Brynjar Níelsson: Að vera sakborningur 18. maí 2010 09:15 Fram hefur komið í fjölmiðlum að nokkrir starfsmenn Arion banka hafi stöðu sakbornings við rannsókn sérstaks saksóknara á málum sem tengjast Kaupþingi. Ekki var að sökum að spyrja að hávær krafa varð uppi um að viðkomandi starfsmönnum yrði sagt upp eða þeir leystir frá störfum meðan rannsókn færi fram. Gjarnan er vísað til siðferðissjónarmiða til rökstuðnings þeirri kröfugerð. Því er tilefni til að benda á nokkur mikilvæg atriði um réttarstöðu manna við rannsókn mála af þessu tagi, þar sem uppi er grunur um refsiverða háttsemi. Kaupþing var stór banki á evrópskan mælikvarða þegar hann hrundi haustið 2008. Viðskipti voru margslungin og flókin og margir starfsmenn gátu komið að þeim með einum eða öðrum hætti. Má því gera ráð fyrir að fjölmargir starfsmenn kunni að búa yfir upplýsingum sem varða rannsókn sérstaks saksóknara. Þegar svo stendur á, þarf sérstakur saksóknari að ákveða hvort viðkomandi starfsmaður hafi réttarstöðu sakbornings eða vitnis, en réttindi og skyldur eru mismunandi eftir því hvora réttarstöðuna menn fá við rannsókn mála. Sérstakur saksóknari hefur sjálfur lýst því yfir í fjölmiðlum, að þeim sem kunna að hafa komið að viðskiptum, sem til rannsóknar eru, sé frekar gefin réttarstaða sakbornings við upphaf rannsóknar, þar sem það gefur þeim aukin réttindi samkvæmt lögum. Sérstakur saksóknari hefur því talið að þegar vafi er uppi, sé rétt að gefa viðkomandi frekar stöðu sakbornings en vitnis. Að baki þessu liggja einnig varúðarsjónarmið, því hætta getur verið á að vitni, sem skylt er að svara spurningum að viðlagðri refsiábyrg, varpi ómeðvitandi á sig sök. Óvarkárni saksóknara að þessu leyti kann því að skaða rannsóknina. Það er alþekkt við upphaf rannsóknar sakamála að ýmsir, sem ekki liggja undir sérstökum grun, fái réttarstöðu sakbornings. Við getum því öll fengið réttarstöðu sakbornings vegna hugsanlegrar vitneskju okkar um mál, sem til rannsóknar eru hverju sinni. Harkaleg viðbrögð, eins og krafa um brottrekstur og útilokun frá þátttöku í atvinnulífi, eru því í mörgum tilvikum fráleit. Rétt er því að leyfa forsvarsmönnum Arion banka og annarra banka að meta hvert tilvik fyrir sig hvað varðar þá starfsmenn sem þar starfa og hafa réttarstöðu sakbornings. Krafan um brottrekstur starfsmanna sem hafa réttarstöðu sakborninga er hvorki réttmæt né eðlileg. Réttlát reiði, sem sumir vísa til, er engin afsökun fyrir kröfum af þessum toga. Þetta fólk og aðstandendur þeirra á nógu erfitt þó að það sé ekki svipt möguleikum á að afla sér lífsviðurværis. Það verður að teljast einkennilegt að veita fólki réttarstöðu sakbornings í þeim tilgangi að tryggja réttindi þess við rannsókn máls, ef það á síðan að leiða til þess að svipta eigi þetta sama fólk mikilvægum mannréttindum á öðrum sviðum. Slík siðferðisviðmið verða vonandi ekki höfð til hliðsjónar í íslensku samfélagi. Ef svo á að vera er kannski betur heima setið en af stað farið í þeirri viðleitni að búa til nýtt og betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Skoðun Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Sjá meira
Fram hefur komið í fjölmiðlum að nokkrir starfsmenn Arion banka hafi stöðu sakbornings við rannsókn sérstaks saksóknara á málum sem tengjast Kaupþingi. Ekki var að sökum að spyrja að hávær krafa varð uppi um að viðkomandi starfsmönnum yrði sagt upp eða þeir leystir frá störfum meðan rannsókn færi fram. Gjarnan er vísað til siðferðissjónarmiða til rökstuðnings þeirri kröfugerð. Því er tilefni til að benda á nokkur mikilvæg atriði um réttarstöðu manna við rannsókn mála af þessu tagi, þar sem uppi er grunur um refsiverða háttsemi. Kaupþing var stór banki á evrópskan mælikvarða þegar hann hrundi haustið 2008. Viðskipti voru margslungin og flókin og margir starfsmenn gátu komið að þeim með einum eða öðrum hætti. Má því gera ráð fyrir að fjölmargir starfsmenn kunni að búa yfir upplýsingum sem varða rannsókn sérstaks saksóknara. Þegar svo stendur á, þarf sérstakur saksóknari að ákveða hvort viðkomandi starfsmaður hafi réttarstöðu sakbornings eða vitnis, en réttindi og skyldur eru mismunandi eftir því hvora réttarstöðuna menn fá við rannsókn mála. Sérstakur saksóknari hefur sjálfur lýst því yfir í fjölmiðlum, að þeim sem kunna að hafa komið að viðskiptum, sem til rannsóknar eru, sé frekar gefin réttarstaða sakbornings við upphaf rannsóknar, þar sem það gefur þeim aukin réttindi samkvæmt lögum. Sérstakur saksóknari hefur því talið að þegar vafi er uppi, sé rétt að gefa viðkomandi frekar stöðu sakbornings en vitnis. Að baki þessu liggja einnig varúðarsjónarmið, því hætta getur verið á að vitni, sem skylt er að svara spurningum að viðlagðri refsiábyrg, varpi ómeðvitandi á sig sök. Óvarkárni saksóknara að þessu leyti kann því að skaða rannsóknina. Það er alþekkt við upphaf rannsóknar sakamála að ýmsir, sem ekki liggja undir sérstökum grun, fái réttarstöðu sakbornings. Við getum því öll fengið réttarstöðu sakbornings vegna hugsanlegrar vitneskju okkar um mál, sem til rannsóknar eru hverju sinni. Harkaleg viðbrögð, eins og krafa um brottrekstur og útilokun frá þátttöku í atvinnulífi, eru því í mörgum tilvikum fráleit. Rétt er því að leyfa forsvarsmönnum Arion banka og annarra banka að meta hvert tilvik fyrir sig hvað varðar þá starfsmenn sem þar starfa og hafa réttarstöðu sakbornings. Krafan um brottrekstur starfsmanna sem hafa réttarstöðu sakborninga er hvorki réttmæt né eðlileg. Réttlát reiði, sem sumir vísa til, er engin afsökun fyrir kröfum af þessum toga. Þetta fólk og aðstandendur þeirra á nógu erfitt þó að það sé ekki svipt möguleikum á að afla sér lífsviðurværis. Það verður að teljast einkennilegt að veita fólki réttarstöðu sakbornings í þeim tilgangi að tryggja réttindi þess við rannsókn máls, ef það á síðan að leiða til þess að svipta eigi þetta sama fólk mikilvægum mannréttindum á öðrum sviðum. Slík siðferðisviðmið verða vonandi ekki höfð til hliðsjónar í íslensku samfélagi. Ef svo á að vera er kannski betur heima setið en af stað farið í þeirri viðleitni að búa til nýtt og betra samfélag.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun