Líkamsklukkan og skammdegið Andrés Magnússon skrifar 6. febrúar 2010 06:00 Rannsóknir síðari ára hafa leitt í ljós að starfsemi og virkni hinna ýmsu líffærakerfa mannslíkamans sveiflast eftir 24 klukkustunda dægurrythma (dægurtakti). Þannig framleiða ákveðnar frumur mismikið af hormónum og enzymum eftir því hvaða tími dags er. Sum líffæri eru mest virk seinnipart nætur, en önnur, eins og t.d. nýrun, eru lítið virk á nóttunni. Jafnvel þegar frumur eru teknar úr líffærum og ræktaðar í agar-skálum þá geta þær haldið áfram að sýna reglulegar dægursveiflur fyrstu dagana. Það sem sér um að samhæfa og samstilla alla dægurtaktana eða dægursveiflur líkamans er hin svokallaða líkamsklukka (einnig nefnd „innri klukkan" eða „líffræðilega klukkan"). Hún er hljómsveitarstjórinn. Stilling líkamsklukkunnarEn hvernig fer líkamsklukkan að því að halda stillingu sinni þannig að hún gangi alltaf á 24 klukkustundum? Jú, hún getur numið birtuna í umhverfinu og þannig samstillt hinar innri dægursveiflur við gang sólar. Ef mannskepnan er færð niður í yfirgefnar námur, djúpt í myrkustu iður jarðar, þá heldur líkamsklukkan í fyrstu áfram að ganga nokkurn veginn rétt, en smám saman fer henni að fipast. Yfirleitt seinkar hún sér, en einnig fara hinir ýmsu rythmar (sveiflur) að ganga hver í sínum eigin takti, og verða þá ekki lengur innbyrðis samstilltir. Þetta er óhollt og vitað er að t.d. vaktavinnufólk sem stöðugt er að hringla með dægursveiflur sínar, lifir skemur en aðrir.Líkamsklukkan stjórnar svefninum. Flest dýr, og manneskjur í fríi, vakna þegar líkamsklukkan segir fyrir um að þau skuli vakna. En í nútíma samfélagi eru það aðrir þættir sem ákvarða hvenær einstaklingurinn vaknar. Þetta getur leitt til þess að misræmi kemst á milli hinnar ytri klukku samfélagsins og hinnar innri klukku líkamans. Það framkallar þreytu, slappleika og vanlíðan. Þegar innri dægursveiflur brotna niður þá brotnar líka niður mótstöðuþrek einstaklinga, enda er þessari tækni ávallt beitt við pyntingar; Fórnarlömbum er skutlað inn í litla almyrkvaða klefa í nokkra mánuði, hávær graðhestamúsík er spiluð allar nætur í Guantanamo og ljósaperan er látin loga allan sólarhringinn hjá Sævari.Í hinu langa skammdegi á Íslandi eru flestir innandyra þá fáu tíma sem einhverrar birtu nýtur. Þeir einstaklingar sem viðkvæmastir eru fyrir skort á ljósi geta þá þróað með sér svokallað skammdegisþunglyndi. Það er hægt að lækna með sterku ljósi sem kemur aftur reglu á dægursveiflurnar. Sú dýrategund sem er með einna viðkvæmustu líkamsklukkuna og þolir verst skort á ljósi heitir unglingar. Unglingum er sérstaklega hætt við að þróa með sér „fasaseinkun á svefni" (Delayed Sleep Phase Insomnia). Þá er líkamsklukkan nokkrum klukkustundum á eftir klukku samfélagsins, sem lýsir sér þannig að unglingarnir fara að sofa seint á nóttunni og vakna ekki fyrr en undir hádegi. Þetta er einnig oft hægt að leiðrétta með því að nota sterkt ljós fyrrihluta dags. Varnaraðgerðir við skammdegiMinna en einn þúsundasti hluti mannkyns býr jafn norðarlega, og við jafn mikið skammdegi og við Íslendingar. Hér á landi ættu að vera alls kyns varnaraðgerðir til þess að mæta þessum sérstæðu aðstæðum. Gamalt kínverskt máltæki segir: „Á veturna skaltu fara fyrr að sofa og rísa klukkustund seinna úr rekkju." Íbúar Tromsö gerðu þetta til skamms tíma; skólabörnin þurftu ekki að mæta í skólann fyrr en klukkan níu í svartasta skammdeginu og máttu fara fyrr heim á daginn. En hvað gera Íslendingar við sín börn í skammdeginu? Jú, rífa þau upp úr rúmunum um miðja nótt til þess að vera búin að koma þeim í skólann fyrir klukkan hálf sjö að sólartíma. Klukkan á Íslandi er nefnilega stillt eftir Greenwich, sem er 22° austar en Ísland, eða sem svarar einu og hálfu tímabelti. Innri klukka barnanna fer ekkert eftir því sem íslenskir stjórnmálamenn hafa ákveðið, hún stillir sig bara eftir sólartíma. Hádegi sem er klukkan 12 annars staðar í heiminum er klukkan hálf tvö á Íslandi. Þetta fyrirkomulag, að láta Íslendinga vakna einum og hálfum tíma fyrr en þeim er eiginlegt, er gert með „hagsmuni atvinnulífsins" að leiðarljósi. Er ekki einfaldast að þeir fáu viðskiptajöfrar sem þurfa að vera í stöðugu símasambandi við skrifstofur í nágrannalöndum okkar vakni bara sjálfir fyrr á morgnana án þess að þurfa að gera það að vandamáli allrar þjóðarinnar? Nú er kominn tími til þess að hefja umræður um það hvort Íslendingar vilja lifa í takt við árstíðirnar, hvort þeir geti með einhverjum ráðum látið sér líða betur í skammdeginu og hvort það sé óþarfa álag að búa hér við svo skekkta klukku.Höfundur er geðlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinsælast 2010 Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Rannsóknir síðari ára hafa leitt í ljós að starfsemi og virkni hinna ýmsu líffærakerfa mannslíkamans sveiflast eftir 24 klukkustunda dægurrythma (dægurtakti). Þannig framleiða ákveðnar frumur mismikið af hormónum og enzymum eftir því hvaða tími dags er. Sum líffæri eru mest virk seinnipart nætur, en önnur, eins og t.d. nýrun, eru lítið virk á nóttunni. Jafnvel þegar frumur eru teknar úr líffærum og ræktaðar í agar-skálum þá geta þær haldið áfram að sýna reglulegar dægursveiflur fyrstu dagana. Það sem sér um að samhæfa og samstilla alla dægurtaktana eða dægursveiflur líkamans er hin svokallaða líkamsklukka (einnig nefnd „innri klukkan" eða „líffræðilega klukkan"). Hún er hljómsveitarstjórinn. Stilling líkamsklukkunnarEn hvernig fer líkamsklukkan að því að halda stillingu sinni þannig að hún gangi alltaf á 24 klukkustundum? Jú, hún getur numið birtuna í umhverfinu og þannig samstillt hinar innri dægursveiflur við gang sólar. Ef mannskepnan er færð niður í yfirgefnar námur, djúpt í myrkustu iður jarðar, þá heldur líkamsklukkan í fyrstu áfram að ganga nokkurn veginn rétt, en smám saman fer henni að fipast. Yfirleitt seinkar hún sér, en einnig fara hinir ýmsu rythmar (sveiflur) að ganga hver í sínum eigin takti, og verða þá ekki lengur innbyrðis samstilltir. Þetta er óhollt og vitað er að t.d. vaktavinnufólk sem stöðugt er að hringla með dægursveiflur sínar, lifir skemur en aðrir.Líkamsklukkan stjórnar svefninum. Flest dýr, og manneskjur í fríi, vakna þegar líkamsklukkan segir fyrir um að þau skuli vakna. En í nútíma samfélagi eru það aðrir þættir sem ákvarða hvenær einstaklingurinn vaknar. Þetta getur leitt til þess að misræmi kemst á milli hinnar ytri klukku samfélagsins og hinnar innri klukku líkamans. Það framkallar þreytu, slappleika og vanlíðan. Þegar innri dægursveiflur brotna niður þá brotnar líka niður mótstöðuþrek einstaklinga, enda er þessari tækni ávallt beitt við pyntingar; Fórnarlömbum er skutlað inn í litla almyrkvaða klefa í nokkra mánuði, hávær graðhestamúsík er spiluð allar nætur í Guantanamo og ljósaperan er látin loga allan sólarhringinn hjá Sævari.Í hinu langa skammdegi á Íslandi eru flestir innandyra þá fáu tíma sem einhverrar birtu nýtur. Þeir einstaklingar sem viðkvæmastir eru fyrir skort á ljósi geta þá þróað með sér svokallað skammdegisþunglyndi. Það er hægt að lækna með sterku ljósi sem kemur aftur reglu á dægursveiflurnar. Sú dýrategund sem er með einna viðkvæmustu líkamsklukkuna og þolir verst skort á ljósi heitir unglingar. Unglingum er sérstaklega hætt við að þróa með sér „fasaseinkun á svefni" (Delayed Sleep Phase Insomnia). Þá er líkamsklukkan nokkrum klukkustundum á eftir klukku samfélagsins, sem lýsir sér þannig að unglingarnir fara að sofa seint á nóttunni og vakna ekki fyrr en undir hádegi. Þetta er einnig oft hægt að leiðrétta með því að nota sterkt ljós fyrrihluta dags. Varnaraðgerðir við skammdegiMinna en einn þúsundasti hluti mannkyns býr jafn norðarlega, og við jafn mikið skammdegi og við Íslendingar. Hér á landi ættu að vera alls kyns varnaraðgerðir til þess að mæta þessum sérstæðu aðstæðum. Gamalt kínverskt máltæki segir: „Á veturna skaltu fara fyrr að sofa og rísa klukkustund seinna úr rekkju." Íbúar Tromsö gerðu þetta til skamms tíma; skólabörnin þurftu ekki að mæta í skólann fyrr en klukkan níu í svartasta skammdeginu og máttu fara fyrr heim á daginn. En hvað gera Íslendingar við sín börn í skammdeginu? Jú, rífa þau upp úr rúmunum um miðja nótt til þess að vera búin að koma þeim í skólann fyrir klukkan hálf sjö að sólartíma. Klukkan á Íslandi er nefnilega stillt eftir Greenwich, sem er 22° austar en Ísland, eða sem svarar einu og hálfu tímabelti. Innri klukka barnanna fer ekkert eftir því sem íslenskir stjórnmálamenn hafa ákveðið, hún stillir sig bara eftir sólartíma. Hádegi sem er klukkan 12 annars staðar í heiminum er klukkan hálf tvö á Íslandi. Þetta fyrirkomulag, að láta Íslendinga vakna einum og hálfum tíma fyrr en þeim er eiginlegt, er gert með „hagsmuni atvinnulífsins" að leiðarljósi. Er ekki einfaldast að þeir fáu viðskiptajöfrar sem þurfa að vera í stöðugu símasambandi við skrifstofur í nágrannalöndum okkar vakni bara sjálfir fyrr á morgnana án þess að þurfa að gera það að vandamáli allrar þjóðarinnar? Nú er kominn tími til þess að hefja umræður um það hvort Íslendingar vilja lifa í takt við árstíðirnar, hvort þeir geti með einhverjum ráðum látið sér líða betur í skammdeginu og hvort það sé óþarfa álag að búa hér við svo skekkta klukku.Höfundur er geðlæknir.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun