Fyrirmynd frá Suður-Afríku Þorvaldur Gylfason skrifar 24. nóvember 2010 21:10 Suður-afríski lagaprófessorinn Lourens du Plessis samdi ásamt öðrum nýja stjórnarskrá handa landi sínu. Hann hefur sagt mér sögu málsins og lýst fyrir mér tilurð stjórnarskrárinnar, sem margir telja eina merkustu stjórnarskrá heims. Hún varð til í tveim skrefum. Skömmu eftir valdatöku svarta meiri hlutans í Suður-Afríku í kjölfar frjálsra kosninga í apríl 1994 var samin ný stjórnarskrá til bráðabirgða, þar sem kveðið var á um nokkur helztu atriði, sem þurfti að lagfæra strax, einkum mannréttindamál. Einnig var kveðið á um, hvernig staðið skyldi að frágangi endanlegrar stjórnarskrár. Bráðabirgðaskráin tók gildi í september 1994 og gilti fram í febrúar 1997, þegar lokagerð stjórnarskrárinnar varð að lögum. Smíði bráðabirgðaskrárinnar tók því fimm mánuði, og endanlegur frágangur tók tvö og hálft ár til viðbótar. Til viðmiðunar tók stjórnarskrá Þýzkalands gildi 1949, fjórum árum eftir lok heimsstyrjaldarinnar. Erlendir sérfræðingar voru hafðir með í ráðum í Suður-Afríku, einkum þýzkir og bandarískir prófessorar í lögum. Ráð þeirra þóttu gefast vel.Stjórnarskrá til bráðabirgða Prófessor du Plessis telur, að hyggilegt gæti verið fyrir Stjórnlagaþingið, sem verður kjörið á laugardaginn, að láta sér duga að leggja fram tillögu að bráðabirgðastjórnarskrá. Indriði Indriðason prófessor í stjórnmálafræði í Kaliforníuháskóla tekur í sama streng á vefsetri sínu. Þar bendir hann á, að stjórnarskrár eru flóknar, þótt þær þurfi ekki að vera miklar að vöxtum. Ég er sammála þeim du Plessis og Indriða. Þess vegna hef ég lagt til, að Stjórnlagaþingið færist ekki of mikið í fang á þeim nauma tíma, sem því er skammtaður í lögum. Stjórnlagaþingið ætti heldur að láta sér duga að bæta stjórnarskrána frá 1944 til bráðabirgða í þeim greinum, sem brýnast er í ljósi hrunsins að bæta strax eða bæta við, og kveða jafnframt á um lúkningu verksins, þannig að lokagerð stjórnarskrárinnar geti legið fyrir innan tveggja ára.Gagnvirkt aðhald og eftirlit Suður-afríska stjórnarskráin er löng í samræmi við lagahefð landsins. Þar er t.d. kveðið á um þjóðfána og þjóðsöng, sem fæstum þykir nauðsynlegt að tiltaka í okkar stjórnarskrá. Mannréttindakaflinn er ýtarlegur, enda þurfti Suður-Afríka nýja stjórnarskrá m.a. til að snúa bakinu við mannréttindabrotum aðskilnaðarstjórnarinnar, sem tapaði þingkosningunum 1994. Stjórnarskráin vitnar um tilefnið til þess, að landið þurfti að setja sér nýja stjórnarskrá. Ekkert ákvæði er í suður-afrísku stjórnarskránni um þrískiptingu valds. Það stafar af því, að þrískiptingin stendur svo styrkum fótum í Suður-Afríku, að ekki þykir þörf á sérstökum ákvæðum um hana í stjórnarskránni. Aðsetur framkvæmdarvaldsins er í höfðuðborginn Pretoríu í norðurhluta landsins, Hæstiréttur situr í Bloemfontein í miðju landi og þingið í Höfðaborg syðst í landinu, og hefur svo verið um langt árabil. Langt er á milli borganna þriggja, enda er landið stórt, tólf sinnum stærra en Ísland að flatarmáli. Dómstólarnir eru óháðir ríkisvaldinu. Mjög er reynt að vanda til vals á dómurum. Forsetinn skipar þá eftir föstum reglum og einnig ráðherra, og þeir sitja ekki á þingi. Þrískipting valdsins er virk.Við þurfum stjórnlagadómstólStjórnlagadómstóll getur sagt ríkisstjórninni fyrir verkum, vanræki hún skyldur sínar gagnvart stjórnarskránni, t.d. varðandi almannaþjónustu. Ef ríkisstjórnin teldi sig t.d. ekki þurfa að útvega sjúklingum lyf gegn eyðniveirunni í blóra við ákvæði í stjórnarskránni, gæti stjórnlagadómstóllinn fyrirskipað heilbrigðisráðherranum að tryggja sjúklingum aðgang að nauðsynlegum lyfjum. Kysi heilbrigðisráðherrann að þráskallast við slíkum tilmælum, myndi hann gera sig sekan um virðingarleysi gagnvart dómstólnum, og það er refsivert athæfi.Ríkissaksóknari gæti þá látið málið til sín taka. Ráðherrann myndi því að mestum líkindum kjósa að hlíta tilmælum stjórnlagadómstólsins. Þetta er dæmi um lifandi aðhald og eftirlit í landi, þar sem þrískipting valdsins er eins og hún á að vera. Ýmis mál af þessu tagi hafa komið upp síðustu ár. Stjórnlagadómstóllinn hefur einnig ógilt ýmsa lagasetningu á þeirri forsendu, að löggjöfin standist ekki stjórnarskrána. Þessum dæmum er ætlað að útmála þörfina fyrir að bæta ákvæði um nýjan stjórnlagadómstól í íslenzku stjórnarskrána og vanda betur val á dómurum til að styrkja stöðu dómstólanna gagnvart framkvæmdarvaldinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Suður-afríski lagaprófessorinn Lourens du Plessis samdi ásamt öðrum nýja stjórnarskrá handa landi sínu. Hann hefur sagt mér sögu málsins og lýst fyrir mér tilurð stjórnarskrárinnar, sem margir telja eina merkustu stjórnarskrá heims. Hún varð til í tveim skrefum. Skömmu eftir valdatöku svarta meiri hlutans í Suður-Afríku í kjölfar frjálsra kosninga í apríl 1994 var samin ný stjórnarskrá til bráðabirgða, þar sem kveðið var á um nokkur helztu atriði, sem þurfti að lagfæra strax, einkum mannréttindamál. Einnig var kveðið á um, hvernig staðið skyldi að frágangi endanlegrar stjórnarskrár. Bráðabirgðaskráin tók gildi í september 1994 og gilti fram í febrúar 1997, þegar lokagerð stjórnarskrárinnar varð að lögum. Smíði bráðabirgðaskrárinnar tók því fimm mánuði, og endanlegur frágangur tók tvö og hálft ár til viðbótar. Til viðmiðunar tók stjórnarskrá Þýzkalands gildi 1949, fjórum árum eftir lok heimsstyrjaldarinnar. Erlendir sérfræðingar voru hafðir með í ráðum í Suður-Afríku, einkum þýzkir og bandarískir prófessorar í lögum. Ráð þeirra þóttu gefast vel.Stjórnarskrá til bráðabirgða Prófessor du Plessis telur, að hyggilegt gæti verið fyrir Stjórnlagaþingið, sem verður kjörið á laugardaginn, að láta sér duga að leggja fram tillögu að bráðabirgðastjórnarskrá. Indriði Indriðason prófessor í stjórnmálafræði í Kaliforníuháskóla tekur í sama streng á vefsetri sínu. Þar bendir hann á, að stjórnarskrár eru flóknar, þótt þær þurfi ekki að vera miklar að vöxtum. Ég er sammála þeim du Plessis og Indriða. Þess vegna hef ég lagt til, að Stjórnlagaþingið færist ekki of mikið í fang á þeim nauma tíma, sem því er skammtaður í lögum. Stjórnlagaþingið ætti heldur að láta sér duga að bæta stjórnarskrána frá 1944 til bráðabirgða í þeim greinum, sem brýnast er í ljósi hrunsins að bæta strax eða bæta við, og kveða jafnframt á um lúkningu verksins, þannig að lokagerð stjórnarskrárinnar geti legið fyrir innan tveggja ára.Gagnvirkt aðhald og eftirlit Suður-afríska stjórnarskráin er löng í samræmi við lagahefð landsins. Þar er t.d. kveðið á um þjóðfána og þjóðsöng, sem fæstum þykir nauðsynlegt að tiltaka í okkar stjórnarskrá. Mannréttindakaflinn er ýtarlegur, enda þurfti Suður-Afríka nýja stjórnarskrá m.a. til að snúa bakinu við mannréttindabrotum aðskilnaðarstjórnarinnar, sem tapaði þingkosningunum 1994. Stjórnarskráin vitnar um tilefnið til þess, að landið þurfti að setja sér nýja stjórnarskrá. Ekkert ákvæði er í suður-afrísku stjórnarskránni um þrískiptingu valds. Það stafar af því, að þrískiptingin stendur svo styrkum fótum í Suður-Afríku, að ekki þykir þörf á sérstökum ákvæðum um hana í stjórnarskránni. Aðsetur framkvæmdarvaldsins er í höfðuðborginn Pretoríu í norðurhluta landsins, Hæstiréttur situr í Bloemfontein í miðju landi og þingið í Höfðaborg syðst í landinu, og hefur svo verið um langt árabil. Langt er á milli borganna þriggja, enda er landið stórt, tólf sinnum stærra en Ísland að flatarmáli. Dómstólarnir eru óháðir ríkisvaldinu. Mjög er reynt að vanda til vals á dómurum. Forsetinn skipar þá eftir föstum reglum og einnig ráðherra, og þeir sitja ekki á þingi. Þrískipting valdsins er virk.Við þurfum stjórnlagadómstólStjórnlagadómstóll getur sagt ríkisstjórninni fyrir verkum, vanræki hún skyldur sínar gagnvart stjórnarskránni, t.d. varðandi almannaþjónustu. Ef ríkisstjórnin teldi sig t.d. ekki þurfa að útvega sjúklingum lyf gegn eyðniveirunni í blóra við ákvæði í stjórnarskránni, gæti stjórnlagadómstóllinn fyrirskipað heilbrigðisráðherranum að tryggja sjúklingum aðgang að nauðsynlegum lyfjum. Kysi heilbrigðisráðherrann að þráskallast við slíkum tilmælum, myndi hann gera sig sekan um virðingarleysi gagnvart dómstólnum, og það er refsivert athæfi.Ríkissaksóknari gæti þá látið málið til sín taka. Ráðherrann myndi því að mestum líkindum kjósa að hlíta tilmælum stjórnlagadómstólsins. Þetta er dæmi um lifandi aðhald og eftirlit í landi, þar sem þrískipting valdsins er eins og hún á að vera. Ýmis mál af þessu tagi hafa komið upp síðustu ár. Stjórnlagadómstóllinn hefur einnig ógilt ýmsa lagasetningu á þeirri forsendu, að löggjöfin standist ekki stjórnarskrána. Þessum dæmum er ætlað að útmála þörfina fyrir að bæta ákvæði um nýjan stjórnlagadómstól í íslenzku stjórnarskrána og vanda betur val á dómurum til að styrkja stöðu dómstólanna gagnvart framkvæmdarvaldinu.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun