Opið bréf til Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra 9. ágúst 2010 00:01 Æ, nú var íslenska þjóðin óheppin! Enn eitt áfallið! Hvert er áfallið, vænti ég að þú spyrjir? Jú Gylfi, hrikalegustu skógareldar í manna minnum í Rússlandi! Af hverju eru skógareldar í Rússlandi áfall fyrir íslenska þjóð? er líklega næsta spurning þín. Jú, vegna hins flókna afleiðusambands verðlags og eignastöðu á Íslandi. Nú spyr ég, þar sem þú ert hagfræðingur. Hvers á íslensk fjölskylda með bága eignastöðu að gjalda að þurfa að sjá á eftir eignum vegna skógarelda í Rússlandi? Já, og fyrir utan það, hvað það er heimskulegt að eignirnar renna nú að stórum hluta til erlendra kröfuhafa bankanna. Frá upptöku verðtryggingar hefur eignarréttur verið virtur að vettugi. Verðtryggingu var ætlað það hlutverk að leiðrétta fyrir verðbólgu. En verðbólga er samkvæmt skilgreiningu það sem gerist með verðlag almennt þegar gjaldmiðill missir verðgildi sitt, verðlag hækkar þá yfir línuna á einhverjum tíma. Með framkvæmd verðtryggingarinnar var hins vegar ekki aðeins leiðrétt fyrir verðbólgu heldur öllum verðbreytingum á einingum í körfu neysluverðsvísitölunnar. Þetta þýðir að þegar breytingar verða á verði vöru í vísitölunni, vegna atviks, sem ekki er hægt að rekja til veikingar gjaldmiðils rekst hún alla leið inn í alla verðtryggða lánasamninga. Þetta leiðir augljóslega til þess að óumsamin eignatilfærsla verður milli lánþega og lánveitanda. Frá 1983 til 1988 jafngilti þessi eignatilfærsla yfir 250 milljörðum frá skuldurum til lánveitenda bara vegna olíuverðshækkana á heimsmarkaði og hækkunar fasteignaverðs í kjölfar innkomu bankanna á húsnæðislánamarkað. Þessar verðbreytingar voru óháðar gengi krónunnar og því ótengdar verðbólgu. Eignatilfærslurnar voru því hrein lögleysa. Núna blasir við enn ein holskefla tilfærslna frá skuldurum til lánardrottna. Hveitiverð á heimsmarkaði hefur hækkað um 50% vegna skógareldanna. Það mun leiða til hækkaðs vöruverðs á Íslandi sem mun bitna á eignastöðu fjölskyldna með verðtryggða lánasamninga. Búast má við að eignatjón muni nema að minnsta kosti tvöföldu tjóni síðasta Suðurlandsskjálfta. Þú segir væntanlega að þetta muni jafna sig þegar verðið gengur niður aftur. En svoleiðis útúrsnúningur dugar ekki. Í millitíðinni munu fjölskyldur þurfa að búa við hækkaðar afborganir og verri lífskjör. Að auki, ef eign fjölskyldu þurrkast upp áður en verðið gengur niður þá er hún einfaldlega gjaldþrota. Þú tókst þér í munn orðið sanngirni um daginn þegar þú tjáðir þig um dóm Hæstaréttar Íslands um gengistryggða lánasamninga. Mátti á þér skilja að ósanngjarnt sé að almenningur njóti vaxtakjara sem algengir eru í nágrannalöndum okkar. Af orðum þínum að dæma þá vilt þú ekki að ósanngirni viðgangist á því sviði sem heyrir undir ráðuneyti þitt. Þú veist það að margar fjölskyldur munu missa restina af eignum sínum í kjölfar skógareldanna í Rússlandi. Hver eru þín sanngirnisrök fyrir því? Ég giska á að þjóðin vilji vita. Ég á ekki von á að þú skiljir samhengi atvikshækkana á vöruverði og eignastöðu íslenskra fjölskyldna frekar en þegar þú stóðst vaktina fyrir íslenska þjóð sem forstöðumaður viðskipta- og hagfræðiskorar Háskóla Íslands. En sagt er að dropinn holi steininn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Örn Karlsson Mest lesið Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Æ, nú var íslenska þjóðin óheppin! Enn eitt áfallið! Hvert er áfallið, vænti ég að þú spyrjir? Jú Gylfi, hrikalegustu skógareldar í manna minnum í Rússlandi! Af hverju eru skógareldar í Rússlandi áfall fyrir íslenska þjóð? er líklega næsta spurning þín. Jú, vegna hins flókna afleiðusambands verðlags og eignastöðu á Íslandi. Nú spyr ég, þar sem þú ert hagfræðingur. Hvers á íslensk fjölskylda með bága eignastöðu að gjalda að þurfa að sjá á eftir eignum vegna skógarelda í Rússlandi? Já, og fyrir utan það, hvað það er heimskulegt að eignirnar renna nú að stórum hluta til erlendra kröfuhafa bankanna. Frá upptöku verðtryggingar hefur eignarréttur verið virtur að vettugi. Verðtryggingu var ætlað það hlutverk að leiðrétta fyrir verðbólgu. En verðbólga er samkvæmt skilgreiningu það sem gerist með verðlag almennt þegar gjaldmiðill missir verðgildi sitt, verðlag hækkar þá yfir línuna á einhverjum tíma. Með framkvæmd verðtryggingarinnar var hins vegar ekki aðeins leiðrétt fyrir verðbólgu heldur öllum verðbreytingum á einingum í körfu neysluverðsvísitölunnar. Þetta þýðir að þegar breytingar verða á verði vöru í vísitölunni, vegna atviks, sem ekki er hægt að rekja til veikingar gjaldmiðils rekst hún alla leið inn í alla verðtryggða lánasamninga. Þetta leiðir augljóslega til þess að óumsamin eignatilfærsla verður milli lánþega og lánveitanda. Frá 1983 til 1988 jafngilti þessi eignatilfærsla yfir 250 milljörðum frá skuldurum til lánveitenda bara vegna olíuverðshækkana á heimsmarkaði og hækkunar fasteignaverðs í kjölfar innkomu bankanna á húsnæðislánamarkað. Þessar verðbreytingar voru óháðar gengi krónunnar og því ótengdar verðbólgu. Eignatilfærslurnar voru því hrein lögleysa. Núna blasir við enn ein holskefla tilfærslna frá skuldurum til lánardrottna. Hveitiverð á heimsmarkaði hefur hækkað um 50% vegna skógareldanna. Það mun leiða til hækkaðs vöruverðs á Íslandi sem mun bitna á eignastöðu fjölskyldna með verðtryggða lánasamninga. Búast má við að eignatjón muni nema að minnsta kosti tvöföldu tjóni síðasta Suðurlandsskjálfta. Þú segir væntanlega að þetta muni jafna sig þegar verðið gengur niður aftur. En svoleiðis útúrsnúningur dugar ekki. Í millitíðinni munu fjölskyldur þurfa að búa við hækkaðar afborganir og verri lífskjör. Að auki, ef eign fjölskyldu þurrkast upp áður en verðið gengur niður þá er hún einfaldlega gjaldþrota. Þú tókst þér í munn orðið sanngirni um daginn þegar þú tjáðir þig um dóm Hæstaréttar Íslands um gengistryggða lánasamninga. Mátti á þér skilja að ósanngjarnt sé að almenningur njóti vaxtakjara sem algengir eru í nágrannalöndum okkar. Af orðum þínum að dæma þá vilt þú ekki að ósanngirni viðgangist á því sviði sem heyrir undir ráðuneyti þitt. Þú veist það að margar fjölskyldur munu missa restina af eignum sínum í kjölfar skógareldanna í Rússlandi. Hver eru þín sanngirnisrök fyrir því? Ég giska á að þjóðin vilji vita. Ég á ekki von á að þú skiljir samhengi atvikshækkana á vöruverði og eignastöðu íslenskra fjölskyldna frekar en þegar þú stóðst vaktina fyrir íslenska þjóð sem forstöðumaður viðskipta- og hagfræðiskorar Háskóla Íslands. En sagt er að dropinn holi steininn.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar