CB Holdings segir mikinn áhuga á að kaupa West Ham 6. janúar 2010 08:45 CB Holding, sem er að mestu í eigu Straums, segir að fjöldi aðila hafi sýnt því áhuga að festa kaup á enska úrvalsdeildarliðinu West Ham. Hinsvegar liggi ekkert á að selja liðið. Fjallað er um málið á BBC og segir þar að forráðamenn CB Holding vilji hinsvegar ekkert segja um hverjir þessir áhugasömu kaupendur eru. Hinsvegar hefur komið fram að í þeim hópi eru meðal annars Tony Fernandes fjárfestir frá Malasíu og eigandi AsiaAir, félagarnir David Gold og David Sullivan fyrrum eigendur Birmingham liðsins og félagið Intermarket. Hinir síðastnefndu munu vera hópur af bandarískum fjárfestum. „Við erum að leita eftir góðu verði fyrir liðið og okkur liggur ekkert á að selja það," segir talsmaður CB Holding í samtali við BBC. „Ef við ákveðum kaupenda eða samstarfsaðila fyrir liðið munum við ganga úr skugga um að það sem við ákveðum sé það besta fyrir West Ham." Aðspurður um hvað gerist þegar leikmannakaupaglugginn opnast nú í janúar segir talsmaðurinn að enginn þrýstingur sé á því að selja leikmenn frá liðinu til að létta á skuldastöðunni. „Og ef við seljum leikmenn mun Gianfranco Zola fá það fé í hendur til að kaupa aðra menn fyrir liðið." Talsmaðurinn segir ennfremur að það sé stefna CB Holding að taka ekki fé út úr rekstri West Ham. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
CB Holding, sem er að mestu í eigu Straums, segir að fjöldi aðila hafi sýnt því áhuga að festa kaup á enska úrvalsdeildarliðinu West Ham. Hinsvegar liggi ekkert á að selja liðið. Fjallað er um málið á BBC og segir þar að forráðamenn CB Holding vilji hinsvegar ekkert segja um hverjir þessir áhugasömu kaupendur eru. Hinsvegar hefur komið fram að í þeim hópi eru meðal annars Tony Fernandes fjárfestir frá Malasíu og eigandi AsiaAir, félagarnir David Gold og David Sullivan fyrrum eigendur Birmingham liðsins og félagið Intermarket. Hinir síðastnefndu munu vera hópur af bandarískum fjárfestum. „Við erum að leita eftir góðu verði fyrir liðið og okkur liggur ekkert á að selja það," segir talsmaður CB Holding í samtali við BBC. „Ef við ákveðum kaupenda eða samstarfsaðila fyrir liðið munum við ganga úr skugga um að það sem við ákveðum sé það besta fyrir West Ham." Aðspurður um hvað gerist þegar leikmannakaupaglugginn opnast nú í janúar segir talsmaðurinn að enginn þrýstingur sé á því að selja leikmenn frá liðinu til að létta á skuldastöðunni. „Og ef við seljum leikmenn mun Gianfranco Zola fá það fé í hendur til að kaupa aðra menn fyrir liðið." Talsmaðurinn segir ennfremur að það sé stefna CB Holding að taka ekki fé út úr rekstri West Ham.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira