Fótbolti

Ronaldo verður með Real Madrid um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo í fyrsta leik tímabilsins á móti Mallorca.
Cristiano Ronaldo í fyrsta leik tímabilsins á móti Mallorca. Mynd/AFP
Cristiano Ronaldo, framherji Real Madrid, er klár í slaginn með Real Madrid um helgina en hann hefur verið frá síðan í loka ágúst vegna ökklameiðsla.

Ronaldo mun spila á móti Osasuna á morgun en hann gat ekki tekið þátt í landsleikjum Portúgala í undankeppni EM vegna meiðsla sem hann varð fyrir í fyrsta leik Real Madrid á tímabilinu.

Cristiano Ronaldo og félagar í liði Real eiga enn eftir að opna markareikning sinn á tímabilinu eftir að liðið gerði markalaust jafntefli á útivelli á móti Real Mallorca í fyrsta deildarleiknum undir stjórn Jose Mourinho.

Leikurinn við Osasuna á morgun er líka tímamótaleikur því þetta verður fyrsti leikur Real Madrid á Santiago Bernabeu undir stjórn Mourinho.

Ronaldo hafði sett stefnuna á það að ná leiknum á móti Ajax í Meistaradeildinni í næstu viku en Real Madrid ætlar greinilega að gera allt til þess að liðið byrji vel á Bernabeu á þessu tímabili og því er stærsta stjarna liðsins látin spila leikinn sem er í beinni á Stöð 2 Sport 3 klukkan 18.00 á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×