„Búa bara hálfvitar í Reykjanesbæ?“ Kristlaug María Sigurðardóttir skrifar 25. maí 2010 16:44 Þessa spurningu fékk ég í símanum fyrir stuttu, frá bróður mínum sem býr norður í landi. Hann og fleiri skilja ekki hvernig íbúar Reykjanesbæjar hafa sýnt það í skoðanakönnunum að þeir ætli að kjósa yfir sig óbreytt ástand. þ.e. algert gjaldþrot bæjarfélagsins. Sameining bæjarfélaga Fyrir 16 árum voru sveitafélögin Keflavík, Njarðvíkurnar og Hafnir sameinuð og allar eignir sveitafélagana settar í sameiginlegan pott sveitafélagsins Reykjanesbæjar. Ekki voru allir sáttir við sameininguna en þeir sem kölluðu helst eftir henni lýstu því hvernig hagræðing myndi hljótast af þessum gerningi og hagsmunum bæjarbúa væri best borgið í sameiginlegu sveitafélagi. Íbúarnir voru rúmlega tíu þúsund og möguleikar að byggja upp blómlegt samfélag úr sameinuðu sveitafélögunum töluverðir. Átta árum síðar fóru fram örlagaríkar kosningar þar sem núverandi meirihluti náði völdum og hefur haldið þeim síðan, án gagnrýni, án lýðræðis og án þess að bera hag íbúa bæjarins fyrir brjósti. Þetta er ekki gamalt sveitafélag sem berst nú í bökkum. Smá útúrdúr til sveitafélagsins Farum í Danmörku Nánast á sama tíma stjórnaði Peter Brixtofte bæjarfélaginu Farum í Danmörku og kom með nýja, róttæka stjórnunaraðferð sem var uppfrá þessu kölluð "Farum módelið" bæjarfélaginu til heiðurs. Farum módelið gekk út á það að selja allar eignir bæjarins til eignarhaldsfélags, nota hagnaðinn í allavega og allskonar fyrir hinn og þennan sem Peter Brixtofte þekkti, eða hitt og þetta sem Peter Brixtofte vildi. Snilldin fólst svo í því að leigja eignirnar aftur, en reyndar á töluvert hærra verði en það hefði kostað að halda þeim við og reka sjálf. En við þetta fékkst lausafé sem hafði verið bundið í fasteignunum, og það var jú mikilvægt fyrir bæjarstjóra sem vildi eyða peningum og reysa misvellukkuð minnismerki um sjálfann sig að hafa nóg af peningum. Aftur til Reykjanesbæjar Árið 2002 bjuggu um 11000 íbúar í Reykjanesbæ og skuldir bæjarins voru um einn milljarður. Það þýðir að hver bæjarbúi skuldaði rúmar 90 þúsund krónur og bærinn átti allar skólabyggingar, leikskólabyggingar, íþróttamannavirki, Stapann og fleira og fleira, sem sagt fullt af eignum. Þá frétti einhver af "Farum módelinu" og vildi endilega selja, bæði til að borga miljaðinn (það voru ein rökin) og líka til að losa fé svo það væri hægt að "fegra" bæinn og gera allavega og allskonar eins og sumir bæjarstjórar vilja gjarnan gera. Aftur til Farum, skömmu síðar Eftirlitsstofnun með sveitafélögum í Danmörku gerði athugasemd við skuldir bæjarfélagsins Farum sem voru orðnar svo miklar að því varð ekki bjargað. Sveitafélagið Farum, átti engar eignir og skuldaði margfalt það sem það hafði skuldað fyrir sölu eignanna. Sveitafélagið var lagt niður og íbúarnir, án þess að hafa nokkuð um það að segja, sameinaðir öðru svitafélagi. En bæjarstjórinn Peter Brixtofte var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir spillingu og mútugreiðslur nokkrum árum síðar. Aftur til Reykjanesbæjar Árið er 2010, íbúafjöldinn er um 14000 manns, hreinn pólitískur meirihluti hefur verið við völd í átta ár og nánast apað allt upp eftir Farum módeli hins dæmda glæpamanns Peters Brixtofte. Það er búið að selja allar eignirnar, og skuldirnar eru yfir 30 miljarðar, sem mér skilst að sé varlega áætlað miðað við allar bókhaldsbrellurnar sem hafa verið notaðar til að fela skuldirnar. Þetta þýðir að hver einasti íbúi Reykjanesbæjar skuldar tæpar 2,2 miljónir, og bærinn er gersamlega eignalaus og á hausnum. Meira að segja fjöreggið, stolt Suðurnesjamanna, Hitaveitan, er farin. Með þessu áframhaldi, kjósi fólk aftur yfir sig meirihluta sem ekki hefur hag bæjarbúa að leiðarljósi, þá er bæjarfélagið Reykjanesbær á leið í gjaldþrot. Íbúarnir þurfa þá að leita á náðir, eða verða neyddir til að sameinast, öðru bæjarfélagi sem fer þá með forræði yfir því sem áður var Reykjanesbær. Þannig verður draumurinn um hið sterka sameinaða bæjarfélag orðinn að sannri martröð fyrir íbúana. Aftur að bróður mínum Er nema von að bróðir minn spyrji hvort hér búi eintómir hálfvitar. Honum finnst, eins og svo mörgum öðrum að fólk sem kýs áfram svona meirihluta, sem hefur ekkert gert nema margfalda skuldir bæjarins síðustu árin svo gjaldþrot blasi við, vera hálfvitar. Ég hins vegar trúi því að íbúar Reykjanesbæjar sjái gerðir meirihlutans síðustu árin í réttu ljósi og átti sig á því að það er ekki í lagi að fara svona með almannaeign og ráðastafa henni eins og um einkaeign væri að ræða. Ég trúi því að íbúar Reykjanesbæjar horfist í augu við vandann sem meirihlutinn hefur skapað bæjarfélaginu einn og óstuddur og neitar að horfast í augu við. Aðeins þannig er hægt að vinna á fjármálavanda bæjarins og gera Reykjanesbæ aftur að sjálfstæðu og sterku sveitafélagi. Og nú að kosningum Kæru íbúar Reykjanesbæjar, ég bið ykkur, ekki láta blekkjast af glansmynd núverndi meirihluta sem er með allt niður um sig og reynir endalaust að kenna öðrum um hvernig komið er fyrir bænum okkar. Skuldasöfnunin og sala eignanna er þeirra verk. Ekki kjósa þennan meirihluta yfir okkur einu sinni enn, kæru kjósendur. Núvernadi meirihluti Sjálfstæðismanna er búinn að sigla bænum okkar í strand, ekki leyfa þeim að brenna hann líka. Ekki láta mig þurfa að svara spurningu bróður míns játandi. Það má lesa um Peter Brixtofte og fyrrverandi sveitafélagið Farum hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Peter_Brixtofte Kristlaug María Sigurðardóttir 8. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinsælast 2010 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa spurningu fékk ég í símanum fyrir stuttu, frá bróður mínum sem býr norður í landi. Hann og fleiri skilja ekki hvernig íbúar Reykjanesbæjar hafa sýnt það í skoðanakönnunum að þeir ætli að kjósa yfir sig óbreytt ástand. þ.e. algert gjaldþrot bæjarfélagsins. Sameining bæjarfélaga Fyrir 16 árum voru sveitafélögin Keflavík, Njarðvíkurnar og Hafnir sameinuð og allar eignir sveitafélagana settar í sameiginlegan pott sveitafélagsins Reykjanesbæjar. Ekki voru allir sáttir við sameininguna en þeir sem kölluðu helst eftir henni lýstu því hvernig hagræðing myndi hljótast af þessum gerningi og hagsmunum bæjarbúa væri best borgið í sameiginlegu sveitafélagi. Íbúarnir voru rúmlega tíu þúsund og möguleikar að byggja upp blómlegt samfélag úr sameinuðu sveitafélögunum töluverðir. Átta árum síðar fóru fram örlagaríkar kosningar þar sem núverandi meirihluti náði völdum og hefur haldið þeim síðan, án gagnrýni, án lýðræðis og án þess að bera hag íbúa bæjarins fyrir brjósti. Þetta er ekki gamalt sveitafélag sem berst nú í bökkum. Smá útúrdúr til sveitafélagsins Farum í Danmörku Nánast á sama tíma stjórnaði Peter Brixtofte bæjarfélaginu Farum í Danmörku og kom með nýja, róttæka stjórnunaraðferð sem var uppfrá þessu kölluð "Farum módelið" bæjarfélaginu til heiðurs. Farum módelið gekk út á það að selja allar eignir bæjarins til eignarhaldsfélags, nota hagnaðinn í allavega og allskonar fyrir hinn og þennan sem Peter Brixtofte þekkti, eða hitt og þetta sem Peter Brixtofte vildi. Snilldin fólst svo í því að leigja eignirnar aftur, en reyndar á töluvert hærra verði en það hefði kostað að halda þeim við og reka sjálf. En við þetta fékkst lausafé sem hafði verið bundið í fasteignunum, og það var jú mikilvægt fyrir bæjarstjóra sem vildi eyða peningum og