Bandaríski tæknirisinn Apple auglýsti í síðustu viku tvær stöður framkvæmdastjóra eftirlits með vörum sem ekki eru komnar á markað.
Samkvæmt fréttum netmiði lsins Apple Insider þykir tímabært að búa til þessar stöður nú þegar þegar starfsmenn fyrirtækisins hafa í tvígang lent í því óhappi að glopra frá sér frumgerð af nýjum iPhonefarsímum fyrirtækisins.
Í fyrra gleymdi starfsmaður Apple prufueintaki af iPhone 4-farsíma á bar. Síminn komst í hendur annars aðila sem birti upplýsingar um hann á undan öðrum. Tveir menn fengu dóma á sig vegna málsins. Þá mun prufu eintak fimmtu kynslóðar iPhonesímans hafa týnst í júlí.
Síminn er væntanlegur á markað í haust.
Apple leitar að öryggisstjóra

Mest lesið

Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið
Viðskipti erlent

Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu
Viðskipti innlent

Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi
Viðskipti innlent

Ríkið eignast hlut í Norwegian
Viðskipti erlent


Svandís tekur við Fastus lausnum
Viðskipti innlent


Hækkanir á Asíumörkuðum
Viðskipti erlent


Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent