Fótbolti

Arsenal áfram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Theo Walcott fagnar sigurmarki sínu í kvöld.
Theo Walcott fagnar sigurmarki sínu í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal tryggði sér í kvöld sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 2-1 sigri á Udinese á Ítalíu.

Udinese sótti nokkuð ákaft í fyrri hálfeiknum og skaut meðal annars tvívegis í stöng Arsenal marksins. Á 39. mínútu leiksins skoraði Antonio Di Natale fallegt skallamark og kom heimamönnum yfir.

Í síðari hálfleiknum voru gestirnir öflugri og fyrirliði þeirra, Robin Van Persie, jafnaði metin á 55. mínútu eftir undirbúning Gervinho.

Udinese fékk frábært tækifæri til þess að komast aftur yfir en Wojciech Szczesny varði vítaspyrnu Di Natale með miklum tilþrifum.

Það var svo Theo Walcott sem skoraði sigurmark Arsenal á 69. mínútu en Englendingurinn eldfljóti skoraði einnig í fyrri viðureign liðanna.

Arsenal verður því í pottinum þegar dregið verður í riðla á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×