Fyrningarleiðin svikin Björgvin Guðmudsson skrifar 1. október 2010 10:00 Þegar þetta er ritað er allt útlit fyrir að fyrningarleiðin í sjávarútvegi verði svikin. Þetta var stærsta kosningamál Samfylkingarinnar í síðustu þingkosningum. Það má fullyrða að loforð Samfylkingarinnar um að fyrna aflaheimildir á 20 árum hafi fært henni það fylgi, sem dugði til þess að hún kæmist til valda. Ég fullyrði, að ef Samfylkingin hefði ekki lofað fyrningarleiðinni í sjávarútveginum væri hún ekki við völd í dag.Tvær leiðir lagðar fram Nefndin,sem skipuð var til þess að fjalla um útfærslu fyrningarleiðarinnar leggur til tvær leiðir: Samningaleið og leigutilboðsleið. Samningaleið byggir á því að kerfið verði að mestu óbreytt, útgerðin haldi veiðiheimildum sínum, fái 80-95% aflaheimilda en 5-20% fari í sérstakan pott. Úr þessum potti verði úthlutað eftir byggðasjónarmiðum og jafnvel eitthvað sett á uppboðsmarkað. Reiknað er með að útgerðin greiði eitthvað gjald fyrir veiðiheimildirnar. Talað er um að útgerðin fái jafnvel veiðiheimildir til langs tíma. Ef það verður stendur útgerðin og kvótakóngarnir betur að vígi en samkvæmt eldra kerfi. Það er þá verr af stað farið en heima setið. Hin leiðin sem nefndin hefur fjallað um og lögð er einnig fram er leigutilboðsleið. Það er útfærsla á fyrningarleið. Gert er þar ráð fyrir, að útgerðin bjóði í aflaheimildarnar og greiði fyrir eitt ár í senn. Áætlað er, að þessi leið gæfi 15 milljarða í tekjur fyrir ríkið á ári en samningaleiðin aðeins 1 milljarð.Alger svik á kosningaloforði Ég tel niðurstöðu svokallaðrar sáttanefndar algjör svik á kosningaloforði Samfylkingarinnar og svik á ákvæði stjórnarsáttmálans um að fara fyrningarleiðina á 20 árum. Það er auðvitað fræðilegur möguleiki á því að ríkisstjórnin fari ekki eftir tillögum „sáttanefndar". En með því að Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra er og hefur alltaf verið andvígur fyrningarleiðinni eru litlar líkur á að ríkisstjórnin ýti áliti nefndarinnar út af borðinu. Frá fyrsta degi hefur Jón Bjarnason dregið lappirnar í þessu máli. Hann hefur verið á móti fyrningarleiðinni og það var ljóst, að ætlun hans var sú, að nefndin mundi leggja fram einhverja moðsuðu eða tillögur, sem fælu ekki í sér fulla framkvæmd á fyrningarleiðinni. Það hefur gerst. Að mínu mati var það út í hött að skipa nefnd með fulltrúum frá LÍÚ til þess að fjalla um fyrningarleiðina. Vitað var að samtök útgerðarinnar voru á móti fyrningarleiðinni. Á meðan þau töldu,að halda ætti við ákvæði stjórnarsáttmálans neituðu fulltrúar þeirra að mæta í nefndinni. Þá fóru fyrirsvarsmenn nefndarinnar að hörfa í málinu og það dugði til þess að LÍÚ fór að mæta aftur. Útgerðarmenn höguðu sér í þessu máli eins og óþekkur krakki. Guðbjartur Hannesson og aðrir fulltrúar stjórnarflokkanna í nefndinn hafa munað vel eftir útgerðarmönnum við nefndarstarfið og hafa reynt að þóknast þeim. En þeir gleymdu einum aðila. Þeir gleymdu kjósendum. Kjósendum var lofað fyrningarleið á 20 árum. Það er nú verið að svíkja það. Hvar eru nú nýju vinnubrögðin, sem átti að taka upp eftir hrun. Átti ekki að hætta að svíkja kosningaloforðin? Átti ekki að virða vilja kjósenda og standa við gefin loforð. Jú, því var heitið. Ef ríkisstjórnin svíkur fyrningarleiðina getur hún farið strax frá. Hún hefur þá fyrirgert rétti sínum til þess að sitja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Þegar þetta er ritað er allt útlit fyrir að fyrningarleiðin í sjávarútvegi verði svikin. Þetta var stærsta kosningamál Samfylkingarinnar í síðustu þingkosningum. Það má fullyrða að loforð Samfylkingarinnar um að fyrna aflaheimildir á 20 árum hafi fært henni það fylgi, sem dugði til þess að hún kæmist til valda. Ég fullyrði, að ef Samfylkingin hefði ekki lofað fyrningarleiðinni í sjávarútveginum væri hún ekki við völd í dag.Tvær leiðir lagðar fram Nefndin,sem skipuð var til þess að fjalla um útfærslu fyrningarleiðarinnar leggur til tvær leiðir: Samningaleið og leigutilboðsleið. Samningaleið byggir á því að kerfið verði að mestu óbreytt, útgerðin haldi veiðiheimildum sínum, fái 80-95% aflaheimilda en 5-20% fari í sérstakan pott. Úr þessum potti verði úthlutað eftir byggðasjónarmiðum og jafnvel eitthvað sett á uppboðsmarkað. Reiknað er með að útgerðin greiði eitthvað gjald fyrir veiðiheimildirnar. Talað er um að útgerðin fái jafnvel veiðiheimildir til langs tíma. Ef það verður stendur útgerðin og kvótakóngarnir betur að vígi en samkvæmt eldra kerfi. Það er þá verr af stað farið en heima setið. Hin leiðin sem nefndin hefur fjallað um og lögð er einnig fram er leigutilboðsleið. Það er útfærsla á fyrningarleið. Gert er þar ráð fyrir, að útgerðin bjóði í aflaheimildarnar og greiði fyrir eitt ár í senn. Áætlað er, að þessi leið gæfi 15 milljarða í tekjur fyrir ríkið á ári en samningaleiðin aðeins 1 milljarð.Alger svik á kosningaloforði Ég tel niðurstöðu svokallaðrar sáttanefndar algjör svik á kosningaloforði Samfylkingarinnar og svik á ákvæði stjórnarsáttmálans um að fara fyrningarleiðina á 20 árum. Það er auðvitað fræðilegur möguleiki á því að ríkisstjórnin fari ekki eftir tillögum „sáttanefndar". En með því að Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra er og hefur alltaf verið andvígur fyrningarleiðinni eru litlar líkur á að ríkisstjórnin ýti áliti nefndarinnar út af borðinu. Frá fyrsta degi hefur Jón Bjarnason dregið lappirnar í þessu máli. Hann hefur verið á móti fyrningarleiðinni og það var ljóst, að ætlun hans var sú, að nefndin mundi leggja fram einhverja moðsuðu eða tillögur, sem fælu ekki í sér fulla framkvæmd á fyrningarleiðinni. Það hefur gerst. Að mínu mati var það út í hött að skipa nefnd með fulltrúum frá LÍÚ til þess að fjalla um fyrningarleiðina. Vitað var að samtök útgerðarinnar voru á móti fyrningarleiðinni. Á meðan þau töldu,að halda ætti við ákvæði stjórnarsáttmálans neituðu fulltrúar þeirra að mæta í nefndinni. Þá fóru fyrirsvarsmenn nefndarinnar að hörfa í málinu og það dugði til þess að LÍÚ fór að mæta aftur. Útgerðarmenn höguðu sér í þessu máli eins og óþekkur krakki. Guðbjartur Hannesson og aðrir fulltrúar stjórnarflokkanna í nefndinn hafa munað vel eftir útgerðarmönnum við nefndarstarfið og hafa reynt að þóknast þeim. En þeir gleymdu einum aðila. Þeir gleymdu kjósendum. Kjósendum var lofað fyrningarleið á 20 árum. Það er nú verið að svíkja það. Hvar eru nú nýju vinnubrögðin, sem átti að taka upp eftir hrun. Átti ekki að hætta að svíkja kosningaloforðin? Átti ekki að virða vilja kjósenda og standa við gefin loforð. Jú, því var heitið. Ef ríkisstjórnin svíkur fyrningarleiðina getur hún farið strax frá. Hún hefur þá fyrirgert rétti sínum til þess að sitja.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun