Fótbolti

Pjanic: Megum ekki slaka á

Elvar Geir Magnússon skrifar
Miralem Pjanic.
Miralem Pjanic.

„Sigurinn var verðskuldaður miðað við þróun leiksins. Þetta voru virkilega góð úrslit fyrir okkur en við megum alls ekki slaka á í seinni leiknum," segir Miralem Pjanic, hinn skemmtilegi nítján ára miðjumaður Lyon.

Lyon vann Bordeaux 3-1 í fyrri leik þessara frönsku liða í Meistaradeildinni í gær. Lyon er í góðri stöðu fyrir seinni leikinn en Pjanic er ekki byrjaður að fagna.

„Við eigum góða möguleika á að fara áfram en ekkert er gefið. Þetta var fjörugur leikur og bæði lið fengu góð færi. Við verðum án Lisandro í seinni leiknum en maður kemur í manns stað," sagði Pjanic. Lisandro Lopez, sem skoraði fyrsta mark leiksins, fékk gult spjald í leiknum í gær og tekur út leikbann í seinni leiknum.

Laurent Blanc, þjálfari Bordeaux, segir að reynslan hafi skilað sigrinum fyrir Lyon í gær. Hans lið hafi verið án varnarmannsins Marc Planus (meiddur) og miðjumannsins Alou Diarra (leikbann) og það hafi haft mikið að segja. „Bordeaux er mjög ungt lið samannorið við Lyon og við eigum eftir að öðlast meiri reynslu," sagði Blanc.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×