Einar Skúlason: Græn borg er skemmtileg borg 8. maí 2010 06:00 Reykjavíkurborg á að vera í fararbroddi í umhverfismálum. Ekki er nóg að stíga græn skref, þótt þau séu góð. Við þurfum græna byltingu. Fjölmargt má gera betur. Það þarf að auka flokkun á sorpi, meðhöndla úrganginn betur og nýta í verðmætasköpun. Við þurfum að þétta byggðina án þess að ganga á græn svæði. Við viljum gefa áhugahópum kost á því að taka svæði í borgarlandinu í fóstur, s.s. róluvelli, torg og græn svæði. Við þurfum að fegra hverfi borgarinnar. Það þarf að auka þjónustu við þá sem ferðast á umhverfisvænan hátt og auka framboð umhverfisvænna orkugjafa. Það ætti að skylda borgarstofnanir til þess að kaupa einungis umhverfisvæna bíla sem lið í umhverfisvænni innkaupastefnu. Margar útivistarperlur er að finna innan borgarmarkanna. Ég vil nefna sérstaklega vatnasvið Elliðaár og vatnasvið Úlfarsár. Það þarf að vinna heildarskipulag fyrir bæði þessi svæði með sérstakri áherslu á aðstöðu til útivistar og fræðslu um náttúru og umhverfi. Markmið umhverfisverndar þjóna þeim tilgangi að gera borgina fallegri og betri til að búa í. Leiðum til að njóta borgarinnar og þess sem hún hefur upp á að bjóða fjölgar í kjölfarið. Um leið og við leggjum áherslu á umhverfismál, styðjum við á sama tíma við holla hreyfingu og útivist. Við bætum aðstöðuna til hjólreiða, sjósunds og hestamennsku svo fátt eitt sé nefnt. Í nafni umhverfisverndar og betra mannlífs getum við fjölgað gönguleiðum um náttúru borgarlandsins, um Heiðmörk, Öskjuhlíð og hlíðar Esjunnar. Lykilatriðið er þetta: Græn borg er skemmtileg borg. Í þeim anda á að byggja upp borgina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg á að vera í fararbroddi í umhverfismálum. Ekki er nóg að stíga græn skref, þótt þau séu góð. Við þurfum græna byltingu. Fjölmargt má gera betur. Það þarf að auka flokkun á sorpi, meðhöndla úrganginn betur og nýta í verðmætasköpun. Við þurfum að þétta byggðina án þess að ganga á græn svæði. Við viljum gefa áhugahópum kost á því að taka svæði í borgarlandinu í fóstur, s.s. róluvelli, torg og græn svæði. Við þurfum að fegra hverfi borgarinnar. Það þarf að auka þjónustu við þá sem ferðast á umhverfisvænan hátt og auka framboð umhverfisvænna orkugjafa. Það ætti að skylda borgarstofnanir til þess að kaupa einungis umhverfisvæna bíla sem lið í umhverfisvænni innkaupastefnu. Margar útivistarperlur er að finna innan borgarmarkanna. Ég vil nefna sérstaklega vatnasvið Elliðaár og vatnasvið Úlfarsár. Það þarf að vinna heildarskipulag fyrir bæði þessi svæði með sérstakri áherslu á aðstöðu til útivistar og fræðslu um náttúru og umhverfi. Markmið umhverfisverndar þjóna þeim tilgangi að gera borgina fallegri og betri til að búa í. Leiðum til að njóta borgarinnar og þess sem hún hefur upp á að bjóða fjölgar í kjölfarið. Um leið og við leggjum áherslu á umhverfismál, styðjum við á sama tíma við holla hreyfingu og útivist. Við bætum aðstöðuna til hjólreiða, sjósunds og hestamennsku svo fátt eitt sé nefnt. Í nafni umhverfisverndar og betra mannlífs getum við fjölgað gönguleiðum um náttúru borgarlandsins, um Heiðmörk, Öskjuhlíð og hlíðar Esjunnar. Lykilatriðið er þetta: Græn borg er skemmtileg borg. Í þeim anda á að byggja upp borgina.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun