Fótbolti

Kolbeinn verður í eldlínunni í kvöld - Manchesterliðin hefja leik

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson í leik með Ajax.
Kolbeinn Sigþórsson í leik með Ajax. Mynd. / Getty Images
Meistaradeild Evrópu heldur áfram göngu sína í kvöld og fjölmargir leikir fara fram. Manchester United fer í heimsókn á Estádio da Luz, heimavöll Benfica, þar sem liðin eigast við í fyrstu umferð riðlakeppninnar.

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að spilamennska liðsins hafi verið frábær á tímabilinu, en það sé hætt við því að menn gleymi sér og ofmetnist.

„Gæðin og spilamennskan hefur verið frábær, þetta er samt ungt lið og því er ekki hægt að dæma það eftir aðeins nokkra leiki“.

„Vonandi verður þetta eitt besta lið sem leikið hefur í Manchester United búningnum, en það er of snemmt að segja til um slíkt“.

„Ungu strákarnir eiga eftir að eiga slæma daga og þá verða þeir reynslumeiri að stíga upp og liðið að standa saman“.

Íslendingurinn Kolbeinn Sigþórsson verður í byrjunarliði Ajax sem mætir Lyon í D-riðli á Amsterdam Arena í Hollandi. Kolbeinn verður sjötti Íslendingurinn sem tekur þátt í Meistaradeild Evrópu og er þetta mikið afrek fyrir svona ungan strák.

Kolbeinn hefur farið á kostum í hollensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og hefur unnið sér fast sæti í byrjunarliðinu. Hinn leikurinn í riðlinum verður Dinamo Zagreb og Real Madrid.

Manchester City tekur á móti Napoli, en mikils er vænst frá enska liðinu í Meistaradeildinni í vetur, en félagið hefur farið hamförum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Leikir kvöldsin:

Man. City – Napoli Stöð2 Sport3 – KL: 18:30

Villarreal - Bayern

Lille - CSKA Moskva

Internazionale  - Trabzonspor

Basel - Oţelul Galaţi

Benfica - Man. United – Stöð 2 Sport HD – KL: 18:30

Dinamo Zagreb - Real Madrid

Ajax – Lyon Stöð2 Sport4 – KL: 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×