reysa misvellukkuð minnismerki um sjálfann sig að hafa nóg af peningum. Aftur til Reykjanesbæjar Árið 2002 bjuggu um 11000 íbúar í Reykjanesbæ og skuldir bæjarins voru um einn milljarður. Það þýðir að hver bæjarbúi skuldaði rúmar 90 þúsund krónur og bærinn átti allar skólabyggingar, leikskólabyggingar, íþróttamannavirki, Stapann og fleira og fleira, sem sagt fullt af eignum. Þá frétti einhver af "Farum módelinu" og vildi endilega selja, bæði til að borga miljaðinn (það voru ein rökin) og líka til að losa fé svo það væri hægt að "fegra" bæinn og gera allavega og allskonar eins og sumir bæjarstjórar vilja gjarnan gera. Aftur til Farum, skömmu síðar Eftirlitsstofnun með sveitafélögum í Danmörku gerði athugasemd við skuldir bæjarfélagsins Farum sem voru orðnar svo miklar að því varð ekki bjargað. Sveitafélagið Farum, átti engar eignir og skuldaði margfalt það sem það hafði skuldað fyrir sölu eignanna. Sveitafélagið var lagt niður og íbúarnir, án þess að hafa nokkuð um það að segja, sameinaðir öðru svitafélagi. En bæjarstjórinn Peter Brixtofte var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir spillingu og mútugreiðslur nokkrum árum síðar. Aftur til Reykjanesbæjar Árið er 2010, íbúafjöldinn er um 14000 manns, hreinn pólitískur meirihluti hefur verið við völd í átta ár og nánast apað allt upp eftir Farum módeli hins dæmda glæpamanns Peters Brixtofte. Það er búið að selja allar eignirnar, og skuldirnar eru yfir 30 miljarðar, sem mér skilst að sé varlega áætlað miðað við allar bókhaldsbrellurnar sem hafa verið notaðar til að fela skuldirnar. Þetta þýðir að hver einasti íbúi Reykjanesbæjar skuldar tæpar 2,2 miljónir, og bærinn er gersamlega eignalaus og á hausnum. Meira að segja fjöreggið, stolt Suðurnesjamanna, Hitaveitan, er farin. Með þessu áframhaldi, kjósi fólk aftur yfir sig meirihluta sem ekki hefur hag bæjarbúa að leiðarljósi, þá er bæjarfélagið Reykjanesbær á leið í gjaldþrot. Íbúarnir þurfa þá að leita á náðir, eða verða neyddir til að sameinast, öðru bæjarfélagi sem fer þá með forræði yfir því sem áður var Reykjanesbær. Þannig verður draumurinn um hið sterka sameinaða bæjarfélag orðinn að sannri martröð fyrir íbúana. Aftur að bróður mínum Er nema von að bróðir minn spyrji hvort hér búi eintómir hálfvitar. Honum finnst, eins og svo mörgum öðrum að fólk sem kýs áfram svona meirihluta, sem hefur ekkert gert nema margfalda skuldir bæjarins síðustu árin svo gjaldþrot blasi við, vera hálfvitar. Ég hins vegar trúi því að íbúar Reykjanesbæjar sjái gerðir meirihlutans síðustu árin í réttu ljósi og átti sig á því að það er ekki í lagi að fara svona með almannaeign og ráðastafa henni eins og um einkaeign væri að ræða. Ég trúi því að íbúar Reykjanesbæjar horfist í augu við vandann sem meirihlutinn hefur skapað bæjarfélaginu einn og óstuddur og neitar að horfast í augu við. Aðeins þannig er hægt að vinna á fjármálavanda bæjarins og gera Reykjanesbæ aftur að sjálfstæðu og sterku sveitafélagi. Og nú að kosningum Kæru íbúar Reykjanesbæjar, ég bið ykkur, ekki láta blekkjast af glansmynd núverndi meirihluta sem er með allt niður um sig og reynir endalaust að kenna öðrum um hvernig komið er fyrir bænum okkar. Skuldasöfnunin og sala eignanna er þeirra verk. Ekki kjósa þennan meirihluta yfir okkur einu sinni enn, kæru kjósendur. Núvernadi meirihluti Sjálfstæðismanna er búinn að sigla bænum okkar í strand, ekki leyfa þeim að brenna hann líka. Ekki láta mig þurfa að svara spurningu bróður míns játandi. Það má lesa um Peter Brixtofte og fyrrverandi sveitafélagið Farum hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Peter_Brixtofte Kristlaug María Sigurðardóttir 8. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar