Sjálfstæðisflokkur geri upp Svavar Gestsson skrifar 4. ágúst 2010 06:00 Ingvi Hrafn Jónsson rekur skemmtilega sjónvarpsstöð; í þeim skilningi að þar er sitt hvað fyndið. Eitt af því eru samansúrraðir blótpistlar um allt milli himins og jarðar nema Sjálfstæðisflokkinn; hverju guð forði. Stundum hefur hann í kringum sig menn sem hneigja sig og brosa við honum í annars fátæklegri upptökunni. Undirritaður viðurkennir að hann horfir næstum aldrei á þessa þætti; tekur annað fram yfir á sólardögunum við Breiðafjörð um þessar mundir. Undirritaður sá hins vegar í þátt sem Ingvi stjórnaði á dögunum þar sem þrír svartklæddir menn sátu og dáðust að honum. Í þættinum veittist Ingvi harkalega að ríkisstjórninni, einkum vinstri grænum, og tókst meira að segja í leiðinni að ávarpa vesaling minn. Átta ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa verið í Alþýðubandalaginu! Úff. Ég hef reyndar lengi haldið því fram að Alþýðubandalagið hafi verið besti flokkur síðustu aldar og staðfestist það með þessu mannvali á ráðherrastólum eins og kunnugt er. En tilefni þessara skrifa er ekki þetta heldur hitt að aftur og aftur kölluðu þeir sem komu fram í þættinum sig frjálshyggjumenn. Ég hélt satt að segja að það væri skammaryrði nú til dags. Og það er reyndar tilefni þessa pistils: Er frjálshyggja ekki skammaryrði á Íslandi? Er í lagi að styðja frjálshyggjuna sem lagði Ísland í rúst fyrir aðeins örfáum misserum? Eins þarf Sjálfstæðisflokkurinn að gera upp við frjálshyggjuna. Í nefndum hrafnaþætti voru tveir alþingismenn; þeir mótmæltu því ekki að Sjálfstæðisflokkurinn byggði enn á frjálshyggjunni. Það leiðir hugann að nauðsyn þess að flokkurinn geri upp við frjálshyggjuna. Það er háskalegt að leiða Sjálfstæðisflokkinn aftur til valda ef frjálshyggjan er enn þá trúarsetning þar á bæ. Er það svo? Enn er það svo að Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins í mörgum skoðanakönnunum. Fyrir skömmu birtist enn ein könnunin þar sem flokkurinn hefur lykilstöðu. Samkvæmt henni gæti hann myndað ríkisstjórn með tveimur flokkum án stuðnings þess þriðja. Mikill fjöldi traustra og heiðarlegra einstaklinga er meðal flokksmanna í Sjálfstæðisflokknum og jafnvel í forystu. Þetta fólk vill ekki vera frjálshyggjufólk. Það telur að frjálshyggjan hafi leitt hræðilegan ófarnað yfir þjóðina. Það veit sem er að það var hugmyndafræði ofurfrelsisins sem kom Íslandi á hnén. Þökk sé Ingva Hrafni Jónssyni fyrir að vekja athygli á þessi alvarlega vandamáli. Kannski að hann stýri uppgjörinu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Sjá meira
Ingvi Hrafn Jónsson rekur skemmtilega sjónvarpsstöð; í þeim skilningi að þar er sitt hvað fyndið. Eitt af því eru samansúrraðir blótpistlar um allt milli himins og jarðar nema Sjálfstæðisflokkinn; hverju guð forði. Stundum hefur hann í kringum sig menn sem hneigja sig og brosa við honum í annars fátæklegri upptökunni. Undirritaður viðurkennir að hann horfir næstum aldrei á þessa þætti; tekur annað fram yfir á sólardögunum við Breiðafjörð um þessar mundir. Undirritaður sá hins vegar í þátt sem Ingvi stjórnaði á dögunum þar sem þrír svartklæddir menn sátu og dáðust að honum. Í þættinum veittist Ingvi harkalega að ríkisstjórninni, einkum vinstri grænum, og tókst meira að segja í leiðinni að ávarpa vesaling minn. Átta ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa verið í Alþýðubandalaginu! Úff. Ég hef reyndar lengi haldið því fram að Alþýðubandalagið hafi verið besti flokkur síðustu aldar og staðfestist það með þessu mannvali á ráðherrastólum eins og kunnugt er. En tilefni þessara skrifa er ekki þetta heldur hitt að aftur og aftur kölluðu þeir sem komu fram í þættinum sig frjálshyggjumenn. Ég hélt satt að segja að það væri skammaryrði nú til dags. Og það er reyndar tilefni þessa pistils: Er frjálshyggja ekki skammaryrði á Íslandi? Er í lagi að styðja frjálshyggjuna sem lagði Ísland í rúst fyrir aðeins örfáum misserum? Eins þarf Sjálfstæðisflokkurinn að gera upp við frjálshyggjuna. Í nefndum hrafnaþætti voru tveir alþingismenn; þeir mótmæltu því ekki að Sjálfstæðisflokkurinn byggði enn á frjálshyggjunni. Það leiðir hugann að nauðsyn þess að flokkurinn geri upp við frjálshyggjuna. Það er háskalegt að leiða Sjálfstæðisflokkinn aftur til valda ef frjálshyggjan er enn þá trúarsetning þar á bæ. Er það svo? Enn er það svo að Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins í mörgum skoðanakönnunum. Fyrir skömmu birtist enn ein könnunin þar sem flokkurinn hefur lykilstöðu. Samkvæmt henni gæti hann myndað ríkisstjórn með tveimur flokkum án stuðnings þess þriðja. Mikill fjöldi traustra og heiðarlegra einstaklinga er meðal flokksmanna í Sjálfstæðisflokknum og jafnvel í forystu. Þetta fólk vill ekki vera frjálshyggjufólk. Það telur að frjálshyggjan hafi leitt hræðilegan ófarnað yfir þjóðina. Það veit sem er að það var hugmyndafræði ofurfrelsisins sem kom Íslandi á hnén. Þökk sé Ingva Hrafni Jónssyni fyrir að vekja athygli á þessi alvarlega vandamáli. Kannski að hann stýri uppgjörinu?
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun