Líkamsklukkan og skammdegið Andrés Magnússon skrifar 6. febrúar 2010 06:00 Rannsóknir síðari ára hafa leitt í ljós að starfsemi og virkni hinna ýmsu líffærakerfa mannslíkamans sveiflast eftir 24 klukkustunda dægurrythma (dægurtakti). Þannig framleiða ákveðnar frumur mismikið af hormónum og enzymum eftir því hvaða tími dags er. Sum líffæri eru mest virk seinnipart nætur, en önnur, eins og t.d. nýrun, eru lítið virk á nóttunni. Jafnvel þegar frumur eru teknar úr líffærum og ræktaðar í agar-skálum þá geta þær haldið áfram að sýna reglulegar dægursveiflur fyrstu dagana. Það sem sér um að samhæfa og samstilla alla dægurtaktana eða dægursveiflur líkamans er hin svokallaða líkamsklukka (einnig nefnd „innri klukkan" eða „líffræðilega klukkan"). Hún er hljómsveitarstjórinn. Stilling líkamsklukkunnarEn hvernig fer líkamsklukkan að því að halda stillingu sinni þannig að hún gangi alltaf á 24 klukkustundum? Jú, hún getur numið birtuna í umhverfinu og þannig samstillt hinar innri dægursveiflur við gang sólar. Ef mannskepnan er færð niður í yfirgefnar námur, djúpt í myrkustu iður jarðar, þá heldur líkamsklukkan í fyrstu áfram að ganga nokkurn veginn rétt, en smám saman fer henni að fipast. Yfirleitt seinkar hún sér, en einnig fara hinir ýmsu rythmar (sveiflur) að ganga hver í sínum eigin takti, og verða þá ekki lengur innbyrðis samstilltir. Þetta er óhollt og vitað er að t.d. vaktavinnufólk sem stöðugt er að hringla með dægursveiflur sínar, lifir skemur en aðrir.Líkamsklukkan stjórnar svefninum. Flest dýr, og manneskjur í fríi, vakna þegar líkamsklukkan segir fyrir um að þau skuli vakna. En í nútíma samfélagi eru það aðrir þættir sem ákvarða hvenær einstaklingurinn vaknar. Þetta getur leitt til þess að misræmi kemst á milli hinnar ytri klukku samfélagsins og hinnar innri klukku líkamans. Það framkallar þreytu, slappleika og vanlíðan. Þegar innri dægursveiflur brotna niður þá brotnar líka niður mótstöðuþrek einstaklinga, enda er þessari tækni ávallt beitt við pyntingar; Fórnarlömbum er skutlað inn í litla almyrkvaða klefa í nokkra mánuði, hávær graðhestamúsík er spiluð allar nætur í Guantanamo og ljósaperan er látin loga allan sólarhringinn hjá Sævari.Í hinu langa skammdegi á Íslandi eru flestir innandyra þá fáu tíma sem einhverrar birtu nýtur. Þeir einstaklingar sem viðkvæmastir eru fyrir skort á ljósi geta þá þróað með sér svokallað skammdegisþunglyndi. Það er hægt að lækna með sterku ljósi sem kemur aftur reglu á dægursveiflurnar. Sú dýrategund sem er með einna viðkvæmustu líkamsklukkuna og þolir verst skort á ljósi heitir unglingar. Unglingum er sérstaklega hætt við að þróa með sér „fasaseinkun á svefni" (Delayed Sleep Phase Insomnia). Þá er líkamsklukkan nokkrum klukkustundum á eftir klukku samfélagsins, sem lýsir sér þannig að unglingarnir fara að sofa seint á nóttunni og vakna ekki fyrr en undir hádegi. Þetta er einnig oft hægt að leiðrétta með því að nota sterkt ljós fyrrihluta dags. Varnaraðgerðir við skammdegiMinna en einn þúsundasti hluti mannkyns býr jafn norðarlega, og við jafn mikið skammdegi og við Íslendingar. Hér á landi ættu að vera alls kyns varnaraðgerðir til þess að mæta þessum sérstæðu aðstæðum. Gamalt kínverskt máltæki segir: „Á veturna skaltu fara fyrr að sofa og rísa klukkustund seinna úr rekkju." Íbúar Tromsö gerðu þetta til skamms tíma; skólabörnin þurftu ekki að mæta í skólann fyrr en klukkan níu í svartasta skammdeginu og máttu fara fyrr heim á daginn. En hvað gera Íslendingar við sín börn í skammdeginu? Jú, rífa þau upp úr rúmunum um miðja nótt til þess að vera búin að koma þeim í skólann fyrir klukkan hálf sjö að sólartíma. Klukkan á Íslandi er nefnilega stillt eftir Greenwich, sem er 22° austar en Ísland, eða sem svarar einu og hálfu tímabelti. Innri klukka barnanna fer ekkert eftir því sem íslenskir stjórnmálamenn hafa ákveðið, hún stillir sig bara eftir sólartíma. Hádegi sem er klukkan 12 annars staðar í heiminum er klukkan hálf tvö á Íslandi. Þetta fyrirkomulag, að láta Íslendinga vakna einum og hálfum tíma fyrr en þeim er eiginlegt, er gert með „hagsmuni atvinnulífsins" að leiðarljósi. Er ekki einfaldast að þeir fáu viðskiptajöfrar sem þurfa að vera í stöðugu símasambandi við skrifstofur í nágrannalöndum okkar vakni bara sjálfir fyrr á morgnana án þess að þurfa að gera það að vandamáli allrar þjóðarinnar? Nú er kominn tími til þess að hefja umræður um það hvort Íslendingar vilja lifa í takt við árstíðirnar, hvort þeir geti með einhverjum ráðum látið sér líða betur í skammdeginu og hvort það sé óþarfa álag að búa hér við svo skekkta klukku.Höfundur er geðlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinsælast 2010 Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Rannsóknir síðari ára hafa leitt í ljós að starfsemi og virkni hinna ýmsu líffærakerfa mannslíkamans sveiflast eftir 24 klukkustunda dægurrythma (dægurtakti). Þannig framleiða ákveðnar frumur mismikið af hormónum og enzymum eftir því hvaða tími dags er. Sum líffæri eru mest virk seinnipart nætur, en önnur, eins og t.d. nýrun, eru lítið virk á nóttunni. Jafnvel þegar frumur eru teknar úr líffærum og ræktaðar í agar-skálum þá geta þær haldið áfram að sýna reglulegar dægursveiflur fyrstu dagana. Það sem sér um að samhæfa og samstilla alla dægurtaktana eða dægursveiflur líkamans er hin svokallaða líkamsklukka (einnig nefnd „innri klukkan" eða „líffræðilega klukkan"). Hún er hljómsveitarstjórinn. Stilling líkamsklukkunnarEn hvernig fer líkamsklukkan að því að halda stillingu sinni þannig að hún gangi alltaf á 24 klukkustundum? Jú, hún getur numið birtuna í umhverfinu og þannig samstillt hinar innri dægursveiflur við gang sólar. Ef mannskepnan er færð niður í yfirgefnar námur, djúpt í myrkustu iður jarðar, þá heldur líkamsklukkan í fyrstu áfram að ganga nokkurn veginn rétt, en smám saman fer henni að fipast. Yfirleitt seinkar hún sér, en einnig fara hinir ýmsu rythmar (sveiflur) að ganga hver í sínum eigin takti, og verða þá ekki lengur innbyrðis samstilltir. Þetta er óhollt og vitað er að t.d. vaktavinnufólk sem stöðugt er að hringla með dægursveiflur sínar, lifir skemur en aðrir.Líkamsklukkan stjórnar svefninum. Flest dýr, og manneskjur í fríi, vakna þegar líkamsklukkan segir fyrir um að þau skuli vakna. En í nútíma samfélagi eru það aðrir þættir sem ákvarða hvenær einstaklingurinn vaknar. Þetta getur leitt til þess að misræmi kemst á milli hinnar ytri klukku samfélagsins og hinnar innri klukku líkamans. Það framkallar þreytu, slappleika og vanlíðan. Þegar innri dægursveiflur brotna niður þá brotnar líka niður mótstöðuþrek einstaklinga, enda er þessari tækni ávallt beitt við pyntingar; Fórnarlömbum er skutlað inn í litla almyrkvaða klefa í nokkra mánuði, hávær graðhestamúsík er spiluð allar nætur í Guantanamo og ljósaperan er látin loga allan sólarhringinn hjá Sævari.Í hinu langa skammdegi á Íslandi eru flestir innandyra þá fáu tíma sem einhverrar birtu nýtur. Þeir einstaklingar sem viðkvæmastir eru fyrir skort á ljósi geta þá þróað með sér svokallað skammdegisþunglyndi. Það er hægt að lækna með sterku ljósi sem kemur aftur reglu á dægursveiflurnar. Sú dýrategund sem er með einna viðkvæmustu líkamsklukkuna og þolir verst skort á ljósi heitir unglingar. Unglingum er sérstaklega hætt við að þróa með sér „fasaseinkun á svefni" (Delayed Sleep Phase Insomnia). Þá er líkamsklukkan nokkrum klukkustundum á eftir klukku samfélagsins, sem lýsir sér þannig að unglingarnir fara að sofa seint á nóttunni og vakna ekki fyrr en undir hádegi. Þetta er einnig oft hægt að leiðrétta með því að nota sterkt ljós fyrrihluta dags. Varnaraðgerðir við skammdegiMinna en einn þúsundasti hluti mannkyns býr jafn norðarlega, og við jafn mikið skammdegi og við Íslendingar. Hér á landi ættu að vera alls kyns varnaraðgerðir til þess að mæta þessum sérstæðu aðstæðum. Gamalt kínverskt máltæki segir: „Á veturna skaltu fara fyrr að sofa og rísa klukkustund seinna úr rekkju." Íbúar Tromsö gerðu þetta til skamms tíma; skólabörnin þurftu ekki að mæta í skólann fyrr en klukkan níu í svartasta skammdeginu og máttu fara fyrr heim á daginn. En hvað gera Íslendingar við sín börn í skammdeginu? Jú, rífa þau upp úr rúmunum um miðja nótt til þess að vera búin að koma þeim í skólann fyrir klukkan hálf sjö að sólartíma. Klukkan á Íslandi er nefnilega stillt eftir Greenwich, sem er 22° austar en Ísland, eða sem svarar einu og hálfu tímabelti. Innri klukka barnanna fer ekkert eftir því sem íslenskir stjórnmálamenn hafa ákveðið, hún stillir sig bara eftir sólartíma. Hádegi sem er klukkan 12 annars staðar í heiminum er klukkan hálf tvö á Íslandi. Þetta fyrirkomulag, að láta Íslendinga vakna einum og hálfum tíma fyrr en þeim er eiginlegt, er gert með „hagsmuni atvinnulífsins" að leiðarljósi. Er ekki einfaldast að þeir fáu viðskiptajöfrar sem þurfa að vera í stöðugu símasambandi við skrifstofur í nágrannalöndum okkar vakni bara sjálfir fyrr á morgnana án þess að þurfa að gera það að vandamáli allrar þjóðarinnar? Nú er kominn tími til þess að hefja umræður um það hvort Íslendingar vilja lifa í takt við árstíðirnar, hvort þeir geti með einhverjum ráðum látið sér líða betur í skammdeginu og hvort það sé óþarfa álag að búa hér við svo skekkta klukku.Höfundur er geðlæknir.
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar