FBI og FSB unnu saman að því að uppræta bankagengi 23. mars 2010 09:06 Bandaríska alríkislögreglan FBI og rússneska leyniþjónustan FSB (áður KGB) unnu saman að því að uppræta bankagengi sem herjað hafði á breska bankann Royal Bank of Scotland (RSB). Málið er eitt stærsta sinnar tegundar hvað varðar stuld á gögnum úr bönkum.Fjallað er um málið á vefsíðunni e24.no. Þar segir að bankagenginu, með tölvuþrjóta sér til aðstoðar, hafi tekist að stela 6 milljónum punda eða rúmlega 1.100 milljónum kr. úr 2.100 harðbönkum í 280 bæjum með því að nota fölsk bankakort.Genginu tókst að brjóta sér leið að bankakóðum og á þann hátt fá aðgang að kerfi sem sér um penignaflutninga milli ólíkra reikninga.Þetta er í fyrsta sinn sem rússneska lögregluyfirvöld vinna með vestrænum að lausn glæpa sem þessa.Upphaf málsins má rekja til Bandaríkjanna en fyrrgreindar úttektir áttu sér stað í harðbönkum RSB þar í landi. Í ríkinu Georgiu er búið að ákæra meinta höfuðpaura gengisins en þeir eru Rússi, Eistlendingur og Moldóvi. Rússinn var handtekinn í Pétursborg en ekki er vitað með vissu um tengsl hans við upplýsingaþjófa þar í landi.Financial Times skrifar um málið og segir að samvinna FBI og FSB í þessu máli lofi góðu en oft hefur verið litið á Rússland sem friðarhöfn fyrir tölvuþrjóta. Þar hafa einstaklingar og hópar sem stunda þessa iðju oft notið friðhelgi yfirvalda þar sem þeir vinna oft og tíðum fyrir ráðamenn í Kreml. Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan FBI og rússneska leyniþjónustan FSB (áður KGB) unnu saman að því að uppræta bankagengi sem herjað hafði á breska bankann Royal Bank of Scotland (RSB). Málið er eitt stærsta sinnar tegundar hvað varðar stuld á gögnum úr bönkum.Fjallað er um málið á vefsíðunni e24.no. Þar segir að bankagenginu, með tölvuþrjóta sér til aðstoðar, hafi tekist að stela 6 milljónum punda eða rúmlega 1.100 milljónum kr. úr 2.100 harðbönkum í 280 bæjum með því að nota fölsk bankakort.Genginu tókst að brjóta sér leið að bankakóðum og á þann hátt fá aðgang að kerfi sem sér um penignaflutninga milli ólíkra reikninga.Þetta er í fyrsta sinn sem rússneska lögregluyfirvöld vinna með vestrænum að lausn glæpa sem þessa.Upphaf málsins má rekja til Bandaríkjanna en fyrrgreindar úttektir áttu sér stað í harðbönkum RSB þar í landi. Í ríkinu Georgiu er búið að ákæra meinta höfuðpaura gengisins en þeir eru Rússi, Eistlendingur og Moldóvi. Rússinn var handtekinn í Pétursborg en ekki er vitað með vissu um tengsl hans við upplýsingaþjófa þar í landi.Financial Times skrifar um málið og segir að samvinna FBI og FSB í þessu máli lofi góðu en oft hefur verið litið á Rússland sem friðarhöfn fyrir tölvuþrjóta. Þar hafa einstaklingar og hópar sem stunda þessa iðju oft notið friðhelgi yfirvalda þar sem þeir vinna oft og tíðum fyrir ráðamenn í Kreml.
Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira