Kyrrstaða kostar 75 milljarða á mánuði Gunnlaugur H. Jónsson skrifar 29. janúar 2010 06:00 Í morgunútvarpinu á Rás 2 26. janúar, var viðtal við tvo fjölskyldumenn, prest og fjölmiðlafræðing sem eru að flytja úr landi til Noregs á næstu mánuðum. Þeir sjá ekki framtíð í því að búa á Íslandi við þá óvissu og kyrrstöðu sem nú ríkir í efnahagsmálum. Kyrrstaðan veldur því að stöðugt bætist við þá 15.329 sem skráðir voru atvinnulausir um áramótin. Þeir sem þó eru með vinnu eru á skertum launum. Meðan þetta ástand varir eiga einstaklingar og fyrirtæki erfitt með að ná endum saman og greiða því lítið upp í skuldir og mun minni skatta en ella. Ríkið er rekið með tapi og safnar skuldum og upp safnast vaxtakostnaður hjá einstaklingum, fyrirtækjum og ríkissjóði, sjóði allra landsmanna. Undirritaður hvetur fjölmiðla til þess að afla sér upplýsinga frá fremstu hagfræðingum um það hvað þessi kyrrstaða kostar og hvernig má rjúfa hana. Hér á eftir er gerð tilraun til þess að svara þessum spurningum sem mikilvægt er að fá svar við. Að jafnaði vex íslenska hagkerfið um 3% á ári. Þjóðarframleiðslan er nú um 1.500 milljarðar kr. á ári. Að öðru jöfnu mætti því búast við því að þjóðarframleiðslan á næsta ári yrði 1.545 M.kr. ári síðar 1.591 M.kr. og svo framvegis eins og kemur fram í meðfylgjandi töflu og línuriti. Ef kyrrstaða ríkir þá er ekki vöxtur í þjóðarframleiðslu. Standi þessi kyrrstaða í eitt ár (12 mánuði) þá verður þjóðarframleiðsla næsta árs 45 M.kr. minni en vænta mætti við venjulegar aðstæður. Sama á við um öll árin sem á eftir fylgja. Þjóðarframleiðslan er á hverju ári 3% minni en hún hefði verið ef kyrrstaða hefði ekki ríkt í eitt ár. Reiknað til núvirðis nemur töpuð framtíðarþjóðarframleiðsla af kyrrstöðu í eitt ár 900 til 2.250 M.kr. eftir því með hvaða ávöxtun er reiknað (5% til 8%). Kostnaðurinn af kyrrstöðu nemur því að lágmarki 75 M.kr. á mánuði miðað við ofangreindar einfaldar forsendur. Ofangreind rök sýna að kyrrstaða er þjóðinni dýr í atvinnuleysi, landflótta og tapaðri þjóðarframleiðslu. Miklu er því fórnandi til þess að rjúfa hana. Undir þetta taka Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og væntanlega allir Íslendingar sem láta sér annt um framtíð þessarar þjóðar og þeirra einstaklinga sem mest líða fyrir atvinnuleysi og kyrrstöðu. Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og ríkisstjórn Íslands hafa sagt að sátt við alþjóðasamfélagið og samningur við Norðurlöndin og alþjóðlegar fjármálastofnanir, þar á meðal AGS, sé forsenda fyrir því að fjármagn fáist til þess að endurfjármagna skuldir ríkissjóðs, Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og sveitafélaganna. Þetta fjármagn er síðan forsenda fyrir því að leiðrétta gengi krónunnar til hækkunar og lækka vexti innanlands og jafnframt bæta þau vaxtakjör sem Íslandi bjóðast erlendis. Þessar fjárhagslegu forsendur eru nauðsynlegar til þess að ná hagvexti á ný og rjúfa kyrrstöðuna sem við erum í. Margir hafa bent á að lausn á Icesave-deilunni sé forsenda fyrir sátt við alþjóðasamfélagið. Það er beisk pilla að kyngja. Hafa verður þó í huga að það eina sem þarf til þess að ná samkomulagi í Icesave-deilunni er að skrifa upp á skuldabréf sem reiknað hefur verið að núvirði til 189 milljarða króna. Með öðrum orðum lausnin snýst um peninga. Hvað kostar að skrifa upp á skuldabréfið og hvað kostar að skrifa ekki upp á skuldabréfið. Sé sú tilgáta rétt að lausn á Icesave-deilunni sé forsenda fyrir því að rjúfa kyrrstöðuna og ná 3% hagvexti á ný þá er rökrétt ákvörðun auðveld. Hver mánuður sem líður án þess að eðlilegum 3% hagvexti sé náð kostar þjóðina 75 milljarða króna Icesave-skuldbréfið kostar minna en þriggja mánaða kyrrstaða. Náum sátt við alþjóðasamfélagið, eyðum óvissu, rjúfum kyrrstöðu og stuðlum að hagvexti, minnkandi atvinnuleysi og hærri launum. Höfundur er rekstrarhagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinsælast 2010 Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Í morgunútvarpinu á Rás 2 26. janúar, var viðtal við tvo fjölskyldumenn, prest og fjölmiðlafræðing sem eru að flytja úr landi til Noregs á næstu mánuðum. Þeir sjá ekki framtíð í því að búa á Íslandi við þá óvissu og kyrrstöðu sem nú ríkir í efnahagsmálum. Kyrrstaðan veldur því að stöðugt bætist við þá 15.329 sem skráðir voru atvinnulausir um áramótin. Þeir sem þó eru með vinnu eru á skertum launum. Meðan þetta ástand varir eiga einstaklingar og fyrirtæki erfitt með að ná endum saman og greiða því lítið upp í skuldir og mun minni skatta en ella. Ríkið er rekið með tapi og safnar skuldum og upp safnast vaxtakostnaður hjá einstaklingum, fyrirtækjum og ríkissjóði, sjóði allra landsmanna. Undirritaður hvetur fjölmiðla til þess að afla sér upplýsinga frá fremstu hagfræðingum um það hvað þessi kyrrstaða kostar og hvernig má rjúfa hana. Hér á eftir er gerð tilraun til þess að svara þessum spurningum sem mikilvægt er að fá svar við. Að jafnaði vex íslenska hagkerfið um 3% á ári. Þjóðarframleiðslan er nú um 1.500 milljarðar kr. á ári. Að öðru jöfnu mætti því búast við því að þjóðarframleiðslan á næsta ári yrði 1.545 M.kr. ári síðar 1.591 M.kr. og svo framvegis eins og kemur fram í meðfylgjandi töflu og línuriti. Ef kyrrstaða ríkir þá er ekki vöxtur í þjóðarframleiðslu. Standi þessi kyrrstaða í eitt ár (12 mánuði) þá verður þjóðarframleiðsla næsta árs 45 M.kr. minni en vænta mætti við venjulegar aðstæður. Sama á við um öll árin sem á eftir fylgja. Þjóðarframleiðslan er á hverju ári 3% minni en hún hefði verið ef kyrrstaða hefði ekki ríkt í eitt ár. Reiknað til núvirðis nemur töpuð framtíðarþjóðarframleiðsla af kyrrstöðu í eitt ár 900 til 2.250 M.kr. eftir því með hvaða ávöxtun er reiknað (5% til 8%). Kostnaðurinn af kyrrstöðu nemur því að lágmarki 75 M.kr. á mánuði miðað við ofangreindar einfaldar forsendur. Ofangreind rök sýna að kyrrstaða er þjóðinni dýr í atvinnuleysi, landflótta og tapaðri þjóðarframleiðslu. Miklu er því fórnandi til þess að rjúfa hana. Undir þetta taka Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og væntanlega allir Íslendingar sem láta sér annt um framtíð þessarar þjóðar og þeirra einstaklinga sem mest líða fyrir atvinnuleysi og kyrrstöðu. Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og ríkisstjórn Íslands hafa sagt að sátt við alþjóðasamfélagið og samningur við Norðurlöndin og alþjóðlegar fjármálastofnanir, þar á meðal AGS, sé forsenda fyrir því að fjármagn fáist til þess að endurfjármagna skuldir ríkissjóðs, Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og sveitafélaganna. Þetta fjármagn er síðan forsenda fyrir því að leiðrétta gengi krónunnar til hækkunar og lækka vexti innanlands og jafnframt bæta þau vaxtakjör sem Íslandi bjóðast erlendis. Þessar fjárhagslegu forsendur eru nauðsynlegar til þess að ná hagvexti á ný og rjúfa kyrrstöðuna sem við erum í. Margir hafa bent á að lausn á Icesave-deilunni sé forsenda fyrir sátt við alþjóðasamfélagið. Það er beisk pilla að kyngja. Hafa verður þó í huga að það eina sem þarf til þess að ná samkomulagi í Icesave-deilunni er að skrifa upp á skuldabréf sem reiknað hefur verið að núvirði til 189 milljarða króna. Með öðrum orðum lausnin snýst um peninga. Hvað kostar að skrifa upp á skuldabréfið og hvað kostar að skrifa ekki upp á skuldabréfið. Sé sú tilgáta rétt að lausn á Icesave-deilunni sé forsenda fyrir því að rjúfa kyrrstöðuna og ná 3% hagvexti á ný þá er rökrétt ákvörðun auðveld. Hver mánuður sem líður án þess að eðlilegum 3% hagvexti sé náð kostar þjóðina 75 milljarða króna Icesave-skuldbréfið kostar minna en þriggja mánaða kyrrstaða. Náum sátt við alþjóðasamfélagið, eyðum óvissu, rjúfum kyrrstöðu og stuðlum að hagvexti, minnkandi atvinnuleysi og hærri launum. Höfundur er rekstrarhagfræðingur.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar