Verjum heilbrigðisþjónustuna 25. júní 2010 06:00 Launakjör lækna hafa verið til umræðu í fjölmiðlum undanfarið. Kveikjan eru fregnir af fyrirsjáanlegum læknaskorti, enda treysti læknar sér ekki til þess að starfa á þeim kjörum sem þeim bjóðast á Íslandi í kjölfar bankahrunsins. Á Íslandi eru ívið fleiri læknar miðað við fólksfjölda en í nágrannalöndunum og blessunarlega er staðan sú að læknaskortur hefur ekki gert vart við sig í kjölfar kreppunnar. Raunar telur landlæknir að ekki verði erfitt að manna stöður lækna á sjúkrahúsum þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir á þessu ári og þeim næstu. Hitt er óbreytt, að erfitt er að manna stöður heilsugæslulækna. Í kjölfar efnahagshrunsins hafa stjórnvöld lagt áherslu á að verja lægstu launin og lækka þau sem hærri eru. Hins vegar blasir við öfugþróun þegar meðallaun heilbrigðisstétta frá hruni eru skoðuð: Þeir sem höfðu lægstu launin fyrir, hafa lækkað hlutfallslega mest. Í tölum sem heilbrigðisráðuneytið tók saman í tilefni fyrirspurnar á alþingi sést að meðallaun lækna hafa að meðaltali lækkað um 7%, ljósmæðra um 9,2% , hjúkrunarfræðinga um 9,6% og sjúkraliða um 10,2%. Launabreytingar lækna eru mismiklar eftir vinnustað. Á sjúkrahúsum hafa meðallaun lækna lækkað um 8%, lækna í heilsugæslu um 5,5% og meðallaun lækna á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni um 1,9%, en á fyrsta ársfjórðungi 2010 voru þau um 1.450 þúsund krónur á mánuði. Steinn Jónsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, saknar þess að í umræðunni hafi ekki komið fram að í fyrra hafi sérfræðilæknar fallið frá 9,4% hækkun einingaverðs. Engum dylst hvaða áhrif það hefði haft á vinnumarkaði vorið 2009 ef svo rífleg hækkun hefði komið til lækna, á tímum atvinnuleysis og almennra launalækkana. Því er vert að hrósa Læknafélagi Reykjavíkur fyrir þá ábyrgu afstöðu um leið og það er miður að ekki tókust samningar um að sérfræðilæknar féllu frá 1,9% umsaminni hækkun á þessu ári. Hún kom því til framkvæmda 1. júní síðastliðinn. Þrengingar í kjölfar hrunsins hafa snert allan almenning. Fólk úr ýmsum starfsstéttum á kost á vel launuðum störfum í útlöndum og nýtir sér margt slík tækifæri. Heilbrigðiskerfið okkar hrundi sem betur fer ekki með bönkunum og nú blasir við að verja innviði þess. Ég er bjartsýn á að það takist og líka á það að þegar við erum komin í gegnum kreppuna muni íslenskir læknar, sem nú lengja veru sína við nám og vinnu erlendis, koma aftur heim til starfa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Launakjör lækna hafa verið til umræðu í fjölmiðlum undanfarið. Kveikjan eru fregnir af fyrirsjáanlegum læknaskorti, enda treysti læknar sér ekki til þess að starfa á þeim kjörum sem þeim bjóðast á Íslandi í kjölfar bankahrunsins. Á Íslandi eru ívið fleiri læknar miðað við fólksfjölda en í nágrannalöndunum og blessunarlega er staðan sú að læknaskortur hefur ekki gert vart við sig í kjölfar kreppunnar. Raunar telur landlæknir að ekki verði erfitt að manna stöður lækna á sjúkrahúsum þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir á þessu ári og þeim næstu. Hitt er óbreytt, að erfitt er að manna stöður heilsugæslulækna. Í kjölfar efnahagshrunsins hafa stjórnvöld lagt áherslu á að verja lægstu launin og lækka þau sem hærri eru. Hins vegar blasir við öfugþróun þegar meðallaun heilbrigðisstétta frá hruni eru skoðuð: Þeir sem höfðu lægstu launin fyrir, hafa lækkað hlutfallslega mest. Í tölum sem heilbrigðisráðuneytið tók saman í tilefni fyrirspurnar á alþingi sést að meðallaun lækna hafa að meðaltali lækkað um 7%, ljósmæðra um 9,2% , hjúkrunarfræðinga um 9,6% og sjúkraliða um 10,2%. Launabreytingar lækna eru mismiklar eftir vinnustað. Á sjúkrahúsum hafa meðallaun lækna lækkað um 8%, lækna í heilsugæslu um 5,5% og meðallaun lækna á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni um 1,9%, en á fyrsta ársfjórðungi 2010 voru þau um 1.450 þúsund krónur á mánuði. Steinn Jónsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, saknar þess að í umræðunni hafi ekki komið fram að í fyrra hafi sérfræðilæknar fallið frá 9,4% hækkun einingaverðs. Engum dylst hvaða áhrif það hefði haft á vinnumarkaði vorið 2009 ef svo rífleg hækkun hefði komið til lækna, á tímum atvinnuleysis og almennra launalækkana. Því er vert að hrósa Læknafélagi Reykjavíkur fyrir þá ábyrgu afstöðu um leið og það er miður að ekki tókust samningar um að sérfræðilæknar féllu frá 1,9% umsaminni hækkun á þessu ári. Hún kom því til framkvæmda 1. júní síðastliðinn. Þrengingar í kjölfar hrunsins hafa snert allan almenning. Fólk úr ýmsum starfsstéttum á kost á vel launuðum störfum í útlöndum og nýtir sér margt slík tækifæri. Heilbrigðiskerfið okkar hrundi sem betur fer ekki með bönkunum og nú blasir við að verja innviði þess. Ég er bjartsýn á að það takist og líka á það að þegar við erum komin í gegnum kreppuna muni íslenskir læknar, sem nú lengja veru sína við nám og vinnu erlendis, koma aftur heim til starfa.
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar