Sannleikurinn mun gera yður frjálsa Þorkell Helgason skrifar 22. september 2010 06:00 Á Alþingi er nú rætt hvort kæra skuli fjóra, þrjá eða engan fyrrverandi ráðherra fyrir landsdómi. Þótt leiðtogar í atvinnulífi og stjórnmálum hafi komið okkur á vonarvöl má hefnd ekki vera okkur efst í huga. En fólk þráir sannleikann um það hvernig þetta gat gerst, hverjir eru aðalleikendur í þessum farsakennda harmleik og hver var þeirra afleikur hvers og eins? Vissulega hefur mörgu verið svarað með hinum vönduðu skýrslum rannsóknarnefndar Alþingis og þingmannanefndarinnar sem kom í kjölfarið. Þingmannanefndin náði samstöðu um veigamiklar tillögur um umbætur á fjölmörgum sviðum; tillögur sem þingmenn hefðu vart náð sátt um fyrir hrunið mikla. En svo klofnaði nefndin þegar kom að því hvort leggja ætti mál ráðherra fyrir landsdóm. Því miður eru þingmenn komnir í skotgrafir og fjölmiðlarnir láta þá að vanda eins og púkinn á bitanum. Skora verður á þingmenn að hlífa okkur við karpi af slíkum toga og beina augunum að sannleiksleit, ekki að refsingu. Fordæmi eru mörg, svo sem sannleiksnefndin í Suður-Afríku eftir uppgjöf kynþáttastefnunnar. Eða uppgjörið í Þýskalandi eftir hrun múrsins þar sem kapp var lagt á að upplýsa, ekki síst um skjöl austur-þýsku öryggislögreglunnar, Stasi, fremur en að draga forkólfa einræðisríkisins fyrir dóm. Vitaskuld er þar með ekki verið að líkja afglöpum forystumanna hérlendis við glæpaverk stjórnvalda í þessum löndum. Sannleiksnefnd hrunsins yrði framhald á starfi rannsóknarnefndar Alþingis auk þess sem hún byggði á rannsókn þingmannanefndarinnar. Henni yrði ætlað að varpa ljósi á athafnir og athafnaleysi einstaklinga, en ólíkt landsdómi kvæði hún ekki upp refsidóma. Kosturinn við að setja nú á laggirnar sannleiksnefnd í stað þessa að ganga landsdómsferlið á enda er ekki síst sá að þá þurfa ekki og mega ekki gilda nein fyrningarmörk. Það er mikilvægt að horft sé eins langt um öxl og nauðsyn krefur. Um slíka sannleiksleitarnefnd ætti að geta náðst samkomulag á Alþingi sem í sjálfu sér væri mikilvægur þáttur samfélagssáttar. Að fenginni niðurstöðu sannleiksnefndar yrði uppgjörinu við fortíðina lokið og þjóðin gæti einhent sér í uppbyggingu betra samfélags. Allir, ekki síst þau stjórnmálasamtök sem eru með drauga fortíðarinnar á herðum sér, gætu þá um frjálst höfuð strokið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Þorkell Helgason Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Á Alþingi er nú rætt hvort kæra skuli fjóra, þrjá eða engan fyrrverandi ráðherra fyrir landsdómi. Þótt leiðtogar í atvinnulífi og stjórnmálum hafi komið okkur á vonarvöl má hefnd ekki vera okkur efst í huga. En fólk þráir sannleikann um það hvernig þetta gat gerst, hverjir eru aðalleikendur í þessum farsakennda harmleik og hver var þeirra afleikur hvers og eins? Vissulega hefur mörgu verið svarað með hinum vönduðu skýrslum rannsóknarnefndar Alþingis og þingmannanefndarinnar sem kom í kjölfarið. Þingmannanefndin náði samstöðu um veigamiklar tillögur um umbætur á fjölmörgum sviðum; tillögur sem þingmenn hefðu vart náð sátt um fyrir hrunið mikla. En svo klofnaði nefndin þegar kom að því hvort leggja ætti mál ráðherra fyrir landsdóm. Því miður eru þingmenn komnir í skotgrafir og fjölmiðlarnir láta þá að vanda eins og púkinn á bitanum. Skora verður á þingmenn að hlífa okkur við karpi af slíkum toga og beina augunum að sannleiksleit, ekki að refsingu. Fordæmi eru mörg, svo sem sannleiksnefndin í Suður-Afríku eftir uppgjöf kynþáttastefnunnar. Eða uppgjörið í Þýskalandi eftir hrun múrsins þar sem kapp var lagt á að upplýsa, ekki síst um skjöl austur-þýsku öryggislögreglunnar, Stasi, fremur en að draga forkólfa einræðisríkisins fyrir dóm. Vitaskuld er þar með ekki verið að líkja afglöpum forystumanna hérlendis við glæpaverk stjórnvalda í þessum löndum. Sannleiksnefnd hrunsins yrði framhald á starfi rannsóknarnefndar Alþingis auk þess sem hún byggði á rannsókn þingmannanefndarinnar. Henni yrði ætlað að varpa ljósi á athafnir og athafnaleysi einstaklinga, en ólíkt landsdómi kvæði hún ekki upp refsidóma. Kosturinn við að setja nú á laggirnar sannleiksnefnd í stað þessa að ganga landsdómsferlið á enda er ekki síst sá að þá þurfa ekki og mega ekki gilda nein fyrningarmörk. Það er mikilvægt að horft sé eins langt um öxl og nauðsyn krefur. Um slíka sannleiksleitarnefnd ætti að geta náðst samkomulag á Alþingi sem í sjálfu sér væri mikilvægur þáttur samfélagssáttar. Að fenginni niðurstöðu sannleiksnefndar yrði uppgjörinu við fortíðina lokið og þjóðin gæti einhent sér í uppbyggingu betra samfélags. Allir, ekki síst þau stjórnmálasamtök sem eru með drauga fortíðarinnar á herðum sér, gætu þá um frjálst höfuð strokið.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun