Helgi Áss Grétarsson: Enn af fiskabúrum 15. apríl 2010 06:00 Sama dag og grein birtist eftir Úlfar Hauksson í Fréttablaðinu, eða 31. mars sl., sendi ég grein í blaðið sem var fyrst og fremst um sjávarútvegsstefnu ESB. Greinin birtist í blaðinu 10. apríl sl. og tveim dögum síðar var birt svargrein í blaðinu eftir Úlfar þar sem athugasemdir voru gerðar við efni greinar minnar. Í síðustu grein Úlfars var m.a. fjallað um sameiginlega nytjastofna aðildarríkja Evrópusambandsins og um fiskveiðilögsögur þeirra. Það er ágreiningslaust að eðli nytjastofna á hafsvæðum ESB og mörk efnahagslögsagna einstakra aðildaríkja hefur kallað á einhvers konar samstarf þeirra á milli við stjórn fiskveiða. Sú lausn sem fólgin hefur verið í sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni hefur misheppnast að mörgu leyti, m.a. að mati framkvæmdastjórnar ESB sjálfrar. Það er mín skoðun að aðrar lausnir á viðfangsefnunum hafi ávallt verið mögulegar án þess að miðstjórnarvald ESB væri styrkt með þeim hætti sem gert hefur verið. Aðildarríkin bera fyrst og fremst ábyrgð á þessu enda er ESB samstarfsvettvangur þeirra. Úlfar hefur haldið því fram að stjórn fiskveiða við strendur Íslands eigi sér stað í fiskabúri í samanburði við fiskveiðistjórn ESB. Þessu er ég ekki sammála. Fiskveiðistjórn ESB hefur því aldrei þurft að vera svona flókin eins og hún hefur verið um langt skeið útaf því einu að margar tegundir nytjastofna séu sameiginlegir aðildarríkjunum. Vissulega er það örðugra viðfangs þegar tvö eða fleiri strandríki þurfa með sameiginlegum aðgerðum að stuðla að verndun einstakra nytjastofna en þegar strandríki sér eitt um stjórn veiða á staðbundnum stofnum. Á hvorn veginn sem er skiptir mestu máli að fiskveiðistjórnin í heild sinni auki líkur á skynsamlegri nýtingu auðlindarinnar. Sem dæmi gátu Kanadamenn á sínum tíma eytt þorskstofninum innan sinnar efnahagslögsögu á meðan samstarf Norðmanna og Rússa hefur á síðustu árum skilað sterkum þorskstofni í Barentshafi.Um „ámælisverð vinnubrögð“Úlfar gerir athugasemdir við að ég vísaði í grein hans frá 31. mars sl. í tengslum við þá fullyrðingu að sameiginleg fiskveiðistefna ESB ætti ekki rót sína að rekja „til þess að forsvarsmenn Evrópuríkja hafi fengið innblástur um nauðsyn þess að hafa sameiginlega stefnu í þessum málum." Með tilvitnuðum ummælum var ég að benda á að sjávarútvegsstefna ESB varð upphaflega til vegna ákvarðana sem voru reistar á pólitísku hagsmunamati en varðaði lítið sem ekkert stjórn veiða á sameiginlegum nytjastofnum. Grein Úlfars frá 31. mars sl., sem og greinar margra annarra, gefa því a.m.k. undir fótinn að það hafi verið rökbundin nauðsyn að veita ESB umtalsvert vald til lagasetningar á sviði fiskveiðistjórnar. Svo tel ég ekki vera þar sem samstarf ESB-ríkja á sviði fiskveiðistjórnar hefði ávallt getað verið mun laustengdara ef pólitískur vilji hefði staðið til þess. Með hliðsjón af þessu kem ég ekki auga á þau ámælisverðu vinnubrögð sem Úlfar taldi mig viðhafa og vil ég gjarnan halda áfram að eiga orðastað við hann um þetta málefni, hvort sem það er á síðum Fréttablaðsins eða annars staðar! Kjarni vandans við fiskveiðistjórn út um allan heim er sá að „fiskarnir í fiskabúrinu" eru of fáir og of margar vilja koma höndum sínum yfir þá. Hanna þarf fiskveiðistjórnkerfi af skynsemi til að það nái settum markmiðum. Þótt árangurinn af íslenska fiskveiðistjórnkerfinu mætti gjarnan vera betri með tilliti til fiskverndar má með bærilegri sanngirni segja að Íslendingum hafi gengið betur að þróa sína fiskveiðistjórn en aðildarríkjum ESB að smíða sameiginlega fiskveiðistefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sama dag og grein birtist eftir Úlfar Hauksson í Fréttablaðinu, eða 31. mars sl., sendi ég grein í blaðið sem var fyrst og fremst um sjávarútvegsstefnu ESB. Greinin birtist í blaðinu 10. apríl sl. og tveim dögum síðar var birt svargrein í blaðinu eftir Úlfar þar sem athugasemdir voru gerðar við efni greinar minnar. Í síðustu grein Úlfars var m.a. fjallað um sameiginlega nytjastofna aðildarríkja Evrópusambandsins og um fiskveiðilögsögur þeirra. Það er ágreiningslaust að eðli nytjastofna á hafsvæðum ESB og mörk efnahagslögsagna einstakra aðildaríkja hefur kallað á einhvers konar samstarf þeirra á milli við stjórn fiskveiða. Sú lausn sem fólgin hefur verið í sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni hefur misheppnast að mörgu leyti, m.a. að mati framkvæmdastjórnar ESB sjálfrar. Það er mín skoðun að aðrar lausnir á viðfangsefnunum hafi ávallt verið mögulegar án þess að miðstjórnarvald ESB væri styrkt með þeim hætti sem gert hefur verið. Aðildarríkin bera fyrst og fremst ábyrgð á þessu enda er ESB samstarfsvettvangur þeirra. Úlfar hefur haldið því fram að stjórn fiskveiða við strendur Íslands eigi sér stað í fiskabúri í samanburði við fiskveiðistjórn ESB. Þessu er ég ekki sammála. Fiskveiðistjórn ESB hefur því aldrei þurft að vera svona flókin eins og hún hefur verið um langt skeið útaf því einu að margar tegundir nytjastofna séu sameiginlegir aðildarríkjunum. Vissulega er það örðugra viðfangs þegar tvö eða fleiri strandríki þurfa með sameiginlegum aðgerðum að stuðla að verndun einstakra nytjastofna en þegar strandríki sér eitt um stjórn veiða á staðbundnum stofnum. Á hvorn veginn sem er skiptir mestu máli að fiskveiðistjórnin í heild sinni auki líkur á skynsamlegri nýtingu auðlindarinnar. Sem dæmi gátu Kanadamenn á sínum tíma eytt þorskstofninum innan sinnar efnahagslögsögu á meðan samstarf Norðmanna og Rússa hefur á síðustu árum skilað sterkum þorskstofni í Barentshafi.Um „ámælisverð vinnubrögð“Úlfar gerir athugasemdir við að ég vísaði í grein hans frá 31. mars sl. í tengslum við þá fullyrðingu að sameiginleg fiskveiðistefna ESB ætti ekki rót sína að rekja „til þess að forsvarsmenn Evrópuríkja hafi fengið innblástur um nauðsyn þess að hafa sameiginlega stefnu í þessum málum." Með tilvitnuðum ummælum var ég að benda á að sjávarútvegsstefna ESB varð upphaflega til vegna ákvarðana sem voru reistar á pólitísku hagsmunamati en varðaði lítið sem ekkert stjórn veiða á sameiginlegum nytjastofnum. Grein Úlfars frá 31. mars sl., sem og greinar margra annarra, gefa því a.m.k. undir fótinn að það hafi verið rökbundin nauðsyn að veita ESB umtalsvert vald til lagasetningar á sviði fiskveiðistjórnar. Svo tel ég ekki vera þar sem samstarf ESB-ríkja á sviði fiskveiðistjórnar hefði ávallt getað verið mun laustengdara ef pólitískur vilji hefði staðið til þess. Með hliðsjón af þessu kem ég ekki auga á þau ámælisverðu vinnubrögð sem Úlfar taldi mig viðhafa og vil ég gjarnan halda áfram að eiga orðastað við hann um þetta málefni, hvort sem það er á síðum Fréttablaðsins eða annars staðar! Kjarni vandans við fiskveiðistjórn út um allan heim er sá að „fiskarnir í fiskabúrinu" eru of fáir og of margar vilja koma höndum sínum yfir þá. Hanna þarf fiskveiðistjórnkerfi af skynsemi til að það nái settum markmiðum. Þótt árangurinn af íslenska fiskveiðistjórnkerfinu mætti gjarnan vera betri með tilliti til fiskverndar má með bærilegri sanngirni segja að Íslendingum hafi gengið betur að þróa sína fiskveiðistjórn en aðildarríkjum ESB að smíða sameiginlega fiskveiðistefnu.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar