Þróun námsefnis fyrir nemendur í brottfallshættu Björn M. Sigurjónsson skrifar 1. júlí 2010 05:00 Undanfarin tvö ár hafa þrír framhaldskólar á Íslandi, einn í Frakklandi og einn á Spáni þróað námsefni í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum með styrk Leónardó da Vinci starfsmenntaáætlunar Evrópusambandsins. Verkefnið nefnist SOFIA og snýst um að ná til nemenda í brottfallshættu með nýrri nálgun við gerð námsefnis. Þátttökuskólarnir eru Borgarholtsskóli, Flensborgarskóli, Tækniskólinn, CNA-CEFAG margmiðlunarskólinn í París og Iðntæknistofnun Aragón á Spáni. IÐAN fræðslusetur stýrir verkefninu. Fjöldi nemenda sem falla brott úr námi er mikið áhyggjuefni hérlendis. Skýrslur OECD sýna að brottfall er hærra hérlendis en í öðrum Evrópulöndum. Nokkuð hefur áunnist í greiningu á orsökum brottfalls og nú hafa yfir 70 framhaldsskólar og grunnskólar tekið upp greiningartæki til að auðkenna og styðja nemendur í brottfallshættu. Fleiri verkefni miða að stuðningi við brottfallsnemendur.Allir eru sammála um að brottfall nemenda úr framhaldsskólum sé alvarlegt vandamál sem brýnt sé að vinna bug á. Rannsóknir sýna að það sem fer fram í kennslu er ein orsök þess að nemendur finna sig ekki í námi. Það er því eðlilegt að draga þá ályktun að námsefni sem höfðar til einstaklinga í brottfallshættu sé líklegt til að auka áhuga nemenda á námi og draga úr brottfalli. Aðferðafræði SOFIA verkefnisinsMarkmið SOFIA verkefnisins er að þróa námsefni sem höfðar til nemenda í brottfallshættu. Við hönnun námsins er viðfangsefni nemandans skipt niður í ákveðna flokka. Smæsta eining náms kallast innlögn. Nokkrar innlagnir mynda stund, oft er miðað við að í einni kennslustund séu nokkrar innlagnir. Nokkrar stundir mynda lotu sem segja má að taki e.t.v. 2-3 vikur að læra. Nokkrar lotur mynda áfanga sem algengt er að spanni eina önn í framhaldsskóla. Innlögnin er þannig úr garði gerð að þegar nemandinn hefur tileinkað sér færnina sem ætlunin er að kenna í innlögninni tekur hann próf, sannar færnina og færist yfir á næsta „borð". Í einni stund er því hægt að færast upp um nokkur „borð" líkt og í tölvuleik. Kennari getur svo raðað saman stundum og innlögnum eftir þörfum nemandans. Lykillinn að því að ná til brottfallshópsins er að kerfið sem heldur utan um námsframvindu hvers einstaklings geti lagað sig að einstaklingsbundnum forsendum hvers nemanda. Það er ekki raunhæft að sinna einstaklingsbundnum forsendum nemenda nema kennarinn geti haldið utan um jafnstóran hóp með sama tilkostnaði og í „hefðbundinni" kennslu. Áskorun SOFIA verkefnisins er því að finna hagkvæma og raunhæfa lausn sem gerir kennurum kleift að sinna námsframvindu stórra nemendahópa á forsendum hvers nemanda. Í SOFIA verkefninu var þróað sérstakt nemendaumsjónarkerfi (SCORM) sem gerir þetta kleift. Upplýsinga og fjölmiðlagreinar henta sérstaklega vel í verkefni af þessu tagi. Nám í umbroti, myndvinnslu, hreyfimyndagerð og tæknivinnslu fyrir fjölmiðla felst að miklu leyti í færni í notkun tölvuforrita. Námsumhverfið er því hið sama og starfsumhverfið sem bíður nemandans þegar hann heldur út á vinnumarkaðinn með nýja færni. Aðferðafræði SOFIA verkefnisins var þróuð í París þar sem skólar glímdu við gríðarlegt brottfall nemenda af svokallaðri þriðju kynslóð innflytjenda. Stór hópur ungmenna náði ekki fótfestu í skólakerfinu, þeir höfðu enga færni og þvældust reiðir um göturnar, fullir höfnunar og fyrirlitningar á samfélaginu. CNA CEFAG skólinn í París hóf að þróa námsefni sem höfðað gæti til þessa hóps og upp úr því spratt SOFIA verkefnið. Nám CNA CEFAG er nú hluti af franska starfsmenntakerfinu þar sem nemendur ljúka fyrst starfsmenntun á þremur árum í grafískri miðlun eða vefmiðlun, en þá tekur við tveggja ára diplóma nám sem lýkur á fjórða námsþrepi (háskólastigi). Í raun má telja það einstakt afrek að koma hópi nemenda, sem skólakerfið hefur hafnað, í gegnum flókið nám og skila þeim út í lífið með færni sem gagnast þeim til að framfleyta sér hvar sem er í Evrópu. „Bestun“ kennslustundaÞátttakendur í SOFIA verkefninu hafa tileinkað sér önnur vinnubrögð við þróun námsefnis en áður hafa tíðkast hérlendis. Í CNA CEFAG er námsefnið þróað af hópi sérfræðinga. Hópurinn samanstendur af áfangastjóra, námsefnissérfræðingi, handritshöfundi námsefnis, tæknimanni, hreyfimyndasérfræðingi (animator) og kennara eða umsjónarmanni námskeiðs. Þegar nokkrir skólar þróa námsefni á þennan hátt myndast vettvangur til að skiptast á námsefni og þannig næst hagkvæmni við námsefnisgerðina eða ákveðin „bestun". Þessa aðferðafræði sem byggir á hópvinnu má telja nýjung hérlendis þó tilraunir í þessa átt hafi verið reyndar. Í sumum fögum eru til handrit að kennslustundum eða leiðbeiningar sem eru samnýttar en í öðrum fögum er því ekki að heilsa. Hugmynd SOFIA verkefnisins er að námsefnið, handritin að kennslustundunum og stafræn útfærsla námsins komist í frjálst flæði þar sem kennarar hafa kost á því að „besta" efnið með eigin innleggi, skila því áfram og samnýta krafta hvers annars. Verkefnið snýst um að innleiða þessa aðferðafræði og læra að þróa námsefni fyrir nemendur í brottfallshættu. SOFIA verkefninu lýkur nú í október 2010 og má vænta ítarlegra kynninga meðal fagaðila í kennslu á haustmánuðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Undanfarin tvö ár hafa þrír framhaldskólar á Íslandi, einn í Frakklandi og einn á Spáni þróað námsefni í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum með styrk Leónardó da Vinci starfsmenntaáætlunar Evrópusambandsins. Verkefnið nefnist SOFIA og snýst um að ná til nemenda í brottfallshættu með nýrri nálgun við gerð námsefnis. Þátttökuskólarnir eru Borgarholtsskóli, Flensborgarskóli, Tækniskólinn, CNA-CEFAG margmiðlunarskólinn í París og Iðntæknistofnun Aragón á Spáni. IÐAN fræðslusetur stýrir verkefninu. Fjöldi nemenda sem falla brott úr námi er mikið áhyggjuefni hérlendis. Skýrslur OECD sýna að brottfall er hærra hérlendis en í öðrum Evrópulöndum. Nokkuð hefur áunnist í greiningu á orsökum brottfalls og nú hafa yfir 70 framhaldsskólar og grunnskólar tekið upp greiningartæki til að auðkenna og styðja nemendur í brottfallshættu. Fleiri verkefni miða að stuðningi við brottfallsnemendur.Allir eru sammála um að brottfall nemenda úr framhaldsskólum sé alvarlegt vandamál sem brýnt sé að vinna bug á. Rannsóknir sýna að það sem fer fram í kennslu er ein orsök þess að nemendur finna sig ekki í námi. Það er því eðlilegt að draga þá ályktun að námsefni sem höfðar til einstaklinga í brottfallshættu sé líklegt til að auka áhuga nemenda á námi og draga úr brottfalli. Aðferðafræði SOFIA verkefnisinsMarkmið SOFIA verkefnisins er að þróa námsefni sem höfðar til nemenda í brottfallshættu. Við hönnun námsins er viðfangsefni nemandans skipt niður í ákveðna flokka. Smæsta eining náms kallast innlögn. Nokkrar innlagnir mynda stund, oft er miðað við að í einni kennslustund séu nokkrar innlagnir. Nokkrar stundir mynda lotu sem segja má að taki e.t.v. 2-3 vikur að læra. Nokkrar lotur mynda áfanga sem algengt er að spanni eina önn í framhaldsskóla. Innlögnin er þannig úr garði gerð að þegar nemandinn hefur tileinkað sér færnina sem ætlunin er að kenna í innlögninni tekur hann próf, sannar færnina og færist yfir á næsta „borð". Í einni stund er því hægt að færast upp um nokkur „borð" líkt og í tölvuleik. Kennari getur svo raðað saman stundum og innlögnum eftir þörfum nemandans. Lykillinn að því að ná til brottfallshópsins er að kerfið sem heldur utan um námsframvindu hvers einstaklings geti lagað sig að einstaklingsbundnum forsendum hvers nemanda. Það er ekki raunhæft að sinna einstaklingsbundnum forsendum nemenda nema kennarinn geti haldið utan um jafnstóran hóp með sama tilkostnaði og í „hefðbundinni" kennslu. Áskorun SOFIA verkefnisins er því að finna hagkvæma og raunhæfa lausn sem gerir kennurum kleift að sinna námsframvindu stórra nemendahópa á forsendum hvers nemanda. Í SOFIA verkefninu var þróað sérstakt nemendaumsjónarkerfi (SCORM) sem gerir þetta kleift. Upplýsinga og fjölmiðlagreinar henta sérstaklega vel í verkefni af þessu tagi. Nám í umbroti, myndvinnslu, hreyfimyndagerð og tæknivinnslu fyrir fjölmiðla felst að miklu leyti í færni í notkun tölvuforrita. Námsumhverfið er því hið sama og starfsumhverfið sem bíður nemandans þegar hann heldur út á vinnumarkaðinn með nýja færni. Aðferðafræði SOFIA verkefnisins var þróuð í París þar sem skólar glímdu við gríðarlegt brottfall nemenda af svokallaðri þriðju kynslóð innflytjenda. Stór hópur ungmenna náði ekki fótfestu í skólakerfinu, þeir höfðu enga færni og þvældust reiðir um göturnar, fullir höfnunar og fyrirlitningar á samfélaginu. CNA CEFAG skólinn í París hóf að þróa námsefni sem höfðað gæti til þessa hóps og upp úr því spratt SOFIA verkefnið. Nám CNA CEFAG er nú hluti af franska starfsmenntakerfinu þar sem nemendur ljúka fyrst starfsmenntun á þremur árum í grafískri miðlun eða vefmiðlun, en þá tekur við tveggja ára diplóma nám sem lýkur á fjórða námsþrepi (háskólastigi). Í raun má telja það einstakt afrek að koma hópi nemenda, sem skólakerfið hefur hafnað, í gegnum flókið nám og skila þeim út í lífið með færni sem gagnast þeim til að framfleyta sér hvar sem er í Evrópu. „Bestun“ kennslustundaÞátttakendur í SOFIA verkefninu hafa tileinkað sér önnur vinnubrögð við þróun námsefnis en áður hafa tíðkast hérlendis. Í CNA CEFAG er námsefnið þróað af hópi sérfræðinga. Hópurinn samanstendur af áfangastjóra, námsefnissérfræðingi, handritshöfundi námsefnis, tæknimanni, hreyfimyndasérfræðingi (animator) og kennara eða umsjónarmanni námskeiðs. Þegar nokkrir skólar þróa námsefni á þennan hátt myndast vettvangur til að skiptast á námsefni og þannig næst hagkvæmni við námsefnisgerðina eða ákveðin „bestun". Þessa aðferðafræði sem byggir á hópvinnu má telja nýjung hérlendis þó tilraunir í þessa átt hafi verið reyndar. Í sumum fögum eru til handrit að kennslustundum eða leiðbeiningar sem eru samnýttar en í öðrum fögum er því ekki að heilsa. Hugmynd SOFIA verkefnisins er að námsefnið, handritin að kennslustundunum og stafræn útfærsla námsins komist í frjálst flæði þar sem kennarar hafa kost á því að „besta" efnið með eigin innleggi, skila því áfram og samnýta krafta hvers annars. Verkefnið snýst um að innleiða þessa aðferðafræði og læra að þróa námsefni fyrir nemendur í brottfallshættu. SOFIA verkefninu lýkur nú í október 2010 og má vænta ítarlegra kynninga meðal fagaðila í kennslu á haustmánuðum.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun