Jakob Frímann Magnússon: Vörðum leiðina að manneskjulegra samfélagi 12. maí 2010 09:37 Bergsteinn Sigurðsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, fjallaði í gær um grein mína í sama blaði sl. laugardag. Hann fór þó á svig við kjarna gagnrýni minnar. Sú gagnrýni lýtur ekki að handtöku tiltekinna einstaklinga heldur að munstri sem einkennist af markvissri og vaxandi fjölmiðlasækni opinberra embættismanna á frumstigum ákæru- og dómsmála. Slíka þróun tel ég varhugaverða og lítt til sóma í okkar fámenna íslenska samfélagi. Sérstaklega er mikilvægt að embættismenn haldi haus við þær óvenjulegu aðstæður sem nú ríkja. Þó að dæmi sl. helgar sé nýjasta tilvikið þá nefni ég einnig önnur frá fyrri tíð. Af nógu er að taka. Bent skal á að nota hefði mátt bílakjallara saksóknarahússins sl.föstudag, ef ekki hefði staðið vilji til mikils uppsláttar eins og raun varð á. Ég tel að allir rannsakendur séu á villigötum sem á undanförnum mánuðum og misserum hafa efnt til sérstakra blaðamannafunda til að skýra frá fyrirætlunum sínum varðandi tilgreinda einstaklinga sem ekki hefur verið hafin opinber rannsókn á, hvað þá ákæru- né dómstólaferli. Slíkt mætti e.t.v. skýra sem viðbrögð við óþreyju í samfélagi þar sem enginn embættismaður eða stjórnmálamaður, hefur enn stigið fram og axlað ábyrgð með viðeigandi hætti á sínum þætti í orsökum hrunsins eins og vænta hefði mátt og tíðkast mundi í nágrannalöndunum. Einnig kann að koma til mannleg viðleitni rannsakendanna sjálfra til að vekja athygli yfirmanna og annarra á dugnaði sínum eða myndugleik enda munu slíkir fundir ávallt hljóta rými í fjölmiðlum þjóðar sem þyrstir eftir því að einhver axli ábyrgð á þeim þrúgandi vanda sem íslenskur almenningur þarf að glíma við. Framangreind vinnubrögð eru hins vegar að mínu mati algerlega ótímabær og óviðeigandi, sama hver í hlut á, þar til dómur er upp kveðinn og fyrir liggur ótvíræð sekt þess er í hlut á. Í þeim fyrstu skrefum sem nú er verið að stíga til að fullnægja réttlætinu er mikilvægt að varast allt sem minnir á vinnubrögð í Geirfinnsmáli, Hafskipsmáli eða öðrum blygðunarefnum réttarsögu okkar. Séu menn vissir um að þeir séu á réttri braut, ber þeim að hafna óþarfa sjónarspili, halda sínu striki og ljúka tilætluðum verkum. Hver sem í hlut á. Þannig vinnubrögð munu auka traust og virðingu á rannsóknarmönnum. Þau eru skv. gildandi lögum og varða leiðina að ábyrgara en fyrst og fremst manneskjulegra samfélagi. Hið síðastnefnda er e.t.v. það mikilvægasta af öllu, í því erfiða og dapurlega ferli sem nú er hafið. *Tekið skal fram að greinin speglar einungis persónulega skoðun höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Bergsteinn Sigurðsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, fjallaði í gær um grein mína í sama blaði sl. laugardag. Hann fór þó á svig við kjarna gagnrýni minnar. Sú gagnrýni lýtur ekki að handtöku tiltekinna einstaklinga heldur að munstri sem einkennist af markvissri og vaxandi fjölmiðlasækni opinberra embættismanna á frumstigum ákæru- og dómsmála. Slíka þróun tel ég varhugaverða og lítt til sóma í okkar fámenna íslenska samfélagi. Sérstaklega er mikilvægt að embættismenn haldi haus við þær óvenjulegu aðstæður sem nú ríkja. Þó að dæmi sl. helgar sé nýjasta tilvikið þá nefni ég einnig önnur frá fyrri tíð. Af nógu er að taka. Bent skal á að nota hefði mátt bílakjallara saksóknarahússins sl.föstudag, ef ekki hefði staðið vilji til mikils uppsláttar eins og raun varð á. Ég tel að allir rannsakendur séu á villigötum sem á undanförnum mánuðum og misserum hafa efnt til sérstakra blaðamannafunda til að skýra frá fyrirætlunum sínum varðandi tilgreinda einstaklinga sem ekki hefur verið hafin opinber rannsókn á, hvað þá ákæru- né dómstólaferli. Slíkt mætti e.t.v. skýra sem viðbrögð við óþreyju í samfélagi þar sem enginn embættismaður eða stjórnmálamaður, hefur enn stigið fram og axlað ábyrgð með viðeigandi hætti á sínum þætti í orsökum hrunsins eins og vænta hefði mátt og tíðkast mundi í nágrannalöndunum. Einnig kann að koma til mannleg viðleitni rannsakendanna sjálfra til að vekja athygli yfirmanna og annarra á dugnaði sínum eða myndugleik enda munu slíkir fundir ávallt hljóta rými í fjölmiðlum þjóðar sem þyrstir eftir því að einhver axli ábyrgð á þeim þrúgandi vanda sem íslenskur almenningur þarf að glíma við. Framangreind vinnubrögð eru hins vegar að mínu mati algerlega ótímabær og óviðeigandi, sama hver í hlut á, þar til dómur er upp kveðinn og fyrir liggur ótvíræð sekt þess er í hlut á. Í þeim fyrstu skrefum sem nú er verið að stíga til að fullnægja réttlætinu er mikilvægt að varast allt sem minnir á vinnubrögð í Geirfinnsmáli, Hafskipsmáli eða öðrum blygðunarefnum réttarsögu okkar. Séu menn vissir um að þeir séu á réttri braut, ber þeim að hafna óþarfa sjónarspili, halda sínu striki og ljúka tilætluðum verkum. Hver sem í hlut á. Þannig vinnubrögð munu auka traust og virðingu á rannsóknarmönnum. Þau eru skv. gildandi lögum og varða leiðina að ábyrgara en fyrst og fremst manneskjulegra samfélagi. Hið síðastnefnda er e.t.v. það mikilvægasta af öllu, í því erfiða og dapurlega ferli sem nú er hafið. *Tekið skal fram að greinin speglar einungis persónulega skoðun höfundar.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun