Spurning um raunsæi 19. júní 2010 06:00 Atvinnuleysi á Suðurnesjum er það mesta á landinu öllu. Fjöldi fólks nýtur ekki þeirra sjálfsögðu mannréttinda að geta gengið til vinnu sinnar og séð sér farborða. Það fólk er upp á ríki og sveitarfélög komið með framfærslu sína. Allir sjá að ástandið er alvarlegt og þörf á samstöðu allra. Nú duga hvorki stórkarlalegar yfirlýsingar né heldur leit að hugsanlegum sökudólgum, sem sumir stjórnmálamenn og verkalýðsleiðtogar vilja meina að standi í vegi fyrir framkvæmdum. Nú þarf að finna lausnir sem byggja á stöðunni eins og hún er. Draumóranir geta beðið betri tíma. Öllum á Suðunesjum er ljóst að hér hafa verið gefnar út svonefndar viljayfirlýsingar sem ýtt hafa undir væntingar um betri tíma. Við höfum séð stál-, stól- og spikverksmiðjur koma og fara. Kröftunum, getunni og athyglinni hefur verið dreift svo menn hafa haldið að hér fyndist fyriheitna landið. Það hefur ekki ræst. Nú þurfum við að einbeita okkur og ná samstöðu um þau verkefni sem þó geta orðið að veruleika. Og eru raunhæf. Álver í Helguvík hefur nú í mörg ár verið helsta von Suðurnesjamanna hvað atvinnusköpun varðar. Fyrsti áfangi álversins hefur þegar verið samþykktur og bygging á kerskálum er langt komin. Norðurál segir fjármögnun tryggða. Orkuöflun og orkuverð virðast nú vera helsti hemillinn á veginum. Krafan um tryggingu orku til 360 þúsund tonna álvers setur þar strik í reikninginn. Á þeim kröfum þarf að slaka og betra að sníða sér stakk eftir vexti. Gagnaver á Ásbrú og svonefnt EC-verkefni ásamt ýmsum verkefnum tengdum ferðaþjónustu, virðast við fyrstu sýn vera álitlegustu kostirnir í atvinnumálum. Og eftir miklu að slægjast nái þessi verkefni að verða að veruleika. Öll þau verkefni sem hér hafa verið talin flokkast undir það sem kalla má stórframkvæmdir, og krefjast mikils fjámagns. En við megum ekki gleyma því smáa. Það vekur athygli þegar atvinnumál á Suðurnesjum eru skoðuð að stuðningur við atvinnusköpun minni fyrirtækja á vegum sveitarfélaganna er lítill. Starfsmaður í hlutastarfi sinnir þeim málaflokk á vegum sveitarfélaganna, og atvinnumál í Reykjanesbæ eru vistuð hjá hafnarverðinum. Kadeco sinnir uppbyggingu atvinnulífs á Ásbrú. Hér þarf að gera átak til úrbóta. Leiða saman krafta þeirra sem vinna að atvinnusköpun á Suðurnesjum. Virkja hverja þá góðu hugmynd upp kemur og markvisst gera þær að veruleika. Það er okkur öllum ljóst sem á Suðurnesjum búa að framtíðin er undir okkur komin. Við eigum að hætta að berjast við ímyndaða andstæðinga og leggja okkar mál þannig fram að þau séu raunhæf og í takt við stöðuna. Öðruvísi náum við ekki þeim árangri sem vinnur bug á því atvinnuleysisböli sem hér ríkir. Þetta er ekki spurning um bjartsýni eða kjark. Þetta er spurning um raunsæi og samstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Atvinnuleysi á Suðurnesjum er það mesta á landinu öllu. Fjöldi fólks nýtur ekki þeirra sjálfsögðu mannréttinda að geta gengið til vinnu sinnar og séð sér farborða. Það fólk er upp á ríki og sveitarfélög komið með framfærslu sína. Allir sjá að ástandið er alvarlegt og þörf á samstöðu allra. Nú duga hvorki stórkarlalegar yfirlýsingar né heldur leit að hugsanlegum sökudólgum, sem sumir stjórnmálamenn og verkalýðsleiðtogar vilja meina að standi í vegi fyrir framkvæmdum. Nú þarf að finna lausnir sem byggja á stöðunni eins og hún er. Draumóranir geta beðið betri tíma. Öllum á Suðunesjum er ljóst að hér hafa verið gefnar út svonefndar viljayfirlýsingar sem ýtt hafa undir væntingar um betri tíma. Við höfum séð stál-, stól- og spikverksmiðjur koma og fara. Kröftunum, getunni og athyglinni hefur verið dreift svo menn hafa haldið að hér fyndist fyriheitna landið. Það hefur ekki ræst. Nú þurfum við að einbeita okkur og ná samstöðu um þau verkefni sem þó geta orðið að veruleika. Og eru raunhæf. Álver í Helguvík hefur nú í mörg ár verið helsta von Suðurnesjamanna hvað atvinnusköpun varðar. Fyrsti áfangi álversins hefur þegar verið samþykktur og bygging á kerskálum er langt komin. Norðurál segir fjármögnun tryggða. Orkuöflun og orkuverð virðast nú vera helsti hemillinn á veginum. Krafan um tryggingu orku til 360 þúsund tonna álvers setur þar strik í reikninginn. Á þeim kröfum þarf að slaka og betra að sníða sér stakk eftir vexti. Gagnaver á Ásbrú og svonefnt EC-verkefni ásamt ýmsum verkefnum tengdum ferðaþjónustu, virðast við fyrstu sýn vera álitlegustu kostirnir í atvinnumálum. Og eftir miklu að slægjast nái þessi verkefni að verða að veruleika. Öll þau verkefni sem hér hafa verið talin flokkast undir það sem kalla má stórframkvæmdir, og krefjast mikils fjámagns. En við megum ekki gleyma því smáa. Það vekur athygli þegar atvinnumál á Suðurnesjum eru skoðuð að stuðningur við atvinnusköpun minni fyrirtækja á vegum sveitarfélaganna er lítill. Starfsmaður í hlutastarfi sinnir þeim málaflokk á vegum sveitarfélaganna, og atvinnumál í Reykjanesbæ eru vistuð hjá hafnarverðinum. Kadeco sinnir uppbyggingu atvinnulífs á Ásbrú. Hér þarf að gera átak til úrbóta. Leiða saman krafta þeirra sem vinna að atvinnusköpun á Suðurnesjum. Virkja hverja þá góðu hugmynd upp kemur og markvisst gera þær að veruleika. Það er okkur öllum ljóst sem á Suðurnesjum búa að framtíðin er undir okkur komin. Við eigum að hætta að berjast við ímyndaða andstæðinga og leggja okkar mál þannig fram að þau séu raunhæf og í takt við stöðuna. Öðruvísi náum við ekki þeim árangri sem vinnur bug á því atvinnuleysisböli sem hér ríkir. Þetta er ekki spurning um bjartsýni eða kjark. Þetta er spurning um raunsæi og samstöðu.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun