Fótbolti

Arsenal með naumt 1-0 forskot til Ítalíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Walcott fagnar marki sínu í kvöld.
Walcott fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Arsenal var stálheppið með að sleppa með 1-0 sigur gegn ítalska liðinu Udinese í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Leikurinn byrjaði vel en Theo Walcott skoraði strax á fjórðu mínútu leiksins. Hann skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf Aaron Ramsay frá hægri kantinum. Allt útlit var fyrir að þeir ensku myndu fara vel í gegnum þennan leik.

En annað kom á daginn. Ítalarnir sköpuðu sér mörg góð færi en náðu þó aldrei að setja boltann í markið, þó þeir hafi nokkrum sinnum verið mjög nálægt því. Fyrirliðinn Antonio di Natali átti til að mynda skot í slána, beint úr aukaspyrnu.

Arsenal missti nokkra menn í meiðsli í kvöld en þeir Kieran Gibbs og Johan Djourou meiddust báðir. Djourou kom inn á sem varamaður fyrir Gibbs en entist bara í tíu mínútur. Þá er Tomas Rosicky mögulega meiddur líka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×