Fótbolti

Barcelona slapp með skrekkinn í Stuttgart

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn Stuttgart vildu fá víti í leiknum en fengu ekki þó svo boltinn hefði farið í hendina á Pique.
Leikmenn Stuttgart vildu fá víti í leiknum en fengu ekki þó svo boltinn hefði farið í hendina á Pique.

Barcelona og Bordeaux eru í fínum málum í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir leiki kvöldsins.

Barcelona gerði 1-1 jafntefli gegn Stuttgart í Þýskalandi og mátti þakka fyrir jafnteflið.

Stuttgart hefði hæglega getað skorað þrjú mörk í fyrri hálfleik en klaufaskapur liðsins kom í bakið á þeim er Zlatan skoraði gríðarlega mikilvægt útivallarmark.

Lærisveinar Laurent Blanc gerðu síðan frábæra ferð til Grikklands þar sem liðið vann útisigur gegn Olympiakos. Það þarf því eitthvað mikið að gerast svo Bordeaux fari ekki áfram í keppninni.

Meistaradeild Evrópu:

Stuttgart - Barcelona 1-1

1-0 Cacau (25.) - með skalla á fjærstöng eftir sendingu af vængnum.

1-1 Zlatan Ibrahimovic (52.) - fær boltann í teignum. Lehmann ver úr dauðafæri, Zlatan tekur frákastið og skorar í annarri tilraun.

Olympiakos - Bordeaux 0-1

0--1 Michael Ciani (45.)

 






















Fleiri fréttir

Sjá meira


×