Fótbolti

Papin: Chelsea líklegast til að vinna Meistaradeildina

Ómar Þorgeirsson skrifar
Jean-Pierre Papin.
Jean-Pierre Papin. Nordic photos/AFP

Goðsögnin Jean-Pierre Papin sem gerði garðinn frægann með félögum á borð við Marseille og AC Milan ásamt franska landsliðinu hefur trú á því að Chelsea muni vinna meistaradeildina á þessu tímabili.

Papin var fenginn til þess að spá í spilin fyrir vefmiðilinn Goal.com og telur hann Lundúnafélagið sigurstranglegt en fleiri félög geti þó vissulega blandað sér í baráttuna.

„Mér finnst Chelsea vera með sterkasta liðið í dag og það er það lið sem hefur heillað mig mest á þessu keppnistímabili. Chelsea er búið að vera mjög stöðugt og það skiptir miklu máli. AC Milan hefur líka getu til þess að fara alla leið og ég held að það geti unnið hvaða lið sem er eins og staðan er í dag, jafnvel Manchester United. Það er því allt opið en eins og ég segi þá myndi ég tippa á Chelsea eins og staðan er í dag," segir Papin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×