Körfubolti

Ingibjörg: Flottara að setja niður þriggja stiga flautukörfu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ingibjörg, önnur frá hægri, ásamt félögum sínum í Keflavík í kvöld.
Ingibjörg, önnur frá hægri, ásamt félögum sínum í Keflavík í kvöld. Mynd/Stefán
Ingibjörg Jakobsdóttir var hetja Keflvíkinga sem unnu góðan sigur á KR í Iceland Express-deild kvenna í kvöld.

Ingibjörg tryggði Keflavík sigur með þriggja stiga flautukörfu en lokatölurnar voru 63-61. Tveggja stiga karfa hefði því dugað til sigurs.

„Þriggja stiga flautukarfa er bara flottara," sagði hún og brosti í samtali við Vísi eftir leikinn. „En það var virkilega gaman að vinna þennan leik og við þurftum á því að halda."

Keflavík og KR mættust í úrslitaleik bikarkeppninnar um helgina og þá vann Keflavík einnig. „Það var erfitt að koma sér í gírinn fyrir þennan leik en gaman að vinna. Það er góð og flott stemning í liðinu og við erum á uppleið. Kaninn er sífellt að koma betur inn í liðið," sagði Ingibjörg.

Umræddur Kani, Jacquline Adamshick, átti stórleik í kvöld og skoraði 31 stig auk þess sem hún tók 21 frákast.

„Hún er einfaldlega besti leikmaðurinn sem ég hef spilað með," sagði Ingibjörg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×