Þjónusta Frumherja við OR Orri Hlöðversson skrifar 13. nóvember 2010 06:00 Í fjölmiðlaumræðu að undanförnu hafa kaup Frumherja og rekstur á orkumælum fyrir Orkuveitu Reykjavíkur verið gerð tortryggileg. Í því ljósi er rétt að fara yfir tildrög þess að Frumherji gerði tilboð í kaup og rekstur orkumælanna á sínum tíma. Samningar þeir sem gerðir hafa verið um prófun og skráningu mælanna voru gerðir áður en núverandi eigendur eignuðust Frumherja. Á árinu 2000 var tekin sú ákvörðun hjá Orkuveitu Reykjavíkur að bjóða út sölu á svokölluðum mælaprófunarstofum Orkuveitunnar. Samhliða var ákveðið að bjóða út samning um prófun og skráningu mæla og loks var ákveðið að selja allan mælaflota Orkuveitunnar til óháðs aðila sem jafnframt átti að sjá um þjónustu og viðhald mælanna. Með því að flytja ábyrgð á orkumælingum alfarið til óháðs aðila taldi Orkuveitan sig loks geta uppfyllt allar kröfur sem fram komu í lögum um mál, vog og faggildingu (nr.100/1992) um hlutleysi mælinga. Þá fullyrtu stjórnendur Orkuveitunnar á þessum tíma að í verkefninu fælist sparnaður fyrir Orkuveituna. Verkefnið var í kjölfarið boðið út. Allmargir aðilar tóku þátt í útboðinu en Frumherji bauð lægsta verðið í þjónustuna og hæsta verðið fyrir mæla Orkuveitunnar. Frá árinu 2001 hefur því verið í gildi samningur á milli Frumherja og Orkuveitu Reykjavíkur þar sem Frumherji tekur að sér umsýslu mæla veitunnar á líftíma þeirra frá innkaupum til förgunar. Fyrir hinn almenna notanda hafði samningurinn enga breytingu í för með sér enda samskipti hans vegna mælanna áfram alfarið við Orkuveituna. Stór hluti starfsmanna Orkuveitunnar sem störfuðu við prófanir, viðgerðir, lagerhald og mælavinnu hjá Orkuveitunni réð sig til Frumherja eftir breytinguna. Þeir sem ekki eru hættir vegna aldurs starfa þar flestir enn. Nokkur smærri veitufyrirtæki hafa á undanförnum árum fetað í fótspor Orkuveitunnar og nýtt sér þjónustu Frumherja við orkumælingar með það m.a. að markmiði að uppfylla ákvæði laga. Orkuveitan bauð verkefnið út að nýju snemma árs 2007. Þrír aðilar buðu nú í verkið og aftur átti Frumherji lægsta tilboðið sem hljóðaði upp á 70% af kostnaðaráætlun. Önnur tilboð voru 50-100% hærri en tilboð Frumherja. Eins og áður sagði áttu bæði þessi útboð sér stað áður en núverandi eigendur félagsins keyptu það í kjölfar sölumeðferðar hjá Glitni árið 2007. Því má bæta við að hingað til hafa núverandi eigendur Frumherja ekki tekið arð út úr félaginu og þ.a.l. ekki haft fjárhagslegan ávinning af Orkuveituverkefninu eða annarri starfsemi fyrirtækisins. Þegar fjallað er um rekstur er mikilvægt að horft sé til jafns á rekstrartekjur og rekstrargjöld. Það hefur ekki verið gert í umfjöllun fjölmiðla um verkefnið upp á síðkastið. Á móti þeim tekjum sem Frumherji hefur af verkefninu þarf fyrirtækið vitanlega að standa straum af rekstrargjöldum. T.d. starfa 12-13 tæknimenn við verkefnið á ársgrundvelli við uppsetningu og niðurtektir mæla og aðra umsýslu. Þá er líftími mælanna skilgreindur í opinberum reglum og endurnýjunarþörf mælasafns Frumherja er mörg þúsund mælar á ári. Fyrirtækið kaupir því á hverju ári mæla erlendis frá fyrir marga tugi milljóna króna og setur upp hjá neytendum. Upphaflegt kaupverð mælanna endurspeglar því einungis lítinn hluta þeirra fjármuna sem Frumherji kostar til verkefnisins á samningstímanum. Hjá Frumherja starfa á annað hundrað einstaklinga um allt land á hinum ýmsu sviðum eftirlits, mælana og prófana. Þeir hafa með störfum sínum og faglegri nálgun í gegnum árin áunnið sér verðskuldað traust viðskiptavina fyrirtækisins. Í ljósi þess er fyrirtækinu mikilvægt að fjallað sé um verkefni þess af þekkingu og sanngirni í fjölmiðlum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orri Hlöðversson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í fjölmiðlaumræðu að undanförnu hafa kaup Frumherja og rekstur á orkumælum fyrir Orkuveitu Reykjavíkur verið gerð tortryggileg. Í því ljósi er rétt að fara yfir tildrög þess að Frumherji gerði tilboð í kaup og rekstur orkumælanna á sínum tíma. Samningar þeir sem gerðir hafa verið um prófun og skráningu mælanna voru gerðir áður en núverandi eigendur eignuðust Frumherja. Á árinu 2000 var tekin sú ákvörðun hjá Orkuveitu Reykjavíkur að bjóða út sölu á svokölluðum mælaprófunarstofum Orkuveitunnar. Samhliða var ákveðið að bjóða út samning um prófun og skráningu mæla og loks var ákveðið að selja allan mælaflota Orkuveitunnar til óháðs aðila sem jafnframt átti að sjá um þjónustu og viðhald mælanna. Með því að flytja ábyrgð á orkumælingum alfarið til óháðs aðila taldi Orkuveitan sig loks geta uppfyllt allar kröfur sem fram komu í lögum um mál, vog og faggildingu (nr.100/1992) um hlutleysi mælinga. Þá fullyrtu stjórnendur Orkuveitunnar á þessum tíma að í verkefninu fælist sparnaður fyrir Orkuveituna. Verkefnið var í kjölfarið boðið út. Allmargir aðilar tóku þátt í útboðinu en Frumherji bauð lægsta verðið í þjónustuna og hæsta verðið fyrir mæla Orkuveitunnar. Frá árinu 2001 hefur því verið í gildi samningur á milli Frumherja og Orkuveitu Reykjavíkur þar sem Frumherji tekur að sér umsýslu mæla veitunnar á líftíma þeirra frá innkaupum til förgunar. Fyrir hinn almenna notanda hafði samningurinn enga breytingu í för með sér enda samskipti hans vegna mælanna áfram alfarið við Orkuveituna. Stór hluti starfsmanna Orkuveitunnar sem störfuðu við prófanir, viðgerðir, lagerhald og mælavinnu hjá Orkuveitunni réð sig til Frumherja eftir breytinguna. Þeir sem ekki eru hættir vegna aldurs starfa þar flestir enn. Nokkur smærri veitufyrirtæki hafa á undanförnum árum fetað í fótspor Orkuveitunnar og nýtt sér þjónustu Frumherja við orkumælingar með það m.a. að markmiði að uppfylla ákvæði laga. Orkuveitan bauð verkefnið út að nýju snemma árs 2007. Þrír aðilar buðu nú í verkið og aftur átti Frumherji lægsta tilboðið sem hljóðaði upp á 70% af kostnaðaráætlun. Önnur tilboð voru 50-100% hærri en tilboð Frumherja. Eins og áður sagði áttu bæði þessi útboð sér stað áður en núverandi eigendur félagsins keyptu það í kjölfar sölumeðferðar hjá Glitni árið 2007. Því má bæta við að hingað til hafa núverandi eigendur Frumherja ekki tekið arð út úr félaginu og þ.a.l. ekki haft fjárhagslegan ávinning af Orkuveituverkefninu eða annarri starfsemi fyrirtækisins. Þegar fjallað er um rekstur er mikilvægt að horft sé til jafns á rekstrartekjur og rekstrargjöld. Það hefur ekki verið gert í umfjöllun fjölmiðla um verkefnið upp á síðkastið. Á móti þeim tekjum sem Frumherji hefur af verkefninu þarf fyrirtækið vitanlega að standa straum af rekstrargjöldum. T.d. starfa 12-13 tæknimenn við verkefnið á ársgrundvelli við uppsetningu og niðurtektir mæla og aðra umsýslu. Þá er líftími mælanna skilgreindur í opinberum reglum og endurnýjunarþörf mælasafns Frumherja er mörg þúsund mælar á ári. Fyrirtækið kaupir því á hverju ári mæla erlendis frá fyrir marga tugi milljóna króna og setur upp hjá neytendum. Upphaflegt kaupverð mælanna endurspeglar því einungis lítinn hluta þeirra fjármuna sem Frumherji kostar til verkefnisins á samningstímanum. Hjá Frumherja starfa á annað hundrað einstaklinga um allt land á hinum ýmsu sviðum eftirlits, mælana og prófana. Þeir hafa með störfum sínum og faglegri nálgun í gegnum árin áunnið sér verðskuldað traust viðskiptavina fyrirtækisins. Í ljósi þess er fyrirtækinu mikilvægt að fjallað sé um verkefni þess af þekkingu og sanngirni í fjölmiðlum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar