Lilja Mósesdóttir: Að ganga í takt 28. apríl 2010 09:09 Í fréttaskýringu Kolbeins Óttarssonar Proppé í Fréttablaðinu 22. apríl er ég sérstaklega tekin út í umfjöllun um „ófriðarbál“ innan VG og þess getið að ég gangi í litlum takti við aðra í þingflokknum. Fréttaflutningur Kolbeins veldur mér vonbrigðum því stutt er síðan út kom skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis, þar sem ítarlega er gerð grein fyrir hörmulegum afleiðingum foringjaræðis og heraga innan ríkisstjórnarflokka. Von mín um að við myndum sem þjóð taka til okkar eitthvað af þeim lærdómi sem draga má af því sem afvega fór og leiddi til falls bankanna dofnaði við lestur fréttaskýringarinnar. Enn og aftur á að einangra einstaklinga pólitískt sem ekki undirgangast oddvitaræði íslenskra stjórnmála. Við megum ekki láta slíkt viðgangast lengur og eigum að leggja rækt við skoðanaskipti og lýðræðisleg vinnubrögð í íslenskum stjórnmálum.Gegn foringjaræðiÍ siðferðisskýrslu rannsóknarnefndarinnar segir m.a. að „Íslensk stjórnmálamenning er vanþroskuð og einkennist af miklu valdi ráðherra og oddvita stjórnarflokkanna. Þingið rækir illa umræðuhlutverk sitt vegna ofuráherslu á kappræðu þar sem þekking og rökræður víkja fyrir hernaðarlist og valdaklækjum“ (bls. 184, bindi 8). Ég tek undir þessa gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu, þar sem hún samræmist því miður reynslu minni af þingmannsstarfinu síðastliðið ár. Ástæða þess að ég ákvað að skipta um starfsvettvang og taka þátt í pólitík var til þess að berjast fyrir endurreisn íslensks samfélags á forsendum almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna. Ég valdi mér stjórnmálaflokk sem hefur á stefnuskrá sinni að byggja upp lýðræðislegt og réttlátt þjóðskipulag. Stefna flokksins hefur fram til þessa verið mér kærari en hlýðni við forystuna, enda gekk ég ekki til liðs við ákveðna einstaklinga. Við erum mörg í VG sem höfum þessa afstöðu og höfum verið óhrædd við að gagnrýna forystuna fyrir að beita ólýðræðislegum vinnubrögðum og innleiða aðgerðir sem ekki samrýmast stefnu flokksins. Þessi gagnrýni hefur ekki aðeins átt sér stað í þingflokki VG heldur einnig á flokksráðsfundum. Sem betur fer eru lýðræðisöflin enn sterk í VG. Þetta vita þeir sem til þekkja og blaðamenn sem eru vandir að virðingu sinni og kynna sér allar hliðar málsins.Norrænt réttlætiMér fannst eins og fjölmörgum öðrum VG-félögum ámælisvert að forysta stjórnarflokkanna reyndu að keyra Icesave-samninginn í gegnum ríkisstjórnarflokkana án þess að þingflokkurinn fengi tækifæri til að lesa hann þegar málið kom upp í júní á síðasta ári. Viljayfirlýsingar ríkisstjórnarinnar, sem eru ekkert annað en loforð um stefnu og aðgerðir ríkisstjórnarflokkanna, hafa verið sendar AGS án þess að þær hafi verið bornar undir stjórnarflokkana. Ég hef ítrekað gagnrýnt aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að taka á skuldavanda heimilanna fyrir að vera í anda frjálshyggju en ekki norræns velferðarkerfis. Fátækrastimpilinn er hafinn á loft og aðeins þeir sem bankarnir og dómskerfið segja að þurfi á aðstoð að halda fá hana en ekki allir þeir sem nú sitja uppi með stökkbreytt lán. Eitt helsta einkenni norræna velferðarkerfisins er að aðgerðir eru fyrir alla og síðan er skattkerfið notað til að ná til baka frá þeim sem ekki þurfa á aðstoð að halda. Ef almennar aðgerðir duga ekki, þá er gripið til sértækra aðgerða.„Ófriðarbálið“ svokallaða er tendrað af þeim sem ganga ekki í takt við stefnu VG og vilja að þaggað sé niður í gagnrýnisröddum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í fréttaskýringu Kolbeins Óttarssonar Proppé í Fréttablaðinu 22. apríl er ég sérstaklega tekin út í umfjöllun um „ófriðarbál“ innan VG og þess getið að ég gangi í litlum takti við aðra í þingflokknum. Fréttaflutningur Kolbeins veldur mér vonbrigðum því stutt er síðan út kom skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis, þar sem ítarlega er gerð grein fyrir hörmulegum afleiðingum foringjaræðis og heraga innan ríkisstjórnarflokka. Von mín um að við myndum sem þjóð taka til okkar eitthvað af þeim lærdómi sem draga má af því sem afvega fór og leiddi til falls bankanna dofnaði við lestur fréttaskýringarinnar. Enn og aftur á að einangra einstaklinga pólitískt sem ekki undirgangast oddvitaræði íslenskra stjórnmála. Við megum ekki láta slíkt viðgangast lengur og eigum að leggja rækt við skoðanaskipti og lýðræðisleg vinnubrögð í íslenskum stjórnmálum.Gegn foringjaræðiÍ siðferðisskýrslu rannsóknarnefndarinnar segir m.a. að „Íslensk stjórnmálamenning er vanþroskuð og einkennist af miklu valdi ráðherra og oddvita stjórnarflokkanna. Þingið rækir illa umræðuhlutverk sitt vegna ofuráherslu á kappræðu þar sem þekking og rökræður víkja fyrir hernaðarlist og valdaklækjum“ (bls. 184, bindi 8). Ég tek undir þessa gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu, þar sem hún samræmist því miður reynslu minni af þingmannsstarfinu síðastliðið ár. Ástæða þess að ég ákvað að skipta um starfsvettvang og taka þátt í pólitík var til þess að berjast fyrir endurreisn íslensks samfélags á forsendum almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna. Ég valdi mér stjórnmálaflokk sem hefur á stefnuskrá sinni að byggja upp lýðræðislegt og réttlátt þjóðskipulag. Stefna flokksins hefur fram til þessa verið mér kærari en hlýðni við forystuna, enda gekk ég ekki til liðs við ákveðna einstaklinga. Við erum mörg í VG sem höfum þessa afstöðu og höfum verið óhrædd við að gagnrýna forystuna fyrir að beita ólýðræðislegum vinnubrögðum og innleiða aðgerðir sem ekki samrýmast stefnu flokksins. Þessi gagnrýni hefur ekki aðeins átt sér stað í þingflokki VG heldur einnig á flokksráðsfundum. Sem betur fer eru lýðræðisöflin enn sterk í VG. Þetta vita þeir sem til þekkja og blaðamenn sem eru vandir að virðingu sinni og kynna sér allar hliðar málsins.Norrænt réttlætiMér fannst eins og fjölmörgum öðrum VG-félögum ámælisvert að forysta stjórnarflokkanna reyndu að keyra Icesave-samninginn í gegnum ríkisstjórnarflokkana án þess að þingflokkurinn fengi tækifæri til að lesa hann þegar málið kom upp í júní á síðasta ári. Viljayfirlýsingar ríkisstjórnarinnar, sem eru ekkert annað en loforð um stefnu og aðgerðir ríkisstjórnarflokkanna, hafa verið sendar AGS án þess að þær hafi verið bornar undir stjórnarflokkana. Ég hef ítrekað gagnrýnt aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að taka á skuldavanda heimilanna fyrir að vera í anda frjálshyggju en ekki norræns velferðarkerfis. Fátækrastimpilinn er hafinn á loft og aðeins þeir sem bankarnir og dómskerfið segja að þurfi á aðstoð að halda fá hana en ekki allir þeir sem nú sitja uppi með stökkbreytt lán. Eitt helsta einkenni norræna velferðarkerfisins er að aðgerðir eru fyrir alla og síðan er skattkerfið notað til að ná til baka frá þeim sem ekki þurfa á aðstoð að halda. Ef almennar aðgerðir duga ekki, þá er gripið til sértækra aðgerða.„Ófriðarbálið“ svokallaða er tendrað af þeim sem ganga ekki í takt við stefnu VG og vilja að þaggað sé niður í gagnrýnisröddum.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar