Landeyjahöfn og jólasveinninn 18. ágúst 2010 06:00 Mikil fagnaðarlæti hafa verið vegna Landeyjahafnar en ég ætla að leyfa mér að gerast veisluspillir. Loftmyndir sýna að þetta hafnarmannvirki er byggt á sandi í bókstaflegri merkingu. Landeyjahöfn er góðærisverkefni og verður dýrt spaug fyrir skattgreiðendur. Fjórir milljarðar þegar farnir í verkefnið og það er væntanlega bara byrjunin. Það þarf að moka 30 þúsund tonnum af sandi árlega úr höfninni sem hlýtur að kosta stórfé. Síðan eru nauðsynlegar vegabætur sem þarf að ráðast í og gerð aðstöðu fyrir smábáta. Viðhald og endurbætur ýmis konar bæta við reikninginn og hér er enn ein höfnin sem ríkissjóður þarf að halda við og reka. Svo hlýtur að vera mikið sandfok þarna við vissar aðstæður sem gæti skemmt bíla. Jarðgöng hefðu verið enn vitlausari kostur, svona eins og að bora jarðgöng í gegnum Eyjafjallajökul. Árna Johnsen hefur verið þökkuð framkvæmdin og skýrir það margt. Kannski að Árni sé ekki það sem flestir halda og ekki má segja, heldur misskilinn snillingur með góða dómgreind. Eyjarskeggjar eru jú stórhuga fólk og til að mynda skuldar einn eyjarskeggja um 50 milljarða sem hann getur auðvitað aldrei borgað til baka, en lifir samt kóngalífi og geri aðrir betur. Samgönguráðherra mætti í veisluna í Landeyjahöfn í hlutverki jólasveinsins og lofaði nýrri ferju. Hann ætlar að skipa starfshóp sem mun komast að þeirri fyrirfram gefnu niðurstöðu að brýn nauðsyn sé á nýrri og flottri ferju og mun rökin ekki skorta. Þetta lá í orðum jólasveinsins. Ekki veit ég þó hvaða alvarlegu vankantar eru á núverandi ferju eða hvaða jólasveinn gaf grænt ljós á Landeyjahöfn. Við höfum talsmann neytenda en hvað með að setja á laggirnar embætti talsmanns skattborgaranna! Hann gæti þá gripið til varna þegar stjórnmálamenn bregða sér í hlutverk jólasveinsins, en það er nú alltaf þægilegt að vera örlátur á annarra fé. Ef ég þyrfti að fara oft á milli höfuðborgarsvæðisins og eyja þá sé ég nú ekki kostinn við Landeyjahöfn. Það er tæplega einnar klukkustunda þægilegur akstur til Þorlákshafnar í lítilli umferð, en að keyra austur í Landeyjar er annað mál og yfir Hellisheiðina að fara og um alla Kambana og mikill umferðarþungi almennt á þjóðveginum austur í Landeyjar. Það er um 4 klukkustunda þreytandi akstur til höfuðborgarsvæðisins og til baka og fjarlægðin er samtals um 270 kílómetrar. Ef Þrengslin eru farin þá er vegalengdin samtals um 290 kílómetrar. Það eru ekki nema um 50 kílómetrar á milli Reykjavíkur og Þorlákshafnar og akstur því samtals um 100 kílómetrar. Ég myndi hiklaust velja Þorlákshöfn sem ferjustað og slaka svo á um borð í ferjunni. Að hafa ferjustaðinn í Landeyjahöfn er gott fyrir suma en ekki aðra og ég held að margir eyjarskeggjar gætu verið mér sammála. Ég held að það renni tvær grímur á marga eyjarskeggja þegar þeir þurfa að keyra í 4 klukkustundir til að komast til höfuðborgarsvæðisins og til baka. Mig grunar að endirinn á málinu verði sá að ferjan muni fara jafnoft til Þorlákshafnar eins og til Landeyja. Fyrir Árna Johnsen er Landeyjahöfn þó góður kostur því hann er greinilega æviráðinn þingmaður og getur heilsað upp á atkvæðin sín á leiðinni á milli Landeyja og Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikil fagnaðarlæti hafa verið vegna Landeyjahafnar en ég ætla að leyfa mér að gerast veisluspillir. Loftmyndir sýna að þetta hafnarmannvirki er byggt á sandi í bókstaflegri merkingu. Landeyjahöfn er góðærisverkefni og verður dýrt spaug fyrir skattgreiðendur. Fjórir milljarðar þegar farnir í verkefnið og það er væntanlega bara byrjunin. Það þarf að moka 30 þúsund tonnum af sandi árlega úr höfninni sem hlýtur að kosta stórfé. Síðan eru nauðsynlegar vegabætur sem þarf að ráðast í og gerð aðstöðu fyrir smábáta. Viðhald og endurbætur ýmis konar bæta við reikninginn og hér er enn ein höfnin sem ríkissjóður þarf að halda við og reka. Svo hlýtur að vera mikið sandfok þarna við vissar aðstæður sem gæti skemmt bíla. Jarðgöng hefðu verið enn vitlausari kostur, svona eins og að bora jarðgöng í gegnum Eyjafjallajökul. Árna Johnsen hefur verið þökkuð framkvæmdin og skýrir það margt. Kannski að Árni sé ekki það sem flestir halda og ekki má segja, heldur misskilinn snillingur með góða dómgreind. Eyjarskeggjar eru jú stórhuga fólk og til að mynda skuldar einn eyjarskeggja um 50 milljarða sem hann getur auðvitað aldrei borgað til baka, en lifir samt kóngalífi og geri aðrir betur. Samgönguráðherra mætti í veisluna í Landeyjahöfn í hlutverki jólasveinsins og lofaði nýrri ferju. Hann ætlar að skipa starfshóp sem mun komast að þeirri fyrirfram gefnu niðurstöðu að brýn nauðsyn sé á nýrri og flottri ferju og mun rökin ekki skorta. Þetta lá í orðum jólasveinsins. Ekki veit ég þó hvaða alvarlegu vankantar eru á núverandi ferju eða hvaða jólasveinn gaf grænt ljós á Landeyjahöfn. Við höfum talsmann neytenda en hvað með að setja á laggirnar embætti talsmanns skattborgaranna! Hann gæti þá gripið til varna þegar stjórnmálamenn bregða sér í hlutverk jólasveinsins, en það er nú alltaf þægilegt að vera örlátur á annarra fé. Ef ég þyrfti að fara oft á milli höfuðborgarsvæðisins og eyja þá sé ég nú ekki kostinn við Landeyjahöfn. Það er tæplega einnar klukkustunda þægilegur akstur til Þorlákshafnar í lítilli umferð, en að keyra austur í Landeyjar er annað mál og yfir Hellisheiðina að fara og um alla Kambana og mikill umferðarþungi almennt á þjóðveginum austur í Landeyjar. Það er um 4 klukkustunda þreytandi akstur til höfuðborgarsvæðisins og til baka og fjarlægðin er samtals um 270 kílómetrar. Ef Þrengslin eru farin þá er vegalengdin samtals um 290 kílómetrar. Það eru ekki nema um 50 kílómetrar á milli Reykjavíkur og Þorlákshafnar og akstur því samtals um 100 kílómetrar. Ég myndi hiklaust velja Þorlákshöfn sem ferjustað og slaka svo á um borð í ferjunni. Að hafa ferjustaðinn í Landeyjahöfn er gott fyrir suma en ekki aðra og ég held að margir eyjarskeggjar gætu verið mér sammála. Ég held að það renni tvær grímur á marga eyjarskeggja þegar þeir þurfa að keyra í 4 klukkustundir til að komast til höfuðborgarsvæðisins og til baka. Mig grunar að endirinn á málinu verði sá að ferjan muni fara jafnoft til Þorlákshafnar eins og til Landeyja. Fyrir Árna Johnsen er Landeyjahöfn þó góður kostur því hann er greinilega æviráðinn þingmaður og getur heilsað upp á atkvæðin sín á leiðinni á milli Landeyja og Reykjavíkur.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar