Fótbolti

Real fær ekki aukagreiðslu frá Inter vegna Sneijder

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wesley Sneijder fagnar með syni sínum eftir leikinn gegn Bayern í gær.
Wesley Sneijder fagnar með syni sínum eftir leikinn gegn Bayern í gær. Nordic Photos / AFP
Massimo Moratti, forseti Inter, segir að það sé rangt sem fram hafi komið í ítölskum fjölmiðlum í liðinni viku að Inter þurfi nú að greiða Real Madrid sérstaka aukagreiðslu.

La Gezzetta dello Sport á Ítalíu hélt því fram að hluti af samkomulagi Real Madrid og Inter þegar síðarnefnda félagið keypti Hollendinginn Wesley Sneijder frá Real væri að liðið þyrfti að greiða aukalega þrjár milljónir evra ef liðið yrði Evrópumeistari.

Inter vann einmitt í gær Bayern München, 2-0, í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem fór fram á heimavelli Real Madrid, Santiago Bernabeau.

„Við þurfum ekki að greiða Madrid neitt aukalega vegna samningsins um Sneijder," sagði Moratti um málið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×