Alþjóðadagur um sykursýki 11. nóvember 2010 06:00 Miklar framfarir hafa verið í meðferð við sykursýki undanfarna áratugi og þeir sem greinast með sykursýki í dag hafa mun meiri líkur á að lifa góðu lífi en þeir sem greindust um miðja síðustu öld. Á móti kemur að tíðni sykursýki hefur aukist mikið undanfarin ár, svo mikið að Sameinuðu þjóðirnar ákváðu árið 2006 að taka frá einn dag á ári og tileinka hann sykursýki. Ályktun SÞ leggur þær skyldur á þjóðir heims að sameina krafta sína og upplýsa almenning um eina mestu heilbrigðisógn nútímans. Sykursýki er skipt upp í tvo flokka, tegund 1 og 2. Flestir með tegund 1 greinast þegar þeir eru yngri en 20 ára og fljótlega eftir greiningu hættir brisið að framleiða insúlín, því verður fólk háð daglegum skömmtum af insúlíni. Fólk með tegund 2 greinist yfirleitt eldra og er yfirleitt með skerta starfsemi í brisinu. Mismunandi er hvort fólk með tegund 2 þurfi að gefa sér insúlín daglega. Meðferð við báðum tegundum byggist á hollu mataræði, reglulegri hreyfingu og lyfjagjöf. Þeir sem fylgja þessum lífsgildum hafa alla möguleika á að lifa heilbrigðu lífi eins og aðrir. Aukin þjóðfélagsvitund um sykursýki skiptir miklu máli fyrir samfélagið í heild. Bæði til að koma í veg fyrir fáfræði sem getur leitt til ranghugmynda um sykursýki og einnig til að fólk geti brugðist rétt við ef einhver nákominn fær einkenni sykursýki. Rétt viðbrögð byggjast á því að fólk þekki einkennin sem helst eru: Þorsti, tíð þvaglát, þreyta, lystarleysi, þyngdartap. Einkenni vegna tegundar 1 koma fram á nokkrum vikum en þróun einkenna hjá tegund 2 á sér yfirleitt lengri aðdraganda, jafnvel nokkur ár. Ég hvet alla til að taka frá nokkrar mínútur og fræðast um einkenni og meðferð við sykursýki. Það er okkur öllum í hag. Nú stendur yfir átak í tengslum við Alþjóðadaginn 14. nóvember og er hægt að kaupa Bláa hringinn, sem er alþjóðlegt tákn sykursýki, í flestum apótekum til styrktar Samtökum sykursjúkra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Sjá meira
Miklar framfarir hafa verið í meðferð við sykursýki undanfarna áratugi og þeir sem greinast með sykursýki í dag hafa mun meiri líkur á að lifa góðu lífi en þeir sem greindust um miðja síðustu öld. Á móti kemur að tíðni sykursýki hefur aukist mikið undanfarin ár, svo mikið að Sameinuðu þjóðirnar ákváðu árið 2006 að taka frá einn dag á ári og tileinka hann sykursýki. Ályktun SÞ leggur þær skyldur á þjóðir heims að sameina krafta sína og upplýsa almenning um eina mestu heilbrigðisógn nútímans. Sykursýki er skipt upp í tvo flokka, tegund 1 og 2. Flestir með tegund 1 greinast þegar þeir eru yngri en 20 ára og fljótlega eftir greiningu hættir brisið að framleiða insúlín, því verður fólk háð daglegum skömmtum af insúlíni. Fólk með tegund 2 greinist yfirleitt eldra og er yfirleitt með skerta starfsemi í brisinu. Mismunandi er hvort fólk með tegund 2 þurfi að gefa sér insúlín daglega. Meðferð við báðum tegundum byggist á hollu mataræði, reglulegri hreyfingu og lyfjagjöf. Þeir sem fylgja þessum lífsgildum hafa alla möguleika á að lifa heilbrigðu lífi eins og aðrir. Aukin þjóðfélagsvitund um sykursýki skiptir miklu máli fyrir samfélagið í heild. Bæði til að koma í veg fyrir fáfræði sem getur leitt til ranghugmynda um sykursýki og einnig til að fólk geti brugðist rétt við ef einhver nákominn fær einkenni sykursýki. Rétt viðbrögð byggjast á því að fólk þekki einkennin sem helst eru: Þorsti, tíð þvaglát, þreyta, lystarleysi, þyngdartap. Einkenni vegna tegundar 1 koma fram á nokkrum vikum en þróun einkenna hjá tegund 2 á sér yfirleitt lengri aðdraganda, jafnvel nokkur ár. Ég hvet alla til að taka frá nokkrar mínútur og fræðast um einkenni og meðferð við sykursýki. Það er okkur öllum í hag. Nú stendur yfir átak í tengslum við Alþjóðadaginn 14. nóvember og er hægt að kaupa Bláa hringinn, sem er alþjóðlegt tákn sykursýki, í flestum apótekum til styrktar Samtökum sykursjúkra.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar