Já er svarið í Icesave Friðrik Indriðason skrifar 7. apríl 2011 09:10 Á laugardag mun ég mæta á kjörstað og segja já við Icesave. Þar með vona ég að þetta mál sé úr sögunni. Fyrir mig er valið einfalt, ljúka þessu á eigin forsendum með samningum eða vera upp á náð og miskunn evrópskra dómstóla kominn. Einhver mesta bábiljan í öllu Icesave bullinu undanfarna daga og vikur er að Bretar og Hollendingar vilji ekki eða þori ekki í dómsmál. Þessar þjóðir eiga engan annan kost í stöðunni ef Icesave er fellt. Allt annað væri að lúffa fyrir 300.000 eyjaskeggjum í miðju Norður Atlantshafi. Jafnvel Björn Bjarnason skilur Þá „realpolitík". Næst mesta bábiljan í öllu Icesave bullinu er að Ísland eigi einhverja möguleika á að sleppa vel úr því dómsmáli sem höfðað verður. Þetta er svona álíka gáfulegt og segja að Gunnar á Hlíðarenda hefði átt einhverja möguleika á að Hallgerður myndi redda sér á ögurstundinni. Virðing okkar meðal nágrannaþjóða, ef eitthvað er eftir af henni, myndi ekki aukast við „sigur" í málaferlum. Hvað fjármálalega hlið málsins varðar eru 32 milljarðar króna í greiðslu fyrir Icesave fugl í hendi. Að sleppa skaðlaust frá evrópskum dómstólum, og raunar íslenskum líka, eru tveir fuglar í skógi. Ég er viss um að hinir þjóðrembdu geta skotið þá báða niður í sýndarveruleika sínum á blogginu. Í raunveruleikanum eigum við ekki einu sinni háf til að ná þeim. Það eru nokkrar ógnvægilegar staðreyndir að koma upp úr kafinu sem afleiðingar hrunsins. Sú helsta er að Orkuveita Reykjavíkur stefnir í greiðsluþrot á næstu árum nema hún fái að kaupa verulegan gjaldeyri úr forða Seðlabankans. Forða sem þarf að nota í önnur og brýnni verkefni. Eðlilegur aðgangur að erlendu lánsfé er lykilatriði hér. Nei við Icesave auðveldar ekki þann aðgang hvað sem hver segir. Hægt er að ræða vel og lengi um ýmis atriði þessa Icesave máls. Sjálfum hefur mér alltaf þótt svolítið krúttlegt þegar orðasambandinu „ólögvarin krafa", eða einhverju í þá áttina, er slengt fram í umræðunni. Það liggur jú fyrir að ESA er með vel yfir 90% árangur í dómsmálum sínum og tekur mál raunar ekki fyrir nema vera viss um niðurstöðuna. Svo er eitt séríslenskt fyrirbrigði til staðar í þessu öllu. Það er hve við einblínum á eyrinn en þorum ekki að horfast í augu við krónuna. Þetta kemur fram hjá þeim sem jarma um að við ætlum sko ekki að greiða skuldir óreiðumanna. Slíkt höfum við verið að gera allt frá hruninu og það svo blætt hefur úr nösunum. Sem dæmi má nefna að við höfum þegar borgað nær 200 milljarða króna fyrir tæknilegt gjaldþrot Seðlabankans. Fé sem lánað var til þessara sömu óreiðumanna og aldrei fæst endurgreitt. Að þessu gefnu tel ég best fyrir mig að segja já og vona að umræðan fari í eitthvað uppbyggilegra en Icesave næstu þrjú til fjögur árin. Höfundur er blaðamaður á Vísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Á laugardag mun ég mæta á kjörstað og segja já við Icesave. Þar með vona ég að þetta mál sé úr sögunni. Fyrir mig er valið einfalt, ljúka þessu á eigin forsendum með samningum eða vera upp á náð og miskunn evrópskra dómstóla kominn. Einhver mesta bábiljan í öllu Icesave bullinu undanfarna daga og vikur er að Bretar og Hollendingar vilji ekki eða þori ekki í dómsmál. Þessar þjóðir eiga engan annan kost í stöðunni ef Icesave er fellt. Allt annað væri að lúffa fyrir 300.000 eyjaskeggjum í miðju Norður Atlantshafi. Jafnvel Björn Bjarnason skilur Þá „realpolitík". Næst mesta bábiljan í öllu Icesave bullinu er að Ísland eigi einhverja möguleika á að sleppa vel úr því dómsmáli sem höfðað verður. Þetta er svona álíka gáfulegt og segja að Gunnar á Hlíðarenda hefði átt einhverja möguleika á að Hallgerður myndi redda sér á ögurstundinni. Virðing okkar meðal nágrannaþjóða, ef eitthvað er eftir af henni, myndi ekki aukast við „sigur" í málaferlum. Hvað fjármálalega hlið málsins varðar eru 32 milljarðar króna í greiðslu fyrir Icesave fugl í hendi. Að sleppa skaðlaust frá evrópskum dómstólum, og raunar íslenskum líka, eru tveir fuglar í skógi. Ég er viss um að hinir þjóðrembdu geta skotið þá báða niður í sýndarveruleika sínum á blogginu. Í raunveruleikanum eigum við ekki einu sinni háf til að ná þeim. Það eru nokkrar ógnvægilegar staðreyndir að koma upp úr kafinu sem afleiðingar hrunsins. Sú helsta er að Orkuveita Reykjavíkur stefnir í greiðsluþrot á næstu árum nema hún fái að kaupa verulegan gjaldeyri úr forða Seðlabankans. Forða sem þarf að nota í önnur og brýnni verkefni. Eðlilegur aðgangur að erlendu lánsfé er lykilatriði hér. Nei við Icesave auðveldar ekki þann aðgang hvað sem hver segir. Hægt er að ræða vel og lengi um ýmis atriði þessa Icesave máls. Sjálfum hefur mér alltaf þótt svolítið krúttlegt þegar orðasambandinu „ólögvarin krafa", eða einhverju í þá áttina, er slengt fram í umræðunni. Það liggur jú fyrir að ESA er með vel yfir 90% árangur í dómsmálum sínum og tekur mál raunar ekki fyrir nema vera viss um niðurstöðuna. Svo er eitt séríslenskt fyrirbrigði til staðar í þessu öllu. Það er hve við einblínum á eyrinn en þorum ekki að horfast í augu við krónuna. Þetta kemur fram hjá þeim sem jarma um að við ætlum sko ekki að greiða skuldir óreiðumanna. Slíkt höfum við verið að gera allt frá hruninu og það svo blætt hefur úr nösunum. Sem dæmi má nefna að við höfum þegar borgað nær 200 milljarða króna fyrir tæknilegt gjaldþrot Seðlabankans. Fé sem lánað var til þessara sömu óreiðumanna og aldrei fæst endurgreitt. Að þessu gefnu tel ég best fyrir mig að segja já og vona að umræðan fari í eitthvað uppbyggilegra en Icesave næstu þrjú til fjögur árin. Höfundur er blaðamaður á Vísi.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar