ESB fyrirvararnir halda ekki! 19. ágúst 2010 06:00 Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur hefur skrifað greinar í Fréttablaðið að undanförnu um Evrópusambandið. Eða öllu heldur, hann hefur skrifað greinar um þá sem skrifa um Evrópusambandið. Og niðurstaða hans er að þeir sem eru andvígir því að Ísland gangi í ESB fari með fleipur, séu haldnir órum eða segi tröllasögur. Það staðhæfir þessi ágæti rithöfundur sem í hinu orðinu kallar eftir málefnalegri umræðu, segir að „óskandi væri að umræðan um ESB snerist um málefni.“ Síðasta grein hans heitir Vinstri græn og Evrópusambandið og fjallar aðallega um meint „raus“ Ögmundar Jónassonar. „Raus“ heitir það þegar andstæðingar ESB aðildar færa rök fyrir máli sínu. Í ágætri grein hafði Ögmundur rakið hvernig áhersla á markaðsvæðingu almannþjónustunnar hefði færst í vöxt samkvæmt tilskipunum frá Brussel, sótt hefði verið að samningsréttarkerfum launafólks og stefnumótun innan Evrópusambandsins færi í vaxandi mæli fram í dómssölum: „Þetta virðist mér vera að gerast“ skrifar ÖJ, „á vettvangi ESB: Aukin framsókn markaðsaflanna inn í lendur sem áður voru alfarið á vegum ríkis og sveitarfélaga og síðan hitt að dómstólar eru sífellt að verða meira stefnumótandi í málum sem eru í eðli sínu pólitísk, eða m.ö.o. lýðræðisleg úrlausnarefni, og snúa að skipulagi samfélagsins. Þetta vekur spurningar um hvort og hve lengi fyrirvarar sem kann að verða samið um halda gagnvart jafnræðisreglum sem dómstólar horfa jafnan til. Þegar jafnræðið snýr að markaðnum hafa félagslegir þættir oftar en ekki þurft að víkja fyrir kröfu um hömlulaus markaðsviðskipti.” Hér er vikið að grundvallarmáli. Halda fyrirvarar sem nú kann að verða samið um? Ekki minni maður en Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, segir svo ekki vera. Á sameiginlegum fréttamannafundi 27. júlí sl. með Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, lýsti stækkunarstjóri ESB því yfir að það væri „ekki hægt að fá neinar varanlegar undanþágur frá lögum ESB,“ aðeins tímabundna aðlögun. Þegar í ofanálag bætist aukið vægi dómstólanna sem Ögmundur Jónasson vísar til, er veruleg ástæða til að velta fyrir sér hvort hugsanlegir ávinningar við samningaborð séu til að treysta á. Svo virðist ekki vera samkvæmt því sem best verður séð. Sér Guðmundur Andri aðra fleti sem ég kem ekki auga á hvað þetta snertir? Hvernig væri að hann léti af skætingsskrifum og hæfi málefnalega umræðu, til dæmis um þetta atriði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Skoðanir Skoðun Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur hefur skrifað greinar í Fréttablaðið að undanförnu um Evrópusambandið. Eða öllu heldur, hann hefur skrifað greinar um þá sem skrifa um Evrópusambandið. Og niðurstaða hans er að þeir sem eru andvígir því að Ísland gangi í ESB fari með fleipur, séu haldnir órum eða segi tröllasögur. Það staðhæfir þessi ágæti rithöfundur sem í hinu orðinu kallar eftir málefnalegri umræðu, segir að „óskandi væri að umræðan um ESB snerist um málefni.“ Síðasta grein hans heitir Vinstri græn og Evrópusambandið og fjallar aðallega um meint „raus“ Ögmundar Jónassonar. „Raus“ heitir það þegar andstæðingar ESB aðildar færa rök fyrir máli sínu. Í ágætri grein hafði Ögmundur rakið hvernig áhersla á markaðsvæðingu almannþjónustunnar hefði færst í vöxt samkvæmt tilskipunum frá Brussel, sótt hefði verið að samningsréttarkerfum launafólks og stefnumótun innan Evrópusambandsins færi í vaxandi mæli fram í dómssölum: „Þetta virðist mér vera að gerast“ skrifar ÖJ, „á vettvangi ESB: Aukin framsókn markaðsaflanna inn í lendur sem áður voru alfarið á vegum ríkis og sveitarfélaga og síðan hitt að dómstólar eru sífellt að verða meira stefnumótandi í málum sem eru í eðli sínu pólitísk, eða m.ö.o. lýðræðisleg úrlausnarefni, og snúa að skipulagi samfélagsins. Þetta vekur spurningar um hvort og hve lengi fyrirvarar sem kann að verða samið um halda gagnvart jafnræðisreglum sem dómstólar horfa jafnan til. Þegar jafnræðið snýr að markaðnum hafa félagslegir þættir oftar en ekki þurft að víkja fyrir kröfu um hömlulaus markaðsviðskipti.” Hér er vikið að grundvallarmáli. Halda fyrirvarar sem nú kann að verða samið um? Ekki minni maður en Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, segir svo ekki vera. Á sameiginlegum fréttamannafundi 27. júlí sl. með Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, lýsti stækkunarstjóri ESB því yfir að það væri „ekki hægt að fá neinar varanlegar undanþágur frá lögum ESB,“ aðeins tímabundna aðlögun. Þegar í ofanálag bætist aukið vægi dómstólanna sem Ögmundur Jónasson vísar til, er veruleg ástæða til að velta fyrir sér hvort hugsanlegir ávinningar við samningaborð séu til að treysta á. Svo virðist ekki vera samkvæmt því sem best verður séð. Sér Guðmundur Andri aðra fleti sem ég kem ekki auga á hvað þetta snertir? Hvernig væri að hann léti af skætingsskrifum og hæfi málefnalega umræðu, til dæmis um þetta atriði?
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun