Fótbolti

Hernández í byrjunarliði United og Berbatov kemst ekki í hóp

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dimitar Berbatov er ekki í hópnum í kvöld.
Dimitar Berbatov er ekki í hópnum í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, og Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, eru búnir að tilkynna byrjunarliðin sín fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem hefst á Wembley klukkan 18.45.

Ferguson er með þá Wayne Rooney og Javier Hernández saman í fremstu víglínu en Dimitar Berbatov kemst ekki í leikmannahópinn í dag því Michael Owen er á bekknum í hans stað.

Carles Puyol fyrirliði Barcelona er á bekknum væntanlega vegna meiðsla og því ber Xavi Hernández fyrirliðabandið. Javier Mascherano er í miðverðinum við hlið Gerard Piqué og Eric Abidal byrjar í vinstri bakverðinum.

Liðin á Wembley í kvöld:Byrjunarlið Barcelona: Victor Valdes - Daniel Alves, Gerard Piqué, Javier Mascherano, Eric Abidal - Sergio Busquets, Xavi Hernández, Andrés Iniesta - David Villa, Lionel Messi, Pedro Rodríguez.

Varamenn: Oier, Puyol, Bojan, Keita, Afellay, Adriano, Thiago

Byrjunarlið Manchester United: Edwin van der Sar - Fábio, Rio Ferdinand, Nemanja Vidic, Patrice Evra - Antonio Valencia, Michael Carrick, Ryan Giggs, Park Ji-Sung - Wayne Rooney, Javier Hernández

Varamenn: Kuszczak, Smalling, Fletcher, Scholes, Anderson, Nani, Owen




Fleiri fréttir

Sjá meira


×