Er ekki lýðræði í Hafnarfirði? 17. júní 2010 06:00 Það er alveg ljóst að lýðræðið í Hafnarfjarðarbæ er ekki að virka. Gengið var til sveitarstjórnarkosninga, þar sem Samfylkingunni og Lúðvíki Geirssyni bæjarstjóra var hafnað, en SAMT skulu sömu menn sitja áfram í bæjarstjórn með sama bæjarstjóra. Hvað er það sem oddviti vinstri grænna og Samfylkingin skilja ekki? Kröfur kjósenda um breytingar Í Hafnarfirði eru skýrar. Kjörsóknin var dræm eins og raun ber vitni - aðeins 65%, auðir seðlar voru óvenju margir og meirihluti Samfylkingar hélt ekki velli! Það var grátbroslegt að fylgjast með sjálfsþægingu Lúðvíks Geirssonar, fyrrverandi og núverandi bæjarstjóra, í kosningabaráttunni, þar sem hann hélt því fram að kosningarnar í Hafnarfirði snerust um hann. Er það ekki mikillæti að halda þessu fram? Verður maður ekki að vona að kjósendur hafi vit til að kjósa um málefnin og árangur bæjarstjórnarinnar? Ef hins vegar kosningar hefðu snúist um hann eins og hann hélt sjálfur fram, þá hlýtur Lúðvík fyrstur manna að viðurkenna að honum hafi skýrt og skorinort verið HAFNAÐ! Hann bauð sig fram í 6. sætið, fékk ekki kosningu og ætti því að detta úr bæjarstjórn. Í ljósi þessa þá hlýtur maður að spyrja - af hverju kemst Lúðvík í og þiggur bæjarstjórastólinn þrátt fyrir mikið afhroð? Það er líka vert að velta því fyrir sér hvað oddviti vinstri grænna, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, er að hugsa. Af hverju tekur hún ekki bæjarstjórastólinn strax eða lætur hann í hendur þeirra sem hafa verið kosnir til þess? Þarf hún tveggja ára starfskynningu á störfum bæjarstjóra eins og hún hefur haldið fram? Er hún ekki búin að vera í bæjarstjórn í fjögur ár og á því að vera fullkunnugt um það í hverju starf bæjarstjóra felst - að minnsta kosti í grófum dráttum? Ef hún getur ekki lært það á fjórum árum, hvernig getur hún það þá á tveimur? Kannski er hún ekki til þess fallin að taka við þessari stöðu ef hún treystir sér ekki í hana eftir fjögra ára veru í bæjarstjórn. Sérkennileg er einnig sú staða að vinstri grænir skuli hafa aðeins einn bæjarfulltrúa sem kemst í þá oddastöðu að einn af ellefu skuli ráða útkomu bæjarstjórnar? Skynsamlegra hefði verið að ráða ópólitískan bæjarstjóra til að fara þó að minnsta kosti að vilja kjósenda og sýna lýðræðið í verki. Þegar skoðaður er ferill meirihluta Samfylkingar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru ýmsar spurningar sem vakna um ákvarðanir og forgangsröðun. Sveitarfélagið hefur aldrei staðið eins illa fjárhagslega og nú í tíð meirihluta Samfylkingar og því er það kostulegt það sem fram kemur í yfirlýsingu nýja meirihlutans: „Nýi meirihlutinn mun leggja ríka áherslu á að … og tryggja um leið ábyrga fjármálastjórnun." Þetta sama fólk og sami bæjarstjóri var við stjórnvölinn áður, en sérstök eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga hefur haft fjárhagsstöðu sveitarfélagsins undir eftirliti vegna þess að skuldir og skuldbindingar þykja vera úr hófi fram! Því er ekki annað en hægt að velta fyrir sér hæfi oddvita vinstri grænna sem segir í fréttatíma sjónvarps að vegna þess að sveitarfélagið standi svo illa þurfi að koma til reyndur bæjarstjóri! Sem sagt bæjarstjórinn sem borið hefur ábyrgð á fjárhagsstöðu bæjarins. Hefur hún ekki fylgst með hvað hefur verið að gerast í bæjarstjórninni undanfarin fjögur ár, þar sem hún hefur setið? Samfylkingin hefur staðið sig hörmulega í ríkisstjórn og hún hefur staðið sig hörmulega í bæjarstjórninni í Hafnarfirði. Meirihlutanum var hafnað og ekki síst bæjarstjóranum. Hvers vegna eru kröfur kjósenda ekki virtar? Er verið að hafa kjósendur að fíflum? Að lokum verð ég að gera athugasemdir við það að fjölmiðlar hafa ekki séð ástæðu til að fjalla um þennan undarlega gjörning í bæjarmálunum í Hafnarfirði og því hlýtur sú spurning að vakna hvort fjölmiðlar hefðu farið fram með meira offorsi ef umræddur fallisti í bæjarstjórn hefði komið úr röðum Sjálfstæðisflokks en ekki Samfylkingar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Það er alveg ljóst að lýðræðið í Hafnarfjarðarbæ er ekki að virka. Gengið var til sveitarstjórnarkosninga, þar sem Samfylkingunni og Lúðvíki Geirssyni bæjarstjóra var hafnað, en SAMT skulu sömu menn sitja áfram í bæjarstjórn með sama bæjarstjóra. Hvað er það sem oddviti vinstri grænna og Samfylkingin skilja ekki? Kröfur kjósenda um breytingar Í Hafnarfirði eru skýrar. Kjörsóknin var dræm eins og raun ber vitni - aðeins 65%, auðir seðlar voru óvenju margir og meirihluti Samfylkingar hélt ekki velli! Það var grátbroslegt að fylgjast með sjálfsþægingu Lúðvíks Geirssonar, fyrrverandi og núverandi bæjarstjóra, í kosningabaráttunni, þar sem hann hélt því fram að kosningarnar í Hafnarfirði snerust um hann. Er það ekki mikillæti að halda þessu fram? Verður maður ekki að vona að kjósendur hafi vit til að kjósa um málefnin og árangur bæjarstjórnarinnar? Ef hins vegar kosningar hefðu snúist um hann eins og hann hélt sjálfur fram, þá hlýtur Lúðvík fyrstur manna að viðurkenna að honum hafi skýrt og skorinort verið HAFNAÐ! Hann bauð sig fram í 6. sætið, fékk ekki kosningu og ætti því að detta úr bæjarstjórn. Í ljósi þessa þá hlýtur maður að spyrja - af hverju kemst Lúðvík í og þiggur bæjarstjórastólinn þrátt fyrir mikið afhroð? Það er líka vert að velta því fyrir sér hvað oddviti vinstri grænna, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, er að hugsa. Af hverju tekur hún ekki bæjarstjórastólinn strax eða lætur hann í hendur þeirra sem hafa verið kosnir til þess? Þarf hún tveggja ára starfskynningu á störfum bæjarstjóra eins og hún hefur haldið fram? Er hún ekki búin að vera í bæjarstjórn í fjögur ár og á því að vera fullkunnugt um það í hverju starf bæjarstjóra felst - að minnsta kosti í grófum dráttum? Ef hún getur ekki lært það á fjórum árum, hvernig getur hún það þá á tveimur? Kannski er hún ekki til þess fallin að taka við þessari stöðu ef hún treystir sér ekki í hana eftir fjögra ára veru í bæjarstjórn. Sérkennileg er einnig sú staða að vinstri grænir skuli hafa aðeins einn bæjarfulltrúa sem kemst í þá oddastöðu að einn af ellefu skuli ráða útkomu bæjarstjórnar? Skynsamlegra hefði verið að ráða ópólitískan bæjarstjóra til að fara þó að minnsta kosti að vilja kjósenda og sýna lýðræðið í verki. Þegar skoðaður er ferill meirihluta Samfylkingar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru ýmsar spurningar sem vakna um ákvarðanir og forgangsröðun. Sveitarfélagið hefur aldrei staðið eins illa fjárhagslega og nú í tíð meirihluta Samfylkingar og því er það kostulegt það sem fram kemur í yfirlýsingu nýja meirihlutans: „Nýi meirihlutinn mun leggja ríka áherslu á að … og tryggja um leið ábyrga fjármálastjórnun." Þetta sama fólk og sami bæjarstjóri var við stjórnvölinn áður, en sérstök eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga hefur haft fjárhagsstöðu sveitarfélagsins undir eftirliti vegna þess að skuldir og skuldbindingar þykja vera úr hófi fram! Því er ekki annað en hægt að velta fyrir sér hæfi oddvita vinstri grænna sem segir í fréttatíma sjónvarps að vegna þess að sveitarfélagið standi svo illa þurfi að koma til reyndur bæjarstjóri! Sem sagt bæjarstjórinn sem borið hefur ábyrgð á fjárhagsstöðu bæjarins. Hefur hún ekki fylgst með hvað hefur verið að gerast í bæjarstjórninni undanfarin fjögur ár, þar sem hún hefur setið? Samfylkingin hefur staðið sig hörmulega í ríkisstjórn og hún hefur staðið sig hörmulega í bæjarstjórninni í Hafnarfirði. Meirihlutanum var hafnað og ekki síst bæjarstjóranum. Hvers vegna eru kröfur kjósenda ekki virtar? Er verið að hafa kjósendur að fíflum? Að lokum verð ég að gera athugasemdir við það að fjölmiðlar hafa ekki séð ástæðu til að fjalla um þennan undarlega gjörning í bæjarmálunum í Hafnarfirði og því hlýtur sú spurning að vakna hvort fjölmiðlar hefðu farið fram með meira offorsi ef umræddur fallisti í bæjarstjórn hefði komið úr röðum Sjálfstæðisflokks en ekki Samfylkingar?
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun