Samfylkingin í Grindavík hefur tekið afstöðu gagnvart fyrningarleið 19. maí 2010 21:39 Hið nýja stjórnmálaafl í Grindavík, G-listinn, sendi í dag frá sér fréttatilkynningu þar sem að þeir undra sig á afstöðuleysi annarra flokka í bænum gagnvart fyrningarleiðinni svonefndu. Þessi tilkynning þeirra er að mörgu leyti góð og gild en er engu að síður það fyrsta sem kemur frá þeim herbúðum um þetta stóra hagsmunamál okkar Grindvíkinga. Kannski að þeir hafi kveikt á perunni varðandi þessi mál eftir mjög upplýsandi fundi með útgerðarmönnum á undanförnum dögum. Við Samfylkingarfólk í Grindavík höfum aldrei farið leynt með það að við höfnum þessari leið og teljum hana algert feigðarflan. Við sem erum í fararbroddi fyrir framboðslistann í komandi sveitarstjórnarkosingum höfum hafnað henni bæði í ræðu og í riti. Við teljum að með henni sé vegið mjög alvarlega að þeim góðu fyrirtækjum sem hér eru rekin og hafa haldið uppi atvinnustiginu áratugum saman. Þann 6. maí á síðasta ári komu útgerðarmenn í Grindavík til fundar við bæjaryfirvöld og lýstu yfir þungum áhyggjum af fiskveiðistefnu stjórnvalda vegna fyrningarleiðar. Bæjarstjórn mætti öll á fund bæjarráðs og þakkaði útgerðarmönnum fyrir mjög upplýsandi umræður um málefnið. Á þessum fundi var eftirfarandi ályktun bókuð og samþykkt af öllum bæjarstjórnarmönnum: ,,Bæjaryfirvöld í Grindavík eru sammála um að fyrningarleiðin sé ekki ásættanleg fyrir byggðina og hafna því harðlega að hún verði farin núna. Bæjarbúar í Grindavík hafa alltaf verið sammála um að sjávarútvegur sé lífæðin og grundvallaratvinnugrein byggðarinnar. Grindvíkingar hafa oftar en einu sinni verið settir í óvissu vegna umræðu innan stjórnmálaflokka um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Mikilvægt er að skapa ró um sjávarútveg og fiskvinnslu þannig að horfa megi til lengri tíma. Í Grindavík hafa menn lagt sig alla fram um að skapa atvinnu og halda fyrirtækjum gangandi. Það á að vera keppikefli allra að byggja áfram á grunnstoðum sjávarútvegsins. Fiskveiðar og vinnsla hafa verið okkar haldreipi í gegnum tíðina, eins og hefur sýnt sig best í verstu kreppu sem riðið hefur yfir þjóðina. Þess vegna ber að halda kvóta í heimabyggð og sækja fram á við, hvað sem á dynur. Sterk fyrirtæki í Grindavík gagnast öðrum sveitarfélögum, eins og hefur sýnt sig. Atvinnulífið í Grindavík er með því besta sem gerist á landinu í dag. Bæjaryfirvöld standa umfram allt vörð um hagsmuni bæjarbúa og vara við því að hrykkt verði í þeim styrkum stoðum atvinnulífsins sem sjávarútvegurinn er." Í okkar huga er þessi ályktun góð og gild og ekkert hefur breyst sem hefur fengið okkur til að skipta um skoðun hvað þetta mikla hagsmunamál okkar Grindvíkinga varðar nema síður sé. Við viljum einnig benda á þá staðreynd að Grindavíkurbær eitt bæjarfélaga á Íslandi hefur markað sér auðlindastefnu og það er eitthvað sem allir sem ætla að koma að stjórnun bæjarins í framtíðinni ættu að kynna sér. Auðlindastefnan er mjög mikilvægur áfangi sem við Grindvíkingar höfum náð. Stefnan felur í sér að við nýtum á skynsamlegan og ábyrgan hátt auðlindirnar í víðasta skilningi þess orðs í umhverfi Grindavíkur. Stöðugt þarf að leggja mat á það hvernig við nýtum þær með sem mestum ávinningi fyrir okkur jafnt sem komandi kynslóðir. Ríkisstjórn Íslands og landsmenn skilja vonandi að þrátt fyrir einhverja óánægju með kvótakerfið þá er alls ekki rétti tíminn að hrófla við þessu kerfi sem útgerðin hefur aðlagað sig að síðustu ár. Hjarta sjávarútvegsins slær ört í Grindavík, við samþykkjum ekki að skorið verði á slagæð þessara atvinnugreinar. Fyrirtæki eins og Einhamar, Gjögur, Stakkavík, Vísir og Þorbjörn, Þróttur og mörg smærri fyrirtæki í Grindavík eru gríðarlega vel rekin. Fyrirtæki sem Grindvíkingar eru stoltir af. Innan þessara fyrirtækja eru einstaklingar með víðtæka sérfræðiþekkingu og margra áratuga reynslu sem spannar allt atvinnusvið útvegsins frá veiðafæragerð, veiðum og vinnslu að markaðsmálum. Íslendingar verða átta sig á að um er að ræða undirstöðu atvinnugrein landsins sem við eigum svo mikið undir. Við hljótum að geta náð sátt um fiskveiðistjórnina á heildstæðan og skynsamlegan hátt þegar það þjónar hagsmunum samfélagsins best. Lifið heil frambjóðendur Samfylkingarinnar í Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Tengdar fréttir G-listinn gegn fyrningarleiðinni Listi Grindvíkinga leggst alfarið gegn fyrningarleið í sjávarútvegi í núverandi mynd sem ríkisstjórnin leggur til að farin verði í haust samkvæmt tilkynningu frá listanum. 19. maí 2010 17:20 Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Hið nýja stjórnmálaafl í Grindavík, G-listinn, sendi í dag frá sér fréttatilkynningu þar sem að þeir undra sig á afstöðuleysi annarra flokka í bænum gagnvart fyrningarleiðinni svonefndu. Þessi tilkynning þeirra er að mörgu leyti góð og gild en er engu að síður það fyrsta sem kemur frá þeim herbúðum um þetta stóra hagsmunamál okkar Grindvíkinga. Kannski að þeir hafi kveikt á perunni varðandi þessi mál eftir mjög upplýsandi fundi með útgerðarmönnum á undanförnum dögum. Við Samfylkingarfólk í Grindavík höfum aldrei farið leynt með það að við höfnum þessari leið og teljum hana algert feigðarflan. Við sem erum í fararbroddi fyrir framboðslistann í komandi sveitarstjórnarkosingum höfum hafnað henni bæði í ræðu og í riti. Við teljum að með henni sé vegið mjög alvarlega að þeim góðu fyrirtækjum sem hér eru rekin og hafa haldið uppi atvinnustiginu áratugum saman. Þann 6. maí á síðasta ári komu útgerðarmenn í Grindavík til fundar við bæjaryfirvöld og lýstu yfir þungum áhyggjum af fiskveiðistefnu stjórnvalda vegna fyrningarleiðar. Bæjarstjórn mætti öll á fund bæjarráðs og þakkaði útgerðarmönnum fyrir mjög upplýsandi umræður um málefnið. Á þessum fundi var eftirfarandi ályktun bókuð og samþykkt af öllum bæjarstjórnarmönnum: ,,Bæjaryfirvöld í Grindavík eru sammála um að fyrningarleiðin sé ekki ásættanleg fyrir byggðina og hafna því harðlega að hún verði farin núna. Bæjarbúar í Grindavík hafa alltaf verið sammála um að sjávarútvegur sé lífæðin og grundvallaratvinnugrein byggðarinnar. Grindvíkingar hafa oftar en einu sinni verið settir í óvissu vegna umræðu innan stjórnmálaflokka um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Mikilvægt er að skapa ró um sjávarútveg og fiskvinnslu þannig að horfa megi til lengri tíma. Í Grindavík hafa menn lagt sig alla fram um að skapa atvinnu og halda fyrirtækjum gangandi. Það á að vera keppikefli allra að byggja áfram á grunnstoðum sjávarútvegsins. Fiskveiðar og vinnsla hafa verið okkar haldreipi í gegnum tíðina, eins og hefur sýnt sig best í verstu kreppu sem riðið hefur yfir þjóðina. Þess vegna ber að halda kvóta í heimabyggð og sækja fram á við, hvað sem á dynur. Sterk fyrirtæki í Grindavík gagnast öðrum sveitarfélögum, eins og hefur sýnt sig. Atvinnulífið í Grindavík er með því besta sem gerist á landinu í dag. Bæjaryfirvöld standa umfram allt vörð um hagsmuni bæjarbúa og vara við því að hrykkt verði í þeim styrkum stoðum atvinnulífsins sem sjávarútvegurinn er." Í okkar huga er þessi ályktun góð og gild og ekkert hefur breyst sem hefur fengið okkur til að skipta um skoðun hvað þetta mikla hagsmunamál okkar Grindvíkinga varðar nema síður sé. Við viljum einnig benda á þá staðreynd að Grindavíkurbær eitt bæjarfélaga á Íslandi hefur markað sér auðlindastefnu og það er eitthvað sem allir sem ætla að koma að stjórnun bæjarins í framtíðinni ættu að kynna sér. Auðlindastefnan er mjög mikilvægur áfangi sem við Grindvíkingar höfum náð. Stefnan felur í sér að við nýtum á skynsamlegan og ábyrgan hátt auðlindirnar í víðasta skilningi þess orðs í umhverfi Grindavíkur. Stöðugt þarf að leggja mat á það hvernig við nýtum þær með sem mestum ávinningi fyrir okkur jafnt sem komandi kynslóðir. Ríkisstjórn Íslands og landsmenn skilja vonandi að þrátt fyrir einhverja óánægju með kvótakerfið þá er alls ekki rétti tíminn að hrófla við þessu kerfi sem útgerðin hefur aðlagað sig að síðustu ár. Hjarta sjávarútvegsins slær ört í Grindavík, við samþykkjum ekki að skorið verði á slagæð þessara atvinnugreinar. Fyrirtæki eins og Einhamar, Gjögur, Stakkavík, Vísir og Þorbjörn, Þróttur og mörg smærri fyrirtæki í Grindavík eru gríðarlega vel rekin. Fyrirtæki sem Grindvíkingar eru stoltir af. Innan þessara fyrirtækja eru einstaklingar með víðtæka sérfræðiþekkingu og margra áratuga reynslu sem spannar allt atvinnusvið útvegsins frá veiðafæragerð, veiðum og vinnslu að markaðsmálum. Íslendingar verða átta sig á að um er að ræða undirstöðu atvinnugrein landsins sem við eigum svo mikið undir. Við hljótum að geta náð sátt um fiskveiðistjórnina á heildstæðan og skynsamlegan hátt þegar það þjónar hagsmunum samfélagsins best. Lifið heil frambjóðendur Samfylkingarinnar í Grindavík.
G-listinn gegn fyrningarleiðinni Listi Grindvíkinga leggst alfarið gegn fyrningarleið í sjávarútvegi í núverandi mynd sem ríkisstjórnin leggur til að farin verði í haust samkvæmt tilkynningu frá listanum. 19. maí 2010 17:20
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun