Körfubolti

Ólafur afhenti Rússum sigurverðlaunin

Rússar fögnuðu sigri á Evrópumeistaramótinu í körfuknattleik kvenna en úrslitaleikurinn fór fram í gær.
Rússar fögnuðu sigri á Evrópumeistaramótinu í körfuknattleik kvenna en úrslitaleikurinn fór fram í gær. AFP
Rússar fögnuðu sigri á Evrópumeistaramótinu í körfuknattleik kvenna en úrslitaleikurinn fór fram í gær. Rússar og Tyrkir áttust við í úrslitaleiknum og þar höfðu Rússar betur 59-42 og var sigur þeirra aldrei í hættu. Ólafur Rafnsson forseti FIBA Europe og forseti Íþrótta – og ólympíusambands Íslands afhenti sigurvegurunum verðlaunin í leikslok en mótið fór fram í Póllandi.

Frakkar og Tékkar léku um þriðja sætið og þar fengu Frakkar bronsið eftir 63-56 sigur. Króatía og Svartfjallaland áttust við í leik um 5. sætið en sá leikur endaði 73-59 fyrir Króatíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×