Eyjafjörður á lífi – samt er ekkert álver Svavar Gestsson skrifar 15. október 2010 06:00 Það var aðalfyrirsögn risastór á forsíðu Tímans 17. maí 1990: „Þeir treysta á álver til bjargar Eyjafirði." Sagt var frá 400-500 manna fundi sem haldinn var á Akureyri sem krafðist álvers þegar í stað. Inni í blaðinu er opna sem segir frá fundinum. Málið minnir á álversumræðuna þessa dagana á Húsavík og Helguvík. Það fer illa með byggðarlögin að bíða eftir álverum. Á meðan gerist ekkert. Akureyri ákvað að hætta að bíða eftir álveri og sjá: 20 árum seinna er Akureyri samt til og Eyjafjörður. Hvernig stóð á því að Eyjafjörður lifði það af að fá ekkert álver? Tíu árum seinna er enn verið að tala um að leysa allt með álverum og þá skrifaði kona í Fréttablaðið og spurði sömu spurninga og við hin spyrjum þessa dagana. Kristín Helga Gunnarsdóttir spurði í Fréttablaðinu: „Dettur mönnum ekkert annað í hug en álver: Nú eru tímar skyndilausna. ...Álið mun bjarga byggðinni hringinn í kringum landið frá því að líða undir lok. ... Fleiri stóriðjudraumar leynast sjálfsagt í pússi hugmyndaauðugra ráðamanna og vel má vera að þetta sé aðeins toppurinn á ísjakanum í álklæddri framtíðarsýn fyrir Ísland." Var Sjálfstæðisflokkurinn á móti því að byggja álver í Eyjafirði - spurt er af því að hann stjórnaði landinu frá 1991? Hann byggði álver á Reyðarfirði og Kárahnjúkaflokkarnir hafa sinn sess í Íslandssögunni. Ekki voru það ráðherrar Alþýðubandalagsins eða Vinstri grænna sem stoppuðu þessar stórkostlegu framfarir fyrir Eyfirðinga. Hryðjuverkakonan í umhverfisráðuneytinu var ekki komin til starfa. Af hverju reis þá ekki álver í Eyjafirði - 20 álver á Íslandi sagði einn af talsmönnum Sjálfstæðisflokksins um 1970. Það var þeirra álklædda framtíðarsýn. Hvar var Landsvirkjun 1990, stjórnað þá og lengi síðar þar til nú af Sjálfstæðisflokknum? Það er næsta öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn og meðhjálparar hans hefðu látið reisa öll þessi álver ef álhringarnir hefðu haft áhuga á því. Þökk sé áhugaleysi álhringanna og einni og einni vinstri stjórn fyrir að það var ekki gert. Og Eyjafjörður? Er hann kannski í eyði? Umræðurnar um álver í Eyjafirði jukust um allan helming þegar Sovétríkin hrundu af því að iðnfyrirtækin á Akureyri höfðu markað fyrir vörur sínar í Sovétríkjunum. Nei, Eyjafjörður er ekki í eyði. Þar hafa menn snúið sér að uppbyggingu fjölþættrar atvinnustarfsemi. Háskólinn er kórónan á sköpunarverkinu og þessa sömu daga og rætt var um álver í Eyjafirði vorum við að opna sjávarútvegsbraut við Háskólann á Akureyri. Er hægt að læra eitthvað af þessu? Glöggur kunningi minn benti mér á þetta í gær: Álversumræðan núna er eins og um álverið í Eyjafirði, sagði hann. Er ekki rétt að rifja það aðeins upp. Það hefur verið gert hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það var aðalfyrirsögn risastór á forsíðu Tímans 17. maí 1990: „Þeir treysta á álver til bjargar Eyjafirði." Sagt var frá 400-500 manna fundi sem haldinn var á Akureyri sem krafðist álvers þegar í stað. Inni í blaðinu er opna sem segir frá fundinum. Málið minnir á álversumræðuna þessa dagana á Húsavík og Helguvík. Það fer illa með byggðarlögin að bíða eftir álverum. Á meðan gerist ekkert. Akureyri ákvað að hætta að bíða eftir álveri og sjá: 20 árum seinna er Akureyri samt til og Eyjafjörður. Hvernig stóð á því að Eyjafjörður lifði það af að fá ekkert álver? Tíu árum seinna er enn verið að tala um að leysa allt með álverum og þá skrifaði kona í Fréttablaðið og spurði sömu spurninga og við hin spyrjum þessa dagana. Kristín Helga Gunnarsdóttir spurði í Fréttablaðinu: „Dettur mönnum ekkert annað í hug en álver: Nú eru tímar skyndilausna. ...Álið mun bjarga byggðinni hringinn í kringum landið frá því að líða undir lok. ... Fleiri stóriðjudraumar leynast sjálfsagt í pússi hugmyndaauðugra ráðamanna og vel má vera að þetta sé aðeins toppurinn á ísjakanum í álklæddri framtíðarsýn fyrir Ísland." Var Sjálfstæðisflokkurinn á móti því að byggja álver í Eyjafirði - spurt er af því að hann stjórnaði landinu frá 1991? Hann byggði álver á Reyðarfirði og Kárahnjúkaflokkarnir hafa sinn sess í Íslandssögunni. Ekki voru það ráðherrar Alþýðubandalagsins eða Vinstri grænna sem stoppuðu þessar stórkostlegu framfarir fyrir Eyfirðinga. Hryðjuverkakonan í umhverfisráðuneytinu var ekki komin til starfa. Af hverju reis þá ekki álver í Eyjafirði - 20 álver á Íslandi sagði einn af talsmönnum Sjálfstæðisflokksins um 1970. Það var þeirra álklædda framtíðarsýn. Hvar var Landsvirkjun 1990, stjórnað þá og lengi síðar þar til nú af Sjálfstæðisflokknum? Það er næsta öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn og meðhjálparar hans hefðu látið reisa öll þessi álver ef álhringarnir hefðu haft áhuga á því. Þökk sé áhugaleysi álhringanna og einni og einni vinstri stjórn fyrir að það var ekki gert. Og Eyjafjörður? Er hann kannski í eyði? Umræðurnar um álver í Eyjafirði jukust um allan helming þegar Sovétríkin hrundu af því að iðnfyrirtækin á Akureyri höfðu markað fyrir vörur sínar í Sovétríkjunum. Nei, Eyjafjörður er ekki í eyði. Þar hafa menn snúið sér að uppbyggingu fjölþættrar atvinnustarfsemi. Háskólinn er kórónan á sköpunarverkinu og þessa sömu daga og rætt var um álver í Eyjafirði vorum við að opna sjávarútvegsbraut við Háskólann á Akureyri. Er hægt að læra eitthvað af þessu? Glöggur kunningi minn benti mér á þetta í gær: Álversumræðan núna er eins og um álverið í Eyjafirði, sagði hann. Er ekki rétt að rifja það aðeins upp. Það hefur verið gert hér.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun