Ertu með eða á móti? 3. september 2010 06:00 Ertu með eða á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB)? Þessari spurningu er ekki hægt að svara fyrr en vitað er hvaða kostir og ókostir munu fylgja aðild eða höfnun aðildar. Það verður hins vegar ekki ljóst fyrr en samningsdrög liggja fyrir að loknum samningaviðræðum. Þess vegna er spurningin ekki tímabær. Hægt er hins vegar að spyrja: Ertu með eða á móti því að rætt sé við ESB um aðild Íslands, – samninga leitað um að Ísland bætist í hóp þeirra 27 Evrópuríkja,sem hafa ákveðið að starfa náið saman? Ertu fylgjandi því að Ísland velji sömu leið og Danmörk, Finnland og Svíþjóð hafa farið? Það virðist borin von, enn sem komið er að minnsta kosti, að umræða um þetta mikilvæga mál fari fram á viti bornum nótum. Nýlega flutti einn af andstæðingum umsóknar pistil í Útvarpi Sögu, þar sem eftirfarandi kom fram: 1. Látið var í veðri vaka að ESB væri að stofna her, sem við yrðum að eiga aðild að við inngöngu í bandalagið. 2. Ýjað var að því að „Stórráð“ (hvað sem það nú er) ESB kynni að vilja setja upp eldflaugaskotpalla á Íslandi. 3. Aðild að NAFTA, Fríverslunarsamtökum Kanada, Bandaríkjanna og Mexíkó, væri besti valkostur Íslendinga. Sá valkostur hefur reyndar aldrei staðið okkur til boða. Ekki frekar en tvíhliðasamningur við ESB, sem Sjálfstæðisflokkur tönnlaðist á um 1990. Sá flokkur tók svo 180° beygju í stuttri Viðeyjarferð á vordögum 1991 og skrifaði upp á EES-samninginn og Jón Baldvin og Davíð mynduðu stjórn. 4. Í pistlinum var því haldið fram, að vandamál umheimsins kæmu okkur ekki við. Við ættum bara að huga að okkur sjálfum og okkar. Láta umheiminn afskiptalausan. Þetta var ekki heimssýn heldur heimsýn. Annar svarinn fjandmaður ESB umsóknar skrifaði nýlega grein í Morgunblaðið þar sem hann sakaði þá sem hann kallaði ESB-sinna um ódrengskap og að vera ekki vandir að meðulum. Það var reyndar ekki stutt rökum. Meðan málflutningur andstæðinga ESB-umsóknar er á þessu stigi og Útvarp Saga, að Mogganum ógleymdum, er helsti vettvangur þeirra sem ekki vilja auka samstarf við þjóðir Evrópu og ekki vilja að þjóðin fá að greiða atkvæði um niðurstöður samningaviðræðna, þá er umræðan á leiðinni út og suður og norður og niður. Við sem viljum taka afstöðu til aðildarkosta, þegar þeir liggja fyrir, ættum kannski að vera andstæðingum okkar þakklátir fyrir málflutning þeirra. Og þó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ertu með eða á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB)? Þessari spurningu er ekki hægt að svara fyrr en vitað er hvaða kostir og ókostir munu fylgja aðild eða höfnun aðildar. Það verður hins vegar ekki ljóst fyrr en samningsdrög liggja fyrir að loknum samningaviðræðum. Þess vegna er spurningin ekki tímabær. Hægt er hins vegar að spyrja: Ertu með eða á móti því að rætt sé við ESB um aðild Íslands, – samninga leitað um að Ísland bætist í hóp þeirra 27 Evrópuríkja,sem hafa ákveðið að starfa náið saman? Ertu fylgjandi því að Ísland velji sömu leið og Danmörk, Finnland og Svíþjóð hafa farið? Það virðist borin von, enn sem komið er að minnsta kosti, að umræða um þetta mikilvæga mál fari fram á viti bornum nótum. Nýlega flutti einn af andstæðingum umsóknar pistil í Útvarpi Sögu, þar sem eftirfarandi kom fram: 1. Látið var í veðri vaka að ESB væri að stofna her, sem við yrðum að eiga aðild að við inngöngu í bandalagið. 2. Ýjað var að því að „Stórráð“ (hvað sem það nú er) ESB kynni að vilja setja upp eldflaugaskotpalla á Íslandi. 3. Aðild að NAFTA, Fríverslunarsamtökum Kanada, Bandaríkjanna og Mexíkó, væri besti valkostur Íslendinga. Sá valkostur hefur reyndar aldrei staðið okkur til boða. Ekki frekar en tvíhliðasamningur við ESB, sem Sjálfstæðisflokkur tönnlaðist á um 1990. Sá flokkur tók svo 180° beygju í stuttri Viðeyjarferð á vordögum 1991 og skrifaði upp á EES-samninginn og Jón Baldvin og Davíð mynduðu stjórn. 4. Í pistlinum var því haldið fram, að vandamál umheimsins kæmu okkur ekki við. Við ættum bara að huga að okkur sjálfum og okkar. Láta umheiminn afskiptalausan. Þetta var ekki heimssýn heldur heimsýn. Annar svarinn fjandmaður ESB umsóknar skrifaði nýlega grein í Morgunblaðið þar sem hann sakaði þá sem hann kallaði ESB-sinna um ódrengskap og að vera ekki vandir að meðulum. Það var reyndar ekki stutt rökum. Meðan málflutningur andstæðinga ESB-umsóknar er á þessu stigi og Útvarp Saga, að Mogganum ógleymdum, er helsti vettvangur þeirra sem ekki vilja auka samstarf við þjóðir Evrópu og ekki vilja að þjóðin fá að greiða atkvæði um niðurstöður samningaviðræðna, þá er umræðan á leiðinni út og suður og norður og niður. Við sem viljum taka afstöðu til aðildarkosta, þegar þeir liggja fyrir, ættum kannski að vera andstæðingum okkar þakklátir fyrir málflutning þeirra. Og þó.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun