Reynir Sigurðsson: Kosningabarátta í boði Reykjanesbæjar 14. maí 2010 11:24 Nú er mælirinn fullur. Nýútkominn glansbæklingur Sjálfstæðisflokksins er kostaður af útsvarsgreiðendum í Reyknesbæ. Svo gott sem allar myndirnar sem í honum eru hafa áður birst í kynningar og upplýsingaefni Reykjanesbæjar. Ekki þarf annað en renna yfir bæklinginn. Þetta sér hver hugsandi maður. Á erfiðum tímum þegar kennurum er gert að fara sparlega með pappír og strangar reglur gilda um ljósritun efnis fyrir börnin okkar fáum við um lúguna glansbækling frá eignarhaldsfélaginu Fasteign með mynd af bæjarstjóranum. Þetta er meðal þess sem Reykjanesbær stendur undir í formi leigu á skólum og öðrum innviðum samfélagsins sem sólundað var í einkavæðingunni. Við fáum kort af nýja göngustígnum, með mynd af bæjarstjóranum. Okkur er boðið í rútuferðir um bæjarfélagið þar sem bæjarstjórinn er leiðsögumaður og hvert sem maður lítur sér maður myndir af bæjarstjóranum til að auglýsa „íbúafundi“. Hvað er þetta annað en kosningaráróður borgaður af bæjarfélaginu. Er virkilega þannig komið fyrir sjálfstæðisflokknum í Reykjanesbæ að hann skyrrist ekki við að nota almannafé sér til framdráttar í kosningabaráttu? Er siðferðið algjörlega komið á núllpunkt? Svarið er því miður JÁ. Það er nöturlegt í ljósi alls sem á undan er gengið í þjóðfélaginu að sjálfstæðismenn hér í Reykjanesbæ séu enn með höfuðið í sandinum. Neita að opna augun fyrir því að hér átti sér stað hrun sem ekki á sér hliðstæðu á byggðu bóli, jafnvel á heimsvísu. Þrátt fyrir það svífast menn einskis og fara í vasa allra bæjarbúa til að kosta kosningabaráttu sína. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ neitar að taka þátt í að læra af hruninu, læra af skýrslunni. Bankarnir voru rændir innanfrá og það sama hefur gerst í sveitarfélaginu okkar og er enn að gerast. Fyrst voru það skólarnir og íþróttahúsin, svo var það Hitaveitan. Og hverjir fengu stór kúlulán hjá Sparisjóði Keflavíkur áður en hann fór á hausinn? Dómgreindarleysi, siðleysi og vanmáttur Sjálfstæðisflokksins er augljóst. Þurfum við frekari vitna við? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú er mælirinn fullur. Nýútkominn glansbæklingur Sjálfstæðisflokksins er kostaður af útsvarsgreiðendum í Reyknesbæ. Svo gott sem allar myndirnar sem í honum eru hafa áður birst í kynningar og upplýsingaefni Reykjanesbæjar. Ekki þarf annað en renna yfir bæklinginn. Þetta sér hver hugsandi maður. Á erfiðum tímum þegar kennurum er gert að fara sparlega með pappír og strangar reglur gilda um ljósritun efnis fyrir börnin okkar fáum við um lúguna glansbækling frá eignarhaldsfélaginu Fasteign með mynd af bæjarstjóranum. Þetta er meðal þess sem Reykjanesbær stendur undir í formi leigu á skólum og öðrum innviðum samfélagsins sem sólundað var í einkavæðingunni. Við fáum kort af nýja göngustígnum, með mynd af bæjarstjóranum. Okkur er boðið í rútuferðir um bæjarfélagið þar sem bæjarstjórinn er leiðsögumaður og hvert sem maður lítur sér maður myndir af bæjarstjóranum til að auglýsa „íbúafundi“. Hvað er þetta annað en kosningaráróður borgaður af bæjarfélaginu. Er virkilega þannig komið fyrir sjálfstæðisflokknum í Reykjanesbæ að hann skyrrist ekki við að nota almannafé sér til framdráttar í kosningabaráttu? Er siðferðið algjörlega komið á núllpunkt? Svarið er því miður JÁ. Það er nöturlegt í ljósi alls sem á undan er gengið í þjóðfélaginu að sjálfstæðismenn hér í Reykjanesbæ séu enn með höfuðið í sandinum. Neita að opna augun fyrir því að hér átti sér stað hrun sem ekki á sér hliðstæðu á byggðu bóli, jafnvel á heimsvísu. Þrátt fyrir það svífast menn einskis og fara í vasa allra bæjarbúa til að kosta kosningabaráttu sína. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ neitar að taka þátt í að læra af hruninu, læra af skýrslunni. Bankarnir voru rændir innanfrá og það sama hefur gerst í sveitarfélaginu okkar og er enn að gerast. Fyrst voru það skólarnir og íþróttahúsin, svo var það Hitaveitan. Og hverjir fengu stór kúlulán hjá Sparisjóði Keflavíkur áður en hann fór á hausinn? Dómgreindarleysi, siðleysi og vanmáttur Sjálfstæðisflokksins er augljóst. Þurfum við frekari vitna við?
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar