

Átta hugmyndir um að efla norrænt samstarf
Ekkert annað ríki á Norðurlöndunum framkvæmir norræna félagsmálasáttmálann með þessum hætti. Það er með öðrum orðum ekkert í norrænum sáttmálum sem bannar ríkjunum að framkvæma þennan sáttmála öðru vísi en Danir gera. Þetta er spurning um pólitískan vilja.
Pólitískara samstarf
Umræðan um brottvísun fólks frá Danmörku kallar á aðra umræðu, þá, hvort á að gera norræna samstarfið pólitískara en það er. Hversu langt á að ganga í norrænu samstarfi? Það fer ekki fram hjá neinum að norrænt samstarf er sumpart stirt og þungt í vöfum, breytingar taka langan tíma og það þarf greinilega að hrista upp í norrænu samstarfi.
Á að gera norrænt samstarf pólitískara en það er? Einn af leiðtogum Norðmanna í Norðurlandaráði, Dagfinn Hoybråten, hefur sett fram þá hugmynd en hún er enn ekki útfærð heldur er hún til umræðu. Í þeirri umræðu finnst mér að það mætti skoða eftirfarandi þætti:
1. Að auka samstarf og jafnvel stuðla að samruna ráðherranefndanna og þingmannastarfsins. Venjan er sú í norrænu samstarfi að þingmennirnir eiga að mynda eins konar stjórnarandstöðu við ríkisstjórnirnar. Þetta er oft hrein gervistjórnarandstaða vegna þess að oft eru þingmennirnir líka stuðningsmenn ríkisstjórna í landi sínu. Auðvitað!
2. Á hluti af starfsliði ráðherranefndanna í dag að flytjast til landanna, vitaskuld þannig að kostnaðurinn yrði áfram borinn uppi af sameiginlegum sjóðum. En tilgangurinn væri meðal annars sá að færa verkefni Norðurlandaráðs og norrænu ráðherranefndanna nær þjóðunum.
3. Öll Norðurlöndin eru aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu. Á að stofna sameiginlega Evrópunefnd á vettvangi norræns samstarfs sem sinnir aðlögun Evrópureglna að norrænum reglum þannig að ekki verði til gjár misskilnings og togstreitu að óþörfu við framkvæmd reglnanna? Karin Elleman Jensen hefur sett fram þessa hugmynd en hún er samstarfsráðherra Dana.
4. Sjálfsagt er að auka norrænt samstarf í öryggis- og varnarmálum. Ekki aðeins á milli landanna á norrænu landsvæði heldur við verkefni á alþjóðlegum vettvangi.
5. Hið sama er að segja um samstarf Norðurlandanna við verkefni í þróunarlöndunum. Þar er mikið verk að vinna sem gæti skilað öllum, ekki síst þeim sem taka við aðstoð, mikilvægum ávinningi.
6. Á að stofna samstarfsnefnd á vettvangi Norðurlandaráðs sem hefur formlega yfirsýn yfir norrænt samstarf á alþjóðavettvangi eins og hjá Sameinuðu þjóðunum, Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, Alþjóðavinnumálastofnuninni, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðaviðskiptastofnuninni svo nokkuð sé nefnt?
7. Á að opna fyrir aðild norrænu félaganna að hinu formlega opinbera norræna samstarfi með beinum hætti? Norrænu félögin eru veik, félagsmenn eru fáir. Það þarf að efla félögin. Hér er nefnd hugmynd sem gæti hleypt lífi í þau.
8. Skipulega hefur verið unnið að því á undanförnum árum að rífa niður landamærahindranir milli Norðurlandanna. En sú starfsemi hefur eingöngu beinst að hinu opinbera. Hvað með fyrirtækin? A) Símafyrirtækin þar sem hvert land hefur sitt landsnúmer? B) Hvað með bankana sem tekur þrjá sólarhringa að millifæra fjármuni fólks sem þarf á yfirfærslum að halda? C) Hvað með bílasölur og bílaskráningar? D) Hvað með fasteignaskipti? Þúsundir Dana vinna á Skáni en búa í Danmörku. Þetta fólk þarf að klífa himinbjörg af eyðublöðum við koma sér fyrir. E) Og loks: Hvað með ríkin sjálf eins og í ákvörðunum um óbeina skatta?
Hér hafa verið settar fram átta hugmyndir til að hrista upp í norrænu samstarfi til að gera það skilvirkara gagnvart fólkinu. En líka til að gera Norðurlönd sterkari í heiminum - enn sterkri en þau eru í dag.
Skoðun

Lífið sem var – á Gaza
Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar

Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar

Tilskipanafyllerí Trumps
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Öfgar á Íslandi
Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar

Borg þarf breidd, land þarf lausnir
Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar

Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum
Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar

Rjúfum þögnina og tölum um dauðann
Ingrid Kuhlman skrifar

Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta
Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar

Verndum vörumerki í tónlist
Eiríkur Sigurðsson skrifar

Hann valdi sér nafnið Leó
Bjarni Karlsson skrifar

Misskilin sjálfsmynd
Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar

Hvenær er nóg nóg?
Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Byggðalína eða Borgarlína
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Úlfar sem forðast sól!
Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar

Aldrei aftur
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Tala ekki um lokamarkmiðið
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf
Einar G. Harðarson skrifar

Þétting í þágu hverra?
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu
Þórður Snær Júlíusson skrifar

POTS er ekki tískubylgja
Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar

Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024
Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar

Hvað er verið að leiðrétta?
Ægir Örn Arnarson skrifar

Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið
Arnar Þór Jónsson skrifar

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu
Clara Ganslandt skrifar

Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig!
Magnús Guðmundsson skrifar

Vetrarvirkjanir
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði
Jón Steindór Valdimarsson skrifar