Fótbolti

Mourinho notaði iPad til að koma skilaboðum á bekkinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho.
Jose Mourinho. Mynd/Nordic Photos/Getty
Spænsku blöðin Sport, Marca og AS sögðu frá því í morgun að Jose Mourinho hafi stjórnað Real Madrid liðinu á móti Barcelona í gær í gegnum IPad (spjaldtölvu) frá hótelherbergi sínu.

Portúgalski þjálfarinn var í leikbanni seinni undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni og kom aldrei á Nou Camp. Hann virðist þó hafa samt sem áður tekið allar helstu ákvarðanirnar.

Mourinho talaði aldrei beint við aðstoðarþjálfara sinn Aitor Karanka sem stýrði Real-liðinu á hliðarlínunni en Mourinho var hinsvegar í sambandi við aðstoðarmennina Rui Farias og Silvino Louro Louro sem voru einnig á bekknum.

Undir lok leiksins sást gamli bakvörðurinn Chendo vera í símanum og menn grunar að þar hafi hann verið að tala við Mourinho.

Barcelona komst áfram í úrslitaleikinn á Wembley þrátt fyrir að Real hafi náð 1-1 jafntefli í leiknum í gær þar sem að Lionel Messi tryggði Barca 2-0 sigur í fyrri leiknum á Santiago Bernebau.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×