Landnám ESB? Baldur Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2010 06:00 Evrópuandstæðingar láta að því liggja að ESB framfylgi útþenslustefnu. Þetta er ekki einungis alrangt heldur byggir á grundvallarmisskilningi á eðli og tilgangi Evrópusamvinnunnar. Fernt skiptir hér mestu. Í fyrsta lagi þá hefur í samvinnu þjóðríkjanna innan ESB frá upphafi frekar verið horft innávið en útávið enda til sambandsins stofnað til að stuðla að betri kjörum og velferð íbúa aðildarríkjanna. Uppbygging hins sameiginlega innri markaðar hefur haft forgang. Ríkin hafa einnig brugðist við nýjum straumum og stefnum í Evrópu til dæmis með því að vinna sameiginlega að umhverfis- og náttúruvernd, bæta stöðu launafólks á sameiginlegum vinnumarkaði og styrkja menningu og menntun. Í öðru lagi hafa flest aðildarríki sambandsins og þar af leiðandi sambandið sjálft verið frekar treg til að veita nýjum ríkjum inngöngu. Það tók Bretland, Danmörku og Írland tólf ár að fá aðild að sambandinu. Ríki ESB tóku Grikki, Spánverja og Portúgala upp á arma sína, frekar nauðug en viljug, eftir að einræðisstjórnir innan þessara ríkja hrökkluðust frá völdum. Nýfrjáls ríki Mið- og Austur-Evrópu knúðu strax dyra og ríki ESB sáu sér ekki annað fært en að veita þeim inngöngu, 15 árum eftir fall múrsins, í nafni lýðræðis og bættra kjara þessa nánu nágranna. Í þriðja lagi byggir hugmyndin að Evrópusamvinnunni á vilja ríkjanna sjálfra til að vinna saman. Það er hverri þjóð í sjálfsvald sett hvort hún tekur þátt eða ekki. Til að fá inngöngu þurfa ríki að byggja á grunngildum Evrópuhugsjónarinnar, þ.e. friðsamlegum samskiptum, lýðræði, mannréttindum, frjálsu markaðshagkerfi og skilvirkri og gegnsærri stjórnsýslu. Það er ekki sjálfgefið að fá inngöngu. Í fjórða lagi, þegar ríki gengur í sambandið heldur það að sjálfsögðu áfram, rétt eins og áður, að vinna að hagsmunum sínum. Aðildarríki ESB ráða för. Þau taka sameiginlega ákvarðanir sem síðan er framfylgt af sambandinu. Í þessu samhengi má benda á þá mikilvægu staðreynd að Ísland á í aðildarviðræðum við tuttugu og sjö ríki sambandsins. Hvert og eitt þeirra hefur neitunarvald í viðræðunum. Þetta sýnir styrk þjóðríkjanna. Þau hafa flest hver takmarkaðan áhuga á inngöngu nýrra ríkja þar sem þau horfa fyrst og fremst á eigin hagmuni innan sambandsins. Svo mun einnig verða um Ísland fái það inngöngu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Evrópuandstæðingar láta að því liggja að ESB framfylgi útþenslustefnu. Þetta er ekki einungis alrangt heldur byggir á grundvallarmisskilningi á eðli og tilgangi Evrópusamvinnunnar. Fernt skiptir hér mestu. Í fyrsta lagi þá hefur í samvinnu þjóðríkjanna innan ESB frá upphafi frekar verið horft innávið en útávið enda til sambandsins stofnað til að stuðla að betri kjörum og velferð íbúa aðildarríkjanna. Uppbygging hins sameiginlega innri markaðar hefur haft forgang. Ríkin hafa einnig brugðist við nýjum straumum og stefnum í Evrópu til dæmis með því að vinna sameiginlega að umhverfis- og náttúruvernd, bæta stöðu launafólks á sameiginlegum vinnumarkaði og styrkja menningu og menntun. Í öðru lagi hafa flest aðildarríki sambandsins og þar af leiðandi sambandið sjálft verið frekar treg til að veita nýjum ríkjum inngöngu. Það tók Bretland, Danmörku og Írland tólf ár að fá aðild að sambandinu. Ríki ESB tóku Grikki, Spánverja og Portúgala upp á arma sína, frekar nauðug en viljug, eftir að einræðisstjórnir innan þessara ríkja hrökkluðust frá völdum. Nýfrjáls ríki Mið- og Austur-Evrópu knúðu strax dyra og ríki ESB sáu sér ekki annað fært en að veita þeim inngöngu, 15 árum eftir fall múrsins, í nafni lýðræðis og bættra kjara þessa nánu nágranna. Í þriðja lagi byggir hugmyndin að Evrópusamvinnunni á vilja ríkjanna sjálfra til að vinna saman. Það er hverri þjóð í sjálfsvald sett hvort hún tekur þátt eða ekki. Til að fá inngöngu þurfa ríki að byggja á grunngildum Evrópuhugsjónarinnar, þ.e. friðsamlegum samskiptum, lýðræði, mannréttindum, frjálsu markaðshagkerfi og skilvirkri og gegnsærri stjórnsýslu. Það er ekki sjálfgefið að fá inngöngu. Í fjórða lagi, þegar ríki gengur í sambandið heldur það að sjálfsögðu áfram, rétt eins og áður, að vinna að hagsmunum sínum. Aðildarríki ESB ráða för. Þau taka sameiginlega ákvarðanir sem síðan er framfylgt af sambandinu. Í þessu samhengi má benda á þá mikilvægu staðreynd að Ísland á í aðildarviðræðum við tuttugu og sjö ríki sambandsins. Hvert og eitt þeirra hefur neitunarvald í viðræðunum. Þetta sýnir styrk þjóðríkjanna. Þau hafa flest hver takmarkaðan áhuga á inngöngu nýrra ríkja þar sem þau horfa fyrst og fremst á eigin hagmuni innan sambandsins. Svo mun einnig verða um Ísland fái það inngöngu.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun