiðisamfélagið 30. apríl 2010 09:18 Í hugmyndaheimi margra Íslendinga er undirrót alls ills í samfélaginu það fyrirkomulag sem við lýði hefur verið við stjórn fiskveiða sl. tvo áratugi. Ófáir hafa haldið því fram að þangað eigi efnahagshrunið rót sína að rekja. Upptaka fiskveiðistjórnkerfisins hafi ýtt til hliðar því samfélagi sem grundvallaðist á norrænum gildum um velferð og jöfnuð. Þessi einfalda söguskoðun var í megindráttum sett fram í pistli Guðmundar Andra Thorssonar sem birtist í Fréttablaðinu 26. apríl sl., og þótt hún eigi sér marga fylgjendur þá er hún að mínu mati fjarstæðukennd. Fyrir þessu eru margvíslegar ástæður en hér verða eingöngu fáeinar nefndar.VeiðimannasamfélagiðUm margra áratuga skeið gekk efnahagslíf Íslendinga út á það að veitt yrði sem mest. Gífurlegum fjárhæðum var varið í að byggja upp atvinnutæki í sjávarútvegi sem engin þörf var fyrir. Með þessu átti að skapa atvinnu vítt og breitt um landið án þess að nokkur innstæða væri fyrir því. Undirstöður hagkerfisins voru reistar á því að ávallt yrði veitt meira og meira af fiski, sama hvaða ráð fiskifræðingar reiddu fram um þolmörk auðlindarinnar. Í krafti ofnýtingarinnar á fiskveiðiauðlindinni og rangri skráningu á gengi gjaldmiðilsins var hægt að halda uppi fölskum lífskjörum á Íslandi um langt skeið. Á þessum grundvelli voru laun almennings hækkuð en sú ráðstöfun lækkaði laun sjómanna miðað við aðrar stéttir í samfélaginu. Samtök þeirra vildu því að hið miðstýrða fiskverð yrði hækkað. Þegar látið var undan þeirra kröfum þurfti að fella gengið til að útflytjendur sjávarafurða gætu rekið sína starfsemi. Eftir að gengið hafði verið fellt stóðu launamenn frammi fyrir síhækkandi verðbólgu. Því fóru samtök þeirra fram á hærri laun til handa umbjóðendum sínum og sama hringrásin hófst, laun á almennum vinnumarkaði voru hækkuð, fiskverð var hækkað, gengið fellt og óðaverðbólgan hélt áfram.Að forðast hrunFramangreindur vítahringur var augljóslega til staðar á tímabilinu 1970-1990 og að nokkru leyti einnig fyrir þann tíma. Árið 1990 var gripið til nauðsynlegra en róttækra aðgerða til að stöðva þessa þróun. Þetta var gert aðallega með tvennum hætti. Annars vegar voru gerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði sem voru til þess fallnir að ná tökum á verðbólgunni. Hins vegar komu fiskveiðistjórnunarlög til framkvæmda 1. janúar 1991 sem áttu að stuðla að virkari fiskvernd og aðlaga afkastagetu fiskiskipastólsins að afrakstursgetu nytjastofna. Á tíunda áratug síðustu aldar var þessum skipulagsbreytingum fylgt eftir og þannig var styrkari stoðum rennt undir atvinnulífið á Íslandi. Þetta stuðlaði m.a. að því að um aldamótin stóð efnahagslíf Íslendinga að mestu leyti í blóma, hið opinbera skuldaði lítið, atvinnuleysi var takmarkað og nýjar atvinnugreinar voru að spretta úr grasi. Það er hins vegar augljóst nú að á árunum sem eftir komu var illa spilað úr þessari góðu stöðu.Uppgjör við fortíðinaNú á tímum uppgjörs mættu álitsgjafar taka sig til og reyna að skilja betur þá þræði sem haldið hafa íslensku samfélaginu gangandi um margra áratuga skeið. Sé það gert kemur í ljós að Ísland var veiðimannasamfélag sem um langt skeið var fjármagnað með ofveiði og þeirri tiltrú að sjávarútvegur sem rekinn væri á núlli gæti haldið uppi atvinnustigi úti um allt land. Þessu þurfti að breyta ellegar blasti við hrun.Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til við stjórn fiskveiða sl. tvo áratugi hafa verið sársaukafullar fyrir marga - en hefðum við viljað að ekkert hefði verið gert, rétt eins og árin fyrir efnahagshrunið í október 2008? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í hugmyndaheimi margra Íslendinga er undirrót alls ills í samfélaginu það fyrirkomulag sem við lýði hefur verið við stjórn fiskveiða sl. tvo áratugi. Ófáir hafa haldið því fram að þangað eigi efnahagshrunið rót sína að rekja. Upptaka fiskveiðistjórnkerfisins hafi ýtt til hliðar því samfélagi sem grundvallaðist á norrænum gildum um velferð og jöfnuð. Þessi einfalda söguskoðun var í megindráttum sett fram í pistli Guðmundar Andra Thorssonar sem birtist í Fréttablaðinu 26. apríl sl., og þótt hún eigi sér marga fylgjendur þá er hún að mínu mati fjarstæðukennd. Fyrir þessu eru margvíslegar ástæður en hér verða eingöngu fáeinar nefndar.VeiðimannasamfélagiðUm margra áratuga skeið gekk efnahagslíf Íslendinga út á það að veitt yrði sem mest. Gífurlegum fjárhæðum var varið í að byggja upp atvinnutæki í sjávarútvegi sem engin þörf var fyrir. Með þessu átti að skapa atvinnu vítt og breitt um landið án þess að nokkur innstæða væri fyrir því. Undirstöður hagkerfisins voru reistar á því að ávallt yrði veitt meira og meira af fiski, sama hvaða ráð fiskifræðingar reiddu fram um þolmörk auðlindarinnar. Í krafti ofnýtingarinnar á fiskveiðiauðlindinni og rangri skráningu á gengi gjaldmiðilsins var hægt að halda uppi fölskum lífskjörum á Íslandi um langt skeið. Á þessum grundvelli voru laun almennings hækkuð en sú ráðstöfun lækkaði laun sjómanna miðað við aðrar stéttir í samfélaginu. Samtök þeirra vildu því að hið miðstýrða fiskverð yrði hækkað. Þegar látið var undan þeirra kröfum þurfti að fella gengið til að útflytjendur sjávarafurða gætu rekið sína starfsemi. Eftir að gengið hafði verið fellt stóðu launamenn frammi fyrir síhækkandi verðbólgu. Því fóru samtök þeirra fram á hærri laun til handa umbjóðendum sínum og sama hringrásin hófst, laun á almennum vinnumarkaði voru hækkuð, fiskverð var hækkað, gengið fellt og óðaverðbólgan hélt áfram.Að forðast hrunFramangreindur vítahringur var augljóslega til staðar á tímabilinu 1970-1990 og að nokkru leyti einnig fyrir þann tíma. Árið 1990 var gripið til nauðsynlegra en róttækra aðgerða til að stöðva þessa þróun. Þetta var gert aðallega með tvennum hætti. Annars vegar voru gerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði sem voru til þess fallnir að ná tökum á verðbólgunni. Hins vegar komu fiskveiðistjórnunarlög til framkvæmda 1. janúar 1991 sem áttu að stuðla að virkari fiskvernd og aðlaga afkastagetu fiskiskipastólsins að afrakstursgetu nytjastofna. Á tíunda áratug síðustu aldar var þessum skipulagsbreytingum fylgt eftir og þannig var styrkari stoðum rennt undir atvinnulífið á Íslandi. Þetta stuðlaði m.a. að því að um aldamótin stóð efnahagslíf Íslendinga að mestu leyti í blóma, hið opinbera skuldaði lítið, atvinnuleysi var takmarkað og nýjar atvinnugreinar voru að spretta úr grasi. Það er hins vegar augljóst nú að á árunum sem eftir komu var illa spilað úr þessari góðu stöðu.Uppgjör við fortíðinaNú á tímum uppgjörs mættu álitsgjafar taka sig til og reyna að skilja betur þá þræði sem haldið hafa íslensku samfélaginu gangandi um margra áratuga skeið. Sé það gert kemur í ljós að Ísland var veiðimannasamfélag sem um langt skeið var fjármagnað með ofveiði og þeirri tiltrú að sjávarútvegur sem rekinn væri á núlli gæti haldið uppi atvinnustigi úti um allt land. Þessu þurfti að breyta ellegar blasti við hrun.Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til við stjórn fiskveiða sl. tvo áratugi hafa verið sársaukafullar fyrir marga - en hefðum við viljað að ekkert hefði verið gert, rétt eins og árin fyrir efnahagshrunið í október 2008?
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun