Opinbera rannsókn á endurskoðendum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 14. desember 2010 06:00 Þáttur endurskoðenda í bankahruninu er að stórum hluta óuppgerður. Endurskoðendur bankanna hafa verið gagnrýndir harðlega en saknæmt athæfi þeirra hefur ekki verið sannað. Álitshnekkirinn fyrir þessa stétt, sem á að vera ábyrg og grandvör, er hins vegar nokkur nú þegar. Hlutur endurskoðenda var eitt þeirra mála sem rannsóknarnefnd Alþingis vísaði áfram til saksóknara. Nefndin taldi að endurskoðendur hefðu ekki sinnt skyldum sínum nægilega við endurskoðun reikningsskila bankanna 2007 og hálfsársuppgjöra þeirra 2008, meðal annars hvað varðar rannsókn þeirra og mat á virði útlána til stærstu viðskiptavina, meðferð á hlutabréfaeign starfsmanna og fyrirgreiðslu fjármálafyrirtækja til kaupa á hlutabréfum í sjálfum sér. Þá hefðu þeir látið hjá líða að gera Fjármálaeftirlitinu viðvart um ágalla í rekstri bankanna sem veiktu fjárhag þeirra. Í skýrslu þingmannanefndar um viðbrögð við rannsóknarskýrslunni fengu endurskoðendur nýja dembu og voru meðal annars sakaðir um að bera „mikla ábyrgð á að slæmir viðskiptahættir bankanna og vanvirðing við lög og reglur hafi fengið að viðgangast". Nefndin lagði til að löggjöf um endurskoðendur yrði endurskoðuð, að undangenginni „ítarlegri úttekt" sem viðskiptanefnd Alþingis á að beita sér fyrir. Slitastjórn Glitnis hefur stefnt endurskoðendum bankans, PWC, fyrir dóm í New York ásamt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og viðskiptafélögum hans. Þá hafa slitastjórn og skilanefnd Landsbankans boðað skaðabótamál á hendur sama endurskoðunarfyrirtæki. Erlendir sérfræðingar hafa unnið skýrslur á vegum sérstaks saksóknara, sem sagt hefur verið frá undanfarið, annars vegar um Glitni og hins vegar um Landsbankann. Þar er enn hert á gagnrýninni á endurskoðendurna. Áfram er það PWC sem verður fyrir gagnrýninni, en ekki er útilokað að enn eigi skýrsla um störf KPMG fyrir Kaupþing eftir að líta dagsins ljós. Viðbrögð endurskoðunarfyrirtækjanna hafa til þessa verið fremur rýr í roðinu. Stjórn Félags löggiltra endurskoðenda hefur þó ályktað að mikilvægt sé að fram fari rannsókn opinberra aðila á því hvort endurskoðunarfyrirtæki bankanna hafi sinnt starfi sínu „af kostgæfni og samviskusemi og farið að þeim lögum og endurskoðunarstöðlum sem gilda um störf þeirra". Stjórnin tók fram að áður en slík rannsókn hefði farið fram væri ekki hægt að kveða upp úr um hvort endurskoðendurnir hefðu brugðizt skyldum sínum. Þetta er rétt hjá stjórn FLE. Hins vegar geta endurskoðunarfyrirtæki, eins og önnur fyrirtæki, tapað trausti jafnvel þótt þau hafi ekki aðhafzt neitt saknæmt. Það dugir ekki að vísa til ábyrgðar stjórnenda bankanna eins og PWC á Íslandi hefur gert. Spurningin er hvort endurskoðendurnir hafi spilað með í þeirri geggjun sem við vitum nú að ríkti í íslenzka bankakerfinu undir lokin. Hið virta alþjóðlega endurskoðunarfyrirtæki Arthur Andersen fór með í fallinu þegar Enron-spilaborgin hrundi. Þá kom fyrir ekki, þótt stjórnendur fyrirtækisins væru að lokum sýknaðir af lögbrotum í Hæstarétti Bandaríkjanna. Orðsporið var ónýtt. Meðal annars í því ljósi er rétt ákvörðun hjá PWC að bíða ekki niðurstaðna opinberrar rannsóknar, heldur að byrja að gera hreint fyrir sínum dyrum með því að svara þeim ávirðingum í garð fyrirtækisins sem hafa komið fram að undanförnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Þáttur endurskoðenda í bankahruninu er að stórum hluta óuppgerður. Endurskoðendur bankanna hafa verið gagnrýndir harðlega en saknæmt athæfi þeirra hefur ekki verið sannað. Álitshnekkirinn fyrir þessa stétt, sem á að vera ábyrg og grandvör, er hins vegar nokkur nú þegar. Hlutur endurskoðenda var eitt þeirra mála sem rannsóknarnefnd Alþingis vísaði áfram til saksóknara. Nefndin taldi að endurskoðendur hefðu ekki sinnt skyldum sínum nægilega við endurskoðun reikningsskila bankanna 2007 og hálfsársuppgjöra þeirra 2008, meðal annars hvað varðar rannsókn þeirra og mat á virði útlána til stærstu viðskiptavina, meðferð á hlutabréfaeign starfsmanna og fyrirgreiðslu fjármálafyrirtækja til kaupa á hlutabréfum í sjálfum sér. Þá hefðu þeir látið hjá líða að gera Fjármálaeftirlitinu viðvart um ágalla í rekstri bankanna sem veiktu fjárhag þeirra. Í skýrslu þingmannanefndar um viðbrögð við rannsóknarskýrslunni fengu endurskoðendur nýja dembu og voru meðal annars sakaðir um að bera „mikla ábyrgð á að slæmir viðskiptahættir bankanna og vanvirðing við lög og reglur hafi fengið að viðgangast". Nefndin lagði til að löggjöf um endurskoðendur yrði endurskoðuð, að undangenginni „ítarlegri úttekt" sem viðskiptanefnd Alþingis á að beita sér fyrir. Slitastjórn Glitnis hefur stefnt endurskoðendum bankans, PWC, fyrir dóm í New York ásamt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og viðskiptafélögum hans. Þá hafa slitastjórn og skilanefnd Landsbankans boðað skaðabótamál á hendur sama endurskoðunarfyrirtæki. Erlendir sérfræðingar hafa unnið skýrslur á vegum sérstaks saksóknara, sem sagt hefur verið frá undanfarið, annars vegar um Glitni og hins vegar um Landsbankann. Þar er enn hert á gagnrýninni á endurskoðendurna. Áfram er það PWC sem verður fyrir gagnrýninni, en ekki er útilokað að enn eigi skýrsla um störf KPMG fyrir Kaupþing eftir að líta dagsins ljós. Viðbrögð endurskoðunarfyrirtækjanna hafa til þessa verið fremur rýr í roðinu. Stjórn Félags löggiltra endurskoðenda hefur þó ályktað að mikilvægt sé að fram fari rannsókn opinberra aðila á því hvort endurskoðunarfyrirtæki bankanna hafi sinnt starfi sínu „af kostgæfni og samviskusemi og farið að þeim lögum og endurskoðunarstöðlum sem gilda um störf þeirra". Stjórnin tók fram að áður en slík rannsókn hefði farið fram væri ekki hægt að kveða upp úr um hvort endurskoðendurnir hefðu brugðizt skyldum sínum. Þetta er rétt hjá stjórn FLE. Hins vegar geta endurskoðunarfyrirtæki, eins og önnur fyrirtæki, tapað trausti jafnvel þótt þau hafi ekki aðhafzt neitt saknæmt. Það dugir ekki að vísa til ábyrgðar stjórnenda bankanna eins og PWC á Íslandi hefur gert. Spurningin er hvort endurskoðendurnir hafi spilað með í þeirri geggjun sem við vitum nú að ríkti í íslenzka bankakerfinu undir lokin. Hið virta alþjóðlega endurskoðunarfyrirtæki Arthur Andersen fór með í fallinu þegar Enron-spilaborgin hrundi. Þá kom fyrir ekki, þótt stjórnendur fyrirtækisins væru að lokum sýknaðir af lögbrotum í Hæstarétti Bandaríkjanna. Orðsporið var ónýtt. Meðal annars í því ljósi er rétt ákvörðun hjá PWC að bíða ekki niðurstaðna opinberrar rannsóknar, heldur að byrja að gera hreint fyrir sínum dyrum með því að svara þeim ávirðingum í garð fyrirtækisins sem hafa komið fram að undanförnu.
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